Innlent

Vitundarvakning um samfélagsábyrgð

Regína Ásvaldsdóttir
Regína Ásvaldsdóttir
Nokkur fjöldi fyrirtækja hefur falast eftir aðild að þekkingarmiðstöðinni Festu um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Miðstöðin var stofnuð á síðasta ári af sex fyrirtækjum en á næstunni verður fleiri fyrirtækjum boðið að taka þátt í starfinu.

„Það er að verða eins konar vitundarvakning meðal íslenskra fyrirtækja þegar kemur að þessum málum. Við höfum verið á eftir öðrum þjóðum, Norðurlöndin eru til dæmis sérstaklega framarlega, en vonandi getum við farið að nálgast þau,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu.

Festa er sjálfstæð stofnun með samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík. Stofnunin var stofnsett af sex íslenskum fyrirtækjum; Alcan á Íslandi, Íslandsbanka, Landsbankanum, Landsvirkjun, Símanum og Össuri.

Regína segir stofnunina hafa staðið fyrir fjölda funda og námskeiða um samfélagsábyrgð fyrirtækja á þessu ári sem hafi verið mjög vel sótt. „Það er því greinilega vaxandi áhugi meðal íslenskra fyrirtækja fyrir því að vinna að samfélagsábyrgðarverkefnum,“ segir Regína.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×