Þrjú hjól undir bílnum – staða heimila með lánsveð Elín Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Þetta er í vinnslu“, „Verið er að ræða þetta“ og „Nefnd hefur verið skipuð til að skoða þessi mál“ eru frasar sem oft heyrast við úrlausn samfélagslegra vandamála. Stundum skilar slík vinna einhverjum árangri og stundum ekki, þannig er lífið. Staða húsnæðisskuldara eftir efnahagshrunið 2008 er eitt slíkt vandamál. Nefndir voru skipaðar og leiðir fundnar á borð við 110% leiðina. Þær leiðir hafa nú verið framkvæmdar fyrir stóran hóp húsnæðisskuldara. Einn hópur skuldara situr þó eftir með sárt ennið, sá hópur sem tók húsnæðislán með lánsveði í annarri eign, oftast vandamanna. Þessar skuldir eru skiljanlega í litlum vanskilum enda fæstir sem vilja láta selja ofan af foreldrum sínum eða tengdaforeldrum og greiða þessar skuldir fyrst allra skulda heimilisins. Miklu hefur verið lofað en ekkert gert til að leiðrétta stöðu þessa hóps. Jafna verður stöðu skuldara með lánsveð þannig að hún verði sambærileg stöðu annarra húsnæðisskuldara. Það er bæði brýnt út frá sanngirnis- og réttlætissjónarmiðum. Skýrsla nefndar efnahagsráðherra sem tók út framkvæmd á 110% leiðinni kom út í september 2011. Þar kom meðal annars fram að það voru einna helst þeir sem vildu sýna aðhald og varkárni við húsnæðiskaup sem tóku lánsveð. Önnur niðurstaða var sú að sá hópur hefði setið eftir við framkvæmd 110% leiðarinnar og standi því nú verr að vígi en þeir sem tóku 100% lán hjá viðskiptabönkunum. Margir hafa reynt að vekja athygli á þessari stöðu lánsveðsskuldara og því óréttlæti sem skuldarar með lánsveð hafa verið beittir við framkvæmd 110% leiðarinnar fram til þessa. Rúmt ár er nú liðið frá því að skýrslan kom út og enn þá hefur ekkert gerst og staða skuldara með lánsveð verri en staða annarra húsnæðisskuldara. „Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó…“ segir í gömlum texta. Ég hef þó áhyggjur af því að hjólin undir bílnum hjá fjölskyldum með lánsveð séu orðin mun færri en þrjú og að bíllinn fari að stöðvast hjá ansi mörgum, sem nú eru fangar með fjölskyldur sínar í mikið yfirveðsettu húsnæði og komast ekkert, frekar en bíll sem vantar öll hjólin undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er í vinnslu“, „Verið er að ræða þetta“ og „Nefnd hefur verið skipuð til að skoða þessi mál“ eru frasar sem oft heyrast við úrlausn samfélagslegra vandamála. Stundum skilar slík vinna einhverjum árangri og stundum ekki, þannig er lífið. Staða húsnæðisskuldara eftir efnahagshrunið 2008 er eitt slíkt vandamál. Nefndir voru skipaðar og leiðir fundnar á borð við 110% leiðina. Þær leiðir hafa nú verið framkvæmdar fyrir stóran hóp húsnæðisskuldara. Einn hópur skuldara situr þó eftir með sárt ennið, sá hópur sem tók húsnæðislán með lánsveði í annarri eign, oftast vandamanna. Þessar skuldir eru skiljanlega í litlum vanskilum enda fæstir sem vilja láta selja ofan af foreldrum sínum eða tengdaforeldrum og greiða þessar skuldir fyrst allra skulda heimilisins. Miklu hefur verið lofað en ekkert gert til að leiðrétta stöðu þessa hóps. Jafna verður stöðu skuldara með lánsveð þannig að hún verði sambærileg stöðu annarra húsnæðisskuldara. Það er bæði brýnt út frá sanngirnis- og réttlætissjónarmiðum. Skýrsla nefndar efnahagsráðherra sem tók út framkvæmd á 110% leiðinni kom út í september 2011. Þar kom meðal annars fram að það voru einna helst þeir sem vildu sýna aðhald og varkárni við húsnæðiskaup sem tóku lánsveð. Önnur niðurstaða var sú að sá hópur hefði setið eftir við framkvæmd 110% leiðarinnar og standi því nú verr að vígi en þeir sem tóku 100% lán hjá viðskiptabönkunum. Margir hafa reynt að vekja athygli á þessari stöðu lánsveðsskuldara og því óréttlæti sem skuldarar með lánsveð hafa verið beittir við framkvæmd 110% leiðarinnar fram til þessa. Rúmt ár er nú liðið frá því að skýrslan kom út og enn þá hefur ekkert gerst og staða skuldara með lánsveð verri en staða annarra húsnæðisskuldara. „Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó…“ segir í gömlum texta. Ég hef þó áhyggjur af því að hjólin undir bílnum hjá fjölskyldum með lánsveð séu orðin mun færri en þrjú og að bíllinn fari að stöðvast hjá ansi mörgum, sem nú eru fangar með fjölskyldur sínar í mikið yfirveðsettu húsnæði og komast ekkert, frekar en bíll sem vantar öll hjólin undir.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun