Lífið

Tók armbeygjur í kuflinum

Magnús Scheving hlaut heiðursnafnbót frá St. Mark & St. John háskólanum í Plymouth á Englandi.
Magnús Scheving hlaut heiðursnafnbót frá St. Mark & St. John háskólanum í Plymouth á Englandi. fréttablaðið/anton
Magnús Scheving var sæmdur heiðursnafnbót frá St. Mark & St. John háskólanum í Plymouth á föstudaginn. Magnús hlaut nafnbótina fyrir framlag sitt til heilsu barna.

Að sögn Hallgríms Kristinssonar, yfirmanns viðskiptaþróunar hjá Latabæ, er St. Mark & St. John fyrsti háskólinn á Bretlandseyjum sem bauð upp á kennaramenntun og er hann þekktur fyrir að útskrifa fjölda kennaranema og íþróttafræðinga ár hvert. „Magnús hefur stuðlað að því að mennta fólk og sérstaklega börn um heilbrigt líferni. Nefnd á vegum háskólans finnur til einstaklinga sem þeim þykir hafa skarað fram úr á einhvern hátt og var Magnús þar efstur á blaði. Þegar skólinn óskaði eftir að fá að veita honum nafnbótina varð Magnús himinlifandi og mjög þakklátur.“

Magnús, sem er lærður smiður, hlaut heiðursnafnbótina „masters“ við hátíðlega athöfn við skólann. Fjöldi fólks var viðstatt athöfnina og hélt skólastjórinn langa ræðu um Magnús og hans störf.

„Þetta var mjög formleg athöfn, þar voru allir klæddir mismunandi kuflum eftir tign og mætti Magnús í tilheyrandi múnderingu og með ferkanntaðan hatt á höfðinu. Hann er þó líklega sá fyrsti sem hefur tekið nokkrar armbeygjur á sviðinu í kuflinum. Það vakti mikla lukku meðal fólks,“ segir Hallgrímur að lokum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.