Slær frumlegan tón í feminískri umræðu BBI skrifar 27. nóvember 2012 17:24 Táknmynd Þyrnigerðar Láfu. Bloggarinn Þyrnigerður Láfa steig fram á ritvöllinn síðastliðið vor þegar hún opnaði síðuna Píkusögur. Síðan er „femínískur óður til píkunnar" þar sem kastljósinu er sérstaklega beint að kynlífi. Síðan hefur vakið töluverða athygli sem nýstárlegur og frumlegur vinkill í feminíska umræðu. „Feminismi er virðing," segir Þyrnigerður og brýnir meðal annars fyrir fólki að vera feministar í bólinu. Þyrnigerður Láfa er dulnefni sem hún bloggar undir svo færslurnar standi einar og óháðar. „Persóna okkar á það til að þvælast fyrir verkunum," segir hún.„Feminiskur óður til píkunnar minnar" Þyrnigerður opnaði síðuna Píkusögur til að taka feminískan snúning á kynlífi og kynferðistengdum málefnum. „Mér þótti einfaldlega vanta feminíska umræðu um kynlíf sem væri blátt áfram og skemmtileg," segir hún. Markmiðið er einkum að frelsa konur frá staðalímyndum og samviskubiti. „Samfélagið er baneitraður kokteill frjálslyndis, íhaldssemi og fordóma með klámvæðingarkokteilber á toppnum svo það er ekki að undra að ungt fólk sé ruglað í ríminu," segir hún. Að eigin sögn þykir henni feminísk umræða almennt einhæf á báða bóga. „Þeir sem garga hæst gegn feminisma eru að drukkna í staðalmyndaleðjunni sinni og sjá ekki að markmiðið þjónar okkur öllum. Við feministar höfum svo ekki verið nógu dugleg við að slá þessar staðalmyndir út af borðinu og þurfum að spýta svolítið í lófana," segir hún og telur að með samhentu átaki muni baráttan skila sér. Síðan er því skemmtileg tilraun til að hrista feminiska umræðu úr þeim einhæfu hjólförum sem hún venjulega höktir í.Færslurnar tengjast kynlífi Þyrnigerður hefur farið um víðan völl á síðunni en allar tengjast færslurnar þó kynlífi á einn eða annan hátt (með örfáum undantekningum). Hún hefur kennt fólki að stunda BDMS kynlíf með gagnkvæma virðingu í fyrirrúmi. Hún hefur ritrýnt bækur eins og Fantasíur Hildar Sverrisdóttur sem þótti „ekki merkilegur pappír" í heild sinni. Hún hefur fjallað ítarlega um gegnumgangandi niðurlægingu kvenna í dægurmenningunni, en þess á milli skrifar hún um mikilvægi þess að ríða reglulega og fjallar um handgerð kynlífsleikföng úr tré sem minna á listaverk. Í einni færslu sagði Þyrnigerður frá því að hún væri nauðgunarfórnarlamb og hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ofbeldið réttlætti hún á sínum tíma með því að „hún hefði svo gaman af kynlífi". En nokkrum árum seinna ákvað hún að tilkynna nauðgunina til lögreglunnar og sagði frá ástæðum þess á síðunni sinni. Frásögnin vakti athygli fjölmargra sem dáðust að kjarki hennar. Þyrnigerður er gjarna djörf og hispurslaus í skrifum sínum en aðspurð segir hún að markmiðið sé ekki að ganga fram af fólki. „Skrif mín hafa tilgang og ég tæpi bara á málefnunum málefnanna vegna, ekki dónalegheitanna," segir hún.Boðorð bólfara Á síðu Þyrnigerðar má finna tíu boðorð bólfara en þar segir meðal annars að kynlíf veiti frelsi og fólk eigi að vera feministar í bólinu. Hún segir að samband við fólk sem kennir sig við feminisma séu byggð upp af meiri virðingu en önnur sambönd. „Ef við erum feministar í rúminu höfnum við þeim kynjahlutverkum sem eru matreidd oní okkur í kláminu og erum öll frjálsari," segir hún. „Traustið sem byggist á milli bólfélaga sem bæði eru feministar í verki gerir það svo að verkum að það er hægt að vera meira kinký og ganga lengra í tilraunastarfsemi en með þeim sem ber minni virðingu fyrir okkur. Semsagt, betri bólfarir!"Nafnlaus en ekki karlmaður Þyrnigerður vill ekki gefa upp hver stendur bakvið karakterinn. „Það getur verið hver sem er. Kannski er hún ung og kannski er hún gömul. Kannski er hún ráðherra og kannski er hún nemi," segir hún. Hún fullyrðir þó að hún sé kona „með leg og sníp, en ég hyggst þó ekki sanna það í þessu viðtali." Hún segist oft hafa fengið þá spurningu hvort hún sé karlmaður en bendir hér með á að skrifin á síðunni hennar beri þess merki að vera ekki mjög karllæg. „Það skiptir samt náttúrlega ekki máli hvaðan gott kemur ef það er feminískt og heiðarlegt," segir hún. Kannski ekki dæmigerður feministi Þó Þyrnigerður sé eitilharður feministi fellur hún kannski ekki að öllu leyti að hugmyndum fólks um dæmigerða feminista. Hún er til dæmis ekki fortakslaust á móti klámi. „Í mínum huga er klám kapítalísk auðmýking en ég viðurkenni samt aðdráttaraflið og kosti þess að láta utanaðkomandi þætti örva okkur," segir hún. „Það er enginn vafi í mínum huga að klám hefur neikvæð áhrif á samfélagið, sérstaklega krakka sem fá flest sína fyrstu kynfræðslu úr klámi," segir hún en vill sjá meiri framleiðslu á erótísku efni þó hún viðurkenni að mörkin þar á milli geti verið flöktandi og óskýr. „Í því má sýna ríðingar, píkur, rassa og typpi og það má sýna allskonar klúrt kynlíf en það á líka að vera byggt á gagnkvæmri virðingu og sýna venjulegt fólk," segir hún. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Bloggarinn Þyrnigerður Láfa steig fram á ritvöllinn síðastliðið vor þegar hún opnaði síðuna Píkusögur. Síðan er „femínískur óður til píkunnar" þar sem kastljósinu er sérstaklega beint að kynlífi. Síðan hefur vakið töluverða athygli sem nýstárlegur og frumlegur vinkill í feminíska umræðu. „Feminismi er virðing," segir Þyrnigerður og brýnir meðal annars fyrir fólki að vera feministar í bólinu. Þyrnigerður Láfa er dulnefni sem hún bloggar undir svo færslurnar standi einar og óháðar. „Persóna okkar á það til að þvælast fyrir verkunum," segir hún.„Feminiskur óður til píkunnar minnar" Þyrnigerður opnaði síðuna Píkusögur til að taka feminískan snúning á kynlífi og kynferðistengdum málefnum. „Mér þótti einfaldlega vanta feminíska umræðu um kynlíf sem væri blátt áfram og skemmtileg," segir hún. Markmiðið er einkum að frelsa konur frá staðalímyndum og samviskubiti. „Samfélagið er baneitraður kokteill frjálslyndis, íhaldssemi og fordóma með klámvæðingarkokteilber á toppnum svo það er ekki að undra að ungt fólk sé ruglað í ríminu," segir hún. Að eigin sögn þykir henni feminísk umræða almennt einhæf á báða bóga. „Þeir sem garga hæst gegn feminisma eru að drukkna í staðalmyndaleðjunni sinni og sjá ekki að markmiðið þjónar okkur öllum. Við feministar höfum svo ekki verið nógu dugleg við að slá þessar staðalmyndir út af borðinu og þurfum að spýta svolítið í lófana," segir hún og telur að með samhentu átaki muni baráttan skila sér. Síðan er því skemmtileg tilraun til að hrista feminiska umræðu úr þeim einhæfu hjólförum sem hún venjulega höktir í.Færslurnar tengjast kynlífi Þyrnigerður hefur farið um víðan völl á síðunni en allar tengjast færslurnar þó kynlífi á einn eða annan hátt (með örfáum undantekningum). Hún hefur kennt fólki að stunda BDMS kynlíf með gagnkvæma virðingu í fyrirrúmi. Hún hefur ritrýnt bækur eins og Fantasíur Hildar Sverrisdóttur sem þótti „ekki merkilegur pappír" í heild sinni. Hún hefur fjallað ítarlega um gegnumgangandi niðurlægingu kvenna í dægurmenningunni, en þess á milli skrifar hún um mikilvægi þess að ríða reglulega og fjallar um handgerð kynlífsleikföng úr tré sem minna á listaverk. Í einni færslu sagði Þyrnigerður frá því að hún væri nauðgunarfórnarlamb og hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ofbeldið réttlætti hún á sínum tíma með því að „hún hefði svo gaman af kynlífi". En nokkrum árum seinna ákvað hún að tilkynna nauðgunina til lögreglunnar og sagði frá ástæðum þess á síðunni sinni. Frásögnin vakti athygli fjölmargra sem dáðust að kjarki hennar. Þyrnigerður er gjarna djörf og hispurslaus í skrifum sínum en aðspurð segir hún að markmiðið sé ekki að ganga fram af fólki. „Skrif mín hafa tilgang og ég tæpi bara á málefnunum málefnanna vegna, ekki dónalegheitanna," segir hún.Boðorð bólfara Á síðu Þyrnigerðar má finna tíu boðorð bólfara en þar segir meðal annars að kynlíf veiti frelsi og fólk eigi að vera feministar í bólinu. Hún segir að samband við fólk sem kennir sig við feminisma séu byggð upp af meiri virðingu en önnur sambönd. „Ef við erum feministar í rúminu höfnum við þeim kynjahlutverkum sem eru matreidd oní okkur í kláminu og erum öll frjálsari," segir hún. „Traustið sem byggist á milli bólfélaga sem bæði eru feministar í verki gerir það svo að verkum að það er hægt að vera meira kinký og ganga lengra í tilraunastarfsemi en með þeim sem ber minni virðingu fyrir okkur. Semsagt, betri bólfarir!"Nafnlaus en ekki karlmaður Þyrnigerður vill ekki gefa upp hver stendur bakvið karakterinn. „Það getur verið hver sem er. Kannski er hún ung og kannski er hún gömul. Kannski er hún ráðherra og kannski er hún nemi," segir hún. Hún fullyrðir þó að hún sé kona „með leg og sníp, en ég hyggst þó ekki sanna það í þessu viðtali." Hún segist oft hafa fengið þá spurningu hvort hún sé karlmaður en bendir hér með á að skrifin á síðunni hennar beri þess merki að vera ekki mjög karllæg. „Það skiptir samt náttúrlega ekki máli hvaðan gott kemur ef það er feminískt og heiðarlegt," segir hún. Kannski ekki dæmigerður feministi Þó Þyrnigerður sé eitilharður feministi fellur hún kannski ekki að öllu leyti að hugmyndum fólks um dæmigerða feminista. Hún er til dæmis ekki fortakslaust á móti klámi. „Í mínum huga er klám kapítalísk auðmýking en ég viðurkenni samt aðdráttaraflið og kosti þess að láta utanaðkomandi þætti örva okkur," segir hún. „Það er enginn vafi í mínum huga að klám hefur neikvæð áhrif á samfélagið, sérstaklega krakka sem fá flest sína fyrstu kynfræðslu úr klámi," segir hún en vill sjá meiri framleiðslu á erótísku efni þó hún viðurkenni að mörkin þar á milli geti verið flöktandi og óskýr. „Í því má sýna ríðingar, píkur, rassa og typpi og það má sýna allskonar klúrt kynlíf en það á líka að vera byggt á gagnkvæmri virðingu og sýna venjulegt fólk," segir hún.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira