Takast á um lúpínudráp á heimasíðum 15. nóvember 2012 07:30 Skrifin hverfast um aðferðafræði við að halda lúpínu í Þórsmörk í skefjum. fréttablaðið/gva Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar ríkisins eru komnir í hár saman vegna aðferðafræðinnar við lúpínudráp í Þórsmörk. Heimasíður stofnananna tveggja eru vettvangur þessara skoðanaskipta sem eru óvægin. Tveir sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) hafa miklar efasemdir um boðaðar aðgerðir Skógræktar ríkisins til að hefta útbreiðslu lúpínu í Þórsmörk með því að dreifa áburði á lúpínubreiður. Þeir birtu grein á heimasíðu NÍ á þriðjudag þessa efnis. Sérfræðingur Skógræktarinnar svaraði í grein á sinni heimasíðu í gær þar sem fast er skotið til baka. Það eru þeir Borgþór Magnússon, forstöðumaður vistfræðideildar, og Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur sem rita greinina á heimasíðu NÍ. Þeir telja allar líkur á að aðgerðir Skógræktarinnar muni mistakast og afleiðingin verði í raun sú að lúpína muni dreifast um víðáttumikið, skóglaust land á Þórsmerkursvæðinu. Þar muni hún leika lykilhlutverk í gróðurframvindu og breyta náttúrufari til langframa. Grein þeirra Borgþórs og Sigurðar ber heitið Er Þórsmörk einkamál Skógræktarinnar? Málið snýst um áform Skógræktarinnar að dreifa áburði á lúpínubreiður til að flýta fyrir hnignun þeirra og stuðla þannig að uppvexti birkiskógar og annars gróðurs, en einnig um tilraunir til að halda lúpínu í skefjum með illgresiseyði sem þeir telja mögulegt. Þetta hafi Skógræktin hins vegar þvertekið fyrir þrátt fyrir notkun á illgresiseyði annars staðar, og spyrja hverju sæti. Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktarinnar á Suðurlandi, birti í gær langa úttekt á heimasíðu stofnunarinnar vegna skrifa þeirra Borgþórs og Sigurðar. Hann segir gagnrýni þeirra „líklega byggða á misskilningi“ og vill leiðrétta villur í málflutningi þeirra. Um eitrunartilraunir segir Hreinn að tekist hafi að drepa gamlar lúpínuplöntur, en einnig annan gróður. Vorið eftir hafði fjöldi smáplantna af lúpínu vaxið upp á svæðinu en lítið var eftir af samkeppnisgróðri. Því sé óskiljanlegt hvað býr að baki fullyrðingu Borgþórs og Sigurðar um að hægt sé að halda plöntunni í skefjum án þess að drepa staðargróður. Hann lýsir því að Skógræktin ætli að mynda kjarrbelti úr birkinýgræðingum með áburðargjöf, en segir þá hugmynd sprottna beint „af viskubrunni Borgþórs og Sigurðar“, og vísar í skýrsluskrif þeirra. Til að svara spurningu sem sett er fram í fyrirsögn greinar Borgþórs og Magnúsar vísar hann í samstarf við fjölda aðila og segir að svarið sé því neitandi; Þórsmörk sé ekki einkamál Skógræktarinnar heldur sameign þjóðarinnar og heiður að bjóða þangað velkomna gesti, „án þess að hafa áhyggjur af áhrifum eiturefnanotkunar á heilsu þeirra og lífríki Þórsmerkur“. svavar@frettabladid.is Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar ríkisins eru komnir í hár saman vegna aðferðafræðinnar við lúpínudráp í Þórsmörk. Heimasíður stofnananna tveggja eru vettvangur þessara skoðanaskipta sem eru óvægin. Tveir sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) hafa miklar efasemdir um boðaðar aðgerðir Skógræktar ríkisins til að hefta útbreiðslu lúpínu í Þórsmörk með því að dreifa áburði á lúpínubreiður. Þeir birtu grein á heimasíðu NÍ á þriðjudag þessa efnis. Sérfræðingur Skógræktarinnar svaraði í grein á sinni heimasíðu í gær þar sem fast er skotið til baka. Það eru þeir Borgþór Magnússon, forstöðumaður vistfræðideildar, og Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur sem rita greinina á heimasíðu NÍ. Þeir telja allar líkur á að aðgerðir Skógræktarinnar muni mistakast og afleiðingin verði í raun sú að lúpína muni dreifast um víðáttumikið, skóglaust land á Þórsmerkursvæðinu. Þar muni hún leika lykilhlutverk í gróðurframvindu og breyta náttúrufari til langframa. Grein þeirra Borgþórs og Sigurðar ber heitið Er Þórsmörk einkamál Skógræktarinnar? Málið snýst um áform Skógræktarinnar að dreifa áburði á lúpínubreiður til að flýta fyrir hnignun þeirra og stuðla þannig að uppvexti birkiskógar og annars gróðurs, en einnig um tilraunir til að halda lúpínu í skefjum með illgresiseyði sem þeir telja mögulegt. Þetta hafi Skógræktin hins vegar þvertekið fyrir þrátt fyrir notkun á illgresiseyði annars staðar, og spyrja hverju sæti. Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktarinnar á Suðurlandi, birti í gær langa úttekt á heimasíðu stofnunarinnar vegna skrifa þeirra Borgþórs og Sigurðar. Hann segir gagnrýni þeirra „líklega byggða á misskilningi“ og vill leiðrétta villur í málflutningi þeirra. Um eitrunartilraunir segir Hreinn að tekist hafi að drepa gamlar lúpínuplöntur, en einnig annan gróður. Vorið eftir hafði fjöldi smáplantna af lúpínu vaxið upp á svæðinu en lítið var eftir af samkeppnisgróðri. Því sé óskiljanlegt hvað býr að baki fullyrðingu Borgþórs og Sigurðar um að hægt sé að halda plöntunni í skefjum án þess að drepa staðargróður. Hann lýsir því að Skógræktin ætli að mynda kjarrbelti úr birkinýgræðingum með áburðargjöf, en segir þá hugmynd sprottna beint „af viskubrunni Borgþórs og Sigurðar“, og vísar í skýrsluskrif þeirra. Til að svara spurningu sem sett er fram í fyrirsögn greinar Borgþórs og Magnúsar vísar hann í samstarf við fjölda aðila og segir að svarið sé því neitandi; Þórsmörk sé ekki einkamál Skógræktarinnar heldur sameign þjóðarinnar og heiður að bjóða þangað velkomna gesti, „án þess að hafa áhyggjur af áhrifum eiturefnanotkunar á heilsu þeirra og lífríki Þórsmerkur“. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira