Mitt svar við erfiðleikum raunveruleikans 19. nóvember 2012 14:11 Blendingurinn er fyrsta bók Hildar Margrétardóttur myndlistarmanns. Hún varð til á löngum myrkfælninóttum í Stokkhólmi og neitar að yfirgefa skapara sinn. "Bókin heitir Blendingurinn og nafnið vísar til þess að aðalsöguhetjan, Röskva, er ekki hreinræktuð manneskja, það er blandað blóð í henni," segir Hildur Margrétardóttir myndlistarmaður sem sent hefur frá sér sína fyrstu barnabók. "Þetta er fantasía og ég fékk nýræktarstyrk frá Bókmenntasjóði til að gefa hana út. Ég veit ekki betur en þetta sé fyrsta barnabókin sem hlýtur þann styrk." Hvað kom til að þú fórst að skrifa? "Það var nú þannig að ég er myndlistarkona og var í tveggja mánaða "art residency" úti í Stokkhólmi. Í fyrstu var fjölskyldan hjá mér og allt voða gaman en svo fóru þau heim og þá fór í verra. Ég er svo svakalega myrkfælin að ég þorði aldrei að fara að sofa fyrr en svona rétt fyrir fimm á morgnana. Ég var ekki alveg í stuði fyrir myndlistina svona á nóttunni þannig að ég fór að skrifa í staðinn. Ég hafði aldrei skrifað neitt áður en sagan bara rann upp úr mér betur en besta málverk." Hvers vegna ákvaðstu að skrifa fyrir börn? "Ég held ofsalega upp á Astrid Lindgren til dæmis og er yfirleitt voða hrifin af börnum. Í dag starfa ég meira að segja sem barnakennari í Waldorfs-skóla. Heimurinn sem börnin hrærast í er svo yndislegur, svo mikið ævintýri, en raunveruleikinn er aftur á móti oft mjög harður fyrir mörg þeirra. Mörg börn eiga ekkert sérstaklega skemmtilega æsku þannig að þetta er kannski mitt svar við erfiðleikum raunveruleikans. Það er alltaf leið út, þú getur alltaf leikið þér og nýtt ímyndunaraflið til að koma þér á annan stað." Áttu börn sjálf? "Já. Dóttir mín er tvítug og aðalsöguhetjan er í rauninni nefnd í höfuðið á henni. Ég ætlaði mér alltaf að skíra hana Röskvu en þorði það ekki. Mér fannst þetta svo sterkt nafn að ég stóð ekki með sjálfri mér og gaf henni annað nafn. Röskvunafnið hefur samt alltaf fylgt mér og ég hef alltaf verið að bíða eftir þessari stelpu. Hún kemur svo svona sterkt fram tuttugu árum seinna og er svona mikil hetja." Myndskreyttirðu bókina líka? "Nei, en ég teiknaði mynd af Röskvu sem ég á bara fyrir sjálfa mig, hún var ekki sett í bókina." Þú ert kennari að aðalstarfi, eða hvað? "Já, núna, byrjaði bara í haust en hef hingað til starfað sem myndlistarkona og við kvikmyndagerð, heimildarmyndir og slíkt. En gallinn við listina er að það er enginn peningur í henni og maður verður jú að lifa. Þannig að ég dreif mig í kennaranám og fór að kenna, sem er reyndar rosalega gaman." En ætlarðu að halda áfram að skrifa? "Já. Ég er byrjuð á næstu bók um Röskvu, hún heldur áfram." Verður þetta kannski þríleikur eins og er svo vinsælt núna? "Ég bara veit það ekki. Ég læt það bara ráðast. Ef bókin vill verða að þríleik þá bara verður hún það." Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Blendingurinn er fyrsta bók Hildar Margrétardóttur myndlistarmanns. Hún varð til á löngum myrkfælninóttum í Stokkhólmi og neitar að yfirgefa skapara sinn. "Bókin heitir Blendingurinn og nafnið vísar til þess að aðalsöguhetjan, Röskva, er ekki hreinræktuð manneskja, það er blandað blóð í henni," segir Hildur Margrétardóttir myndlistarmaður sem sent hefur frá sér sína fyrstu barnabók. "Þetta er fantasía og ég fékk nýræktarstyrk frá Bókmenntasjóði til að gefa hana út. Ég veit ekki betur en þetta sé fyrsta barnabókin sem hlýtur þann styrk." Hvað kom til að þú fórst að skrifa? "Það var nú þannig að ég er myndlistarkona og var í tveggja mánaða "art residency" úti í Stokkhólmi. Í fyrstu var fjölskyldan hjá mér og allt voða gaman en svo fóru þau heim og þá fór í verra. Ég er svo svakalega myrkfælin að ég þorði aldrei að fara að sofa fyrr en svona rétt fyrir fimm á morgnana. Ég var ekki alveg í stuði fyrir myndlistina svona á nóttunni þannig að ég fór að skrifa í staðinn. Ég hafði aldrei skrifað neitt áður en sagan bara rann upp úr mér betur en besta málverk." Hvers vegna ákvaðstu að skrifa fyrir börn? "Ég held ofsalega upp á Astrid Lindgren til dæmis og er yfirleitt voða hrifin af börnum. Í dag starfa ég meira að segja sem barnakennari í Waldorfs-skóla. Heimurinn sem börnin hrærast í er svo yndislegur, svo mikið ævintýri, en raunveruleikinn er aftur á móti oft mjög harður fyrir mörg þeirra. Mörg börn eiga ekkert sérstaklega skemmtilega æsku þannig að þetta er kannski mitt svar við erfiðleikum raunveruleikans. Það er alltaf leið út, þú getur alltaf leikið þér og nýtt ímyndunaraflið til að koma þér á annan stað." Áttu börn sjálf? "Já. Dóttir mín er tvítug og aðalsöguhetjan er í rauninni nefnd í höfuðið á henni. Ég ætlaði mér alltaf að skíra hana Röskvu en þorði það ekki. Mér fannst þetta svo sterkt nafn að ég stóð ekki með sjálfri mér og gaf henni annað nafn. Röskvunafnið hefur samt alltaf fylgt mér og ég hef alltaf verið að bíða eftir þessari stelpu. Hún kemur svo svona sterkt fram tuttugu árum seinna og er svona mikil hetja." Myndskreyttirðu bókina líka? "Nei, en ég teiknaði mynd af Röskvu sem ég á bara fyrir sjálfa mig, hún var ekki sett í bókina." Þú ert kennari að aðalstarfi, eða hvað? "Já, núna, byrjaði bara í haust en hef hingað til starfað sem myndlistarkona og við kvikmyndagerð, heimildarmyndir og slíkt. En gallinn við listina er að það er enginn peningur í henni og maður verður jú að lifa. Þannig að ég dreif mig í kennaranám og fór að kenna, sem er reyndar rosalega gaman." En ætlarðu að halda áfram að skrifa? "Já. Ég er byrjuð á næstu bók um Röskvu, hún heldur áfram." Verður þetta kannski þríleikur eins og er svo vinsælt núna? "Ég bara veit það ekki. Ég læt það bara ráðast. Ef bókin vill verða að þríleik þá bara verður hún það."
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira