Ágæti læknir, þiggur þú mútur? Davíð Ingason og Haraldur S. Þorsteinsson skrifar 12. maí 2012 06:00 Mánudagskvöldið 30. apríl fjallaði fréttaskýringaþátturinn „Spegillinn“ á RÚV um samskipti lyfjafyrirtækja og lækna undir yfirskriftinni „Læknar gegn mútum lyfjafyrirtækja“. Í þættinum var rætt við Christiane Fischer sem er talskona samtakanna Mezis – Initiative unbestechlicher Ärzte, samtaka þýskra lækna sem berjast gegn mútugreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Í þættinum lýsir hún hvernig lyfjafyrirtæki í Þýskalandi stundi skipulegar mútur og gefið var í skyn að staðan væri eins á Íslandi. Læknar fái greiðslur fyrir að ávísa ákveðnum lyfjum og þeim sé boðið í langar lúxusferðir til fjarlægra landa í því skyni að múta þeim til þess að ávísa ákveðnum lyfjum. Umræðu um mútuþægni í heilbrigðisgeiranum ber að fagna en þá verður líka að gera þá kröfu til fréttamanna að málin á Íslandi séu skoðuð og íslenskur veruleiki kynntur og borinn saman við þann þýska, sem var til umræðu í þætti Spegilsins á RÚV. Veruleikinn sem þarna var lýst er eitthvað sem við sem störfum við kynningar á lyfjum á Íslandi könnumst á engan hátt við. Okkur sem störfum við kynningar og sölu á lyfjum er jafnað við glæpamenn og að mútur séu daglegt brauð í starfi okkar. Umfjöllun af þessu tagi er á engan hátt boðleg og særir sómatilfinningu okkar og vegur að starfsheiðri. Fyrirtækin sem við störfum hjá og samtök fyrirtækja á okkar sviði (Frumtök) starfa eftir siðareglum sem skilgreina hvernig samskipti við eigum við heilbrigðisstarfsfólk. Samskiptareglur Frumtaka eru öllum aðgengilegar á vefslóðinni www.frumtok.is. Þau samskipti ganga ekki út á mútur. Lyf eru hagkvæmur kostur í meðferð fjölda sjúklinga en á sama tíma er ljóst að mörg lyf geta verið skaðleg ef þau eru ekki notuð á réttan hátt. Það er því nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsfólk hafi réttar upplýsingar um lyf og notkun þeirra. Það er þyngra en tárum taki þegar lyf eru notuð á rangan hátt og valda skaða. Hlutverk okkar sem störfum hjá lyfjafyrirtækjunum er m.a. að fyrirbyggja ranga notkun lyfja með því að veita upplýsingar sem byggja á nýjustu rannsóknum sem gerðar eru á hlutlægan hátt eftir ströngustu aðferðum vísindanna. Lyfjafyrirtæki á Íslandi stunda ekki mútur og við þekkjum engin dæmi þess að íslenskir læknar hafi þegið mútur. Okkur er gróflega misboðið að vera sökuð um að stunda mútur. Almennt má segja að umfjöllun fjölmiðla um málefni lyfjafyrirtækjanna sé neikvæð og langt frá því að vera hlutlæg og vönduð. Talað er í almennum tón og gefið í skyn að öll lyfjafyrirtæki og allir læknar séu undir sömu sökina seld. Talað er um „læknahópa hér og lyfjafyrirtæki þar“, en aldrei nefnd dæmi með nöfnum, stað eða stund. Lyfjafyrirtækjum er jafnan lýst sem samviskulausum gróðavélum sem hagnist á veiku fólki og stundi óheiðarleg viðskipti. Umfjöllun „Spegilsins“ í þetta skiptið var svo langt frá íslenskum veruleika að ekki er hægt að kalla hana neitt annað en atvinnuróg. Við mótmælum umfjöllun af þessu tagi en lýsum eftir upplýstri og faglegri umfjöllun um þessi málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Mánudagskvöldið 30. apríl fjallaði fréttaskýringaþátturinn „Spegillinn“ á RÚV um samskipti lyfjafyrirtækja og lækna undir yfirskriftinni „Læknar gegn mútum lyfjafyrirtækja“. Í þættinum var rætt við Christiane Fischer sem er talskona samtakanna Mezis – Initiative unbestechlicher Ärzte, samtaka þýskra lækna sem berjast gegn mútugreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Í þættinum lýsir hún hvernig lyfjafyrirtæki í Þýskalandi stundi skipulegar mútur og gefið var í skyn að staðan væri eins á Íslandi. Læknar fái greiðslur fyrir að ávísa ákveðnum lyfjum og þeim sé boðið í langar lúxusferðir til fjarlægra landa í því skyni að múta þeim til þess að ávísa ákveðnum lyfjum. Umræðu um mútuþægni í heilbrigðisgeiranum ber að fagna en þá verður líka að gera þá kröfu til fréttamanna að málin á Íslandi séu skoðuð og íslenskur veruleiki kynntur og borinn saman við þann þýska, sem var til umræðu í þætti Spegilsins á RÚV. Veruleikinn sem þarna var lýst er eitthvað sem við sem störfum við kynningar á lyfjum á Íslandi könnumst á engan hátt við. Okkur sem störfum við kynningar og sölu á lyfjum er jafnað við glæpamenn og að mútur séu daglegt brauð í starfi okkar. Umfjöllun af þessu tagi er á engan hátt boðleg og særir sómatilfinningu okkar og vegur að starfsheiðri. Fyrirtækin sem við störfum hjá og samtök fyrirtækja á okkar sviði (Frumtök) starfa eftir siðareglum sem skilgreina hvernig samskipti við eigum við heilbrigðisstarfsfólk. Samskiptareglur Frumtaka eru öllum aðgengilegar á vefslóðinni www.frumtok.is. Þau samskipti ganga ekki út á mútur. Lyf eru hagkvæmur kostur í meðferð fjölda sjúklinga en á sama tíma er ljóst að mörg lyf geta verið skaðleg ef þau eru ekki notuð á réttan hátt. Það er því nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsfólk hafi réttar upplýsingar um lyf og notkun þeirra. Það er þyngra en tárum taki þegar lyf eru notuð á rangan hátt og valda skaða. Hlutverk okkar sem störfum hjá lyfjafyrirtækjunum er m.a. að fyrirbyggja ranga notkun lyfja með því að veita upplýsingar sem byggja á nýjustu rannsóknum sem gerðar eru á hlutlægan hátt eftir ströngustu aðferðum vísindanna. Lyfjafyrirtæki á Íslandi stunda ekki mútur og við þekkjum engin dæmi þess að íslenskir læknar hafi þegið mútur. Okkur er gróflega misboðið að vera sökuð um að stunda mútur. Almennt má segja að umfjöllun fjölmiðla um málefni lyfjafyrirtækjanna sé neikvæð og langt frá því að vera hlutlæg og vönduð. Talað er í almennum tón og gefið í skyn að öll lyfjafyrirtæki og allir læknar séu undir sömu sökina seld. Talað er um „læknahópa hér og lyfjafyrirtæki þar“, en aldrei nefnd dæmi með nöfnum, stað eða stund. Lyfjafyrirtækjum er jafnan lýst sem samviskulausum gróðavélum sem hagnist á veiku fólki og stundi óheiðarleg viðskipti. Umfjöllun „Spegilsins“ í þetta skiptið var svo langt frá íslenskum veruleika að ekki er hægt að kalla hana neitt annað en atvinnuróg. Við mótmælum umfjöllun af þessu tagi en lýsum eftir upplýstri og faglegri umfjöllun um þessi málefni.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar