Ágæti læknir, þiggur þú mútur? Davíð Ingason og Haraldur S. Þorsteinsson skrifar 12. maí 2012 06:00 Mánudagskvöldið 30. apríl fjallaði fréttaskýringaþátturinn „Spegillinn“ á RÚV um samskipti lyfjafyrirtækja og lækna undir yfirskriftinni „Læknar gegn mútum lyfjafyrirtækja“. Í þættinum var rætt við Christiane Fischer sem er talskona samtakanna Mezis – Initiative unbestechlicher Ärzte, samtaka þýskra lækna sem berjast gegn mútugreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Í þættinum lýsir hún hvernig lyfjafyrirtæki í Þýskalandi stundi skipulegar mútur og gefið var í skyn að staðan væri eins á Íslandi. Læknar fái greiðslur fyrir að ávísa ákveðnum lyfjum og þeim sé boðið í langar lúxusferðir til fjarlægra landa í því skyni að múta þeim til þess að ávísa ákveðnum lyfjum. Umræðu um mútuþægni í heilbrigðisgeiranum ber að fagna en þá verður líka að gera þá kröfu til fréttamanna að málin á Íslandi séu skoðuð og íslenskur veruleiki kynntur og borinn saman við þann þýska, sem var til umræðu í þætti Spegilsins á RÚV. Veruleikinn sem þarna var lýst er eitthvað sem við sem störfum við kynningar á lyfjum á Íslandi könnumst á engan hátt við. Okkur sem störfum við kynningar og sölu á lyfjum er jafnað við glæpamenn og að mútur séu daglegt brauð í starfi okkar. Umfjöllun af þessu tagi er á engan hátt boðleg og særir sómatilfinningu okkar og vegur að starfsheiðri. Fyrirtækin sem við störfum hjá og samtök fyrirtækja á okkar sviði (Frumtök) starfa eftir siðareglum sem skilgreina hvernig samskipti við eigum við heilbrigðisstarfsfólk. Samskiptareglur Frumtaka eru öllum aðgengilegar á vefslóðinni www.frumtok.is. Þau samskipti ganga ekki út á mútur. Lyf eru hagkvæmur kostur í meðferð fjölda sjúklinga en á sama tíma er ljóst að mörg lyf geta verið skaðleg ef þau eru ekki notuð á réttan hátt. Það er því nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsfólk hafi réttar upplýsingar um lyf og notkun þeirra. Það er þyngra en tárum taki þegar lyf eru notuð á rangan hátt og valda skaða. Hlutverk okkar sem störfum hjá lyfjafyrirtækjunum er m.a. að fyrirbyggja ranga notkun lyfja með því að veita upplýsingar sem byggja á nýjustu rannsóknum sem gerðar eru á hlutlægan hátt eftir ströngustu aðferðum vísindanna. Lyfjafyrirtæki á Íslandi stunda ekki mútur og við þekkjum engin dæmi þess að íslenskir læknar hafi þegið mútur. Okkur er gróflega misboðið að vera sökuð um að stunda mútur. Almennt má segja að umfjöllun fjölmiðla um málefni lyfjafyrirtækjanna sé neikvæð og langt frá því að vera hlutlæg og vönduð. Talað er í almennum tón og gefið í skyn að öll lyfjafyrirtæki og allir læknar séu undir sömu sökina seld. Talað er um „læknahópa hér og lyfjafyrirtæki þar“, en aldrei nefnd dæmi með nöfnum, stað eða stund. Lyfjafyrirtækjum er jafnan lýst sem samviskulausum gróðavélum sem hagnist á veiku fólki og stundi óheiðarleg viðskipti. Umfjöllun „Spegilsins“ í þetta skiptið var svo langt frá íslenskum veruleika að ekki er hægt að kalla hana neitt annað en atvinnuróg. Við mótmælum umfjöllun af þessu tagi en lýsum eftir upplýstri og faglegri umfjöllun um þessi málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mánudagskvöldið 30. apríl fjallaði fréttaskýringaþátturinn „Spegillinn“ á RÚV um samskipti lyfjafyrirtækja og lækna undir yfirskriftinni „Læknar gegn mútum lyfjafyrirtækja“. Í þættinum var rætt við Christiane Fischer sem er talskona samtakanna Mezis – Initiative unbestechlicher Ärzte, samtaka þýskra lækna sem berjast gegn mútugreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Í þættinum lýsir hún hvernig lyfjafyrirtæki í Þýskalandi stundi skipulegar mútur og gefið var í skyn að staðan væri eins á Íslandi. Læknar fái greiðslur fyrir að ávísa ákveðnum lyfjum og þeim sé boðið í langar lúxusferðir til fjarlægra landa í því skyni að múta þeim til þess að ávísa ákveðnum lyfjum. Umræðu um mútuþægni í heilbrigðisgeiranum ber að fagna en þá verður líka að gera þá kröfu til fréttamanna að málin á Íslandi séu skoðuð og íslenskur veruleiki kynntur og borinn saman við þann þýska, sem var til umræðu í þætti Spegilsins á RÚV. Veruleikinn sem þarna var lýst er eitthvað sem við sem störfum við kynningar á lyfjum á Íslandi könnumst á engan hátt við. Okkur sem störfum við kynningar og sölu á lyfjum er jafnað við glæpamenn og að mútur séu daglegt brauð í starfi okkar. Umfjöllun af þessu tagi er á engan hátt boðleg og særir sómatilfinningu okkar og vegur að starfsheiðri. Fyrirtækin sem við störfum hjá og samtök fyrirtækja á okkar sviði (Frumtök) starfa eftir siðareglum sem skilgreina hvernig samskipti við eigum við heilbrigðisstarfsfólk. Samskiptareglur Frumtaka eru öllum aðgengilegar á vefslóðinni www.frumtok.is. Þau samskipti ganga ekki út á mútur. Lyf eru hagkvæmur kostur í meðferð fjölda sjúklinga en á sama tíma er ljóst að mörg lyf geta verið skaðleg ef þau eru ekki notuð á réttan hátt. Það er því nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsfólk hafi réttar upplýsingar um lyf og notkun þeirra. Það er þyngra en tárum taki þegar lyf eru notuð á rangan hátt og valda skaða. Hlutverk okkar sem störfum hjá lyfjafyrirtækjunum er m.a. að fyrirbyggja ranga notkun lyfja með því að veita upplýsingar sem byggja á nýjustu rannsóknum sem gerðar eru á hlutlægan hátt eftir ströngustu aðferðum vísindanna. Lyfjafyrirtæki á Íslandi stunda ekki mútur og við þekkjum engin dæmi þess að íslenskir læknar hafi þegið mútur. Okkur er gróflega misboðið að vera sökuð um að stunda mútur. Almennt má segja að umfjöllun fjölmiðla um málefni lyfjafyrirtækjanna sé neikvæð og langt frá því að vera hlutlæg og vönduð. Talað er í almennum tón og gefið í skyn að öll lyfjafyrirtæki og allir læknar séu undir sömu sökina seld. Talað er um „læknahópa hér og lyfjafyrirtæki þar“, en aldrei nefnd dæmi með nöfnum, stað eða stund. Lyfjafyrirtækjum er jafnan lýst sem samviskulausum gróðavélum sem hagnist á veiku fólki og stundi óheiðarleg viðskipti. Umfjöllun „Spegilsins“ í þetta skiptið var svo langt frá íslenskum veruleika að ekki er hægt að kalla hana neitt annað en atvinnuróg. Við mótmælum umfjöllun af þessu tagi en lýsum eftir upplýstri og faglegri umfjöllun um þessi málefni.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar