Erlent

Dæmdur fyrir að myrða ástvini Hudson

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómstóll í Chicago í Bandaríkjunum hefur dæmt karlmann fyrir morðið á móður, bróður og sautján ára gömlum frænda bandarísku leikkonunnar Jennifer Hudson árið 2008. Maðurinn, sem heitir William Balfour, er fyrrverandi mágur Jennifer. Hann framdi ódæðið eftir að hann skildi við konuna sína, sem er systir Hudson, og hún neitaði að taka við honum aftur. Jennifer grét þegar dómurinn var lesinn upp í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×