Körfuboltinn verður í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 milli 11 og 12 í dag. Úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar hófst í gær og það verður spáð í spilin með körfuboltagúrúunum Baldri Beck og Jóni Birni Ólafssyni.
Það eru Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson sem stýra þætti dagsins.
Hægt er að hlusta beint á netinu hér.
