Að draga börn fyrir dómstóla Baldur Kristjánsson og Teitur Atlason skrifar 26. maí 2012 06:00 Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu nýverið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælisleitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum. Á síðustu áratugum hafa afskaplega fáir leitað hér hælis og mjög fáir þeirra hafa fengið hæli hér sem flóttamenn. Svo rammt hefur kveðið að því síðarnefnda að haft hefur verið í flimtingum. Má segja að Íslendingar hafi hlíft sér við því að taka sinn skerf af þeim milljónum flóttamanna sem hafa flosnað upp frá heimilum sínum í leit að betra lífi eða á flótta undan morðóðum yfirvöldum heimalands síns. Við höfum óspart nýtt okkur heimild sem orðið hefur til í samstarfi Evrópuþjóða og sent flóttamenn til baka til þess lands sem þeir hafa komið fyrst til í Evrópu. Flestir flóttamanna koma frá Asíu og Afríku og við höfum nýtt okkur það úr öllu hófi reyndar að frá þessum heimsálfum er lítið um bein flug hingað. Við höfum samt bjargað mannorði okkar svolítið með því að taka við skipulögðum hópum flóttamanna sem íslensk yfirvöld velja sjálf með aðstoð Rauða krossins. Fátt nema gott er um það framtak að segja og okkur til sóma. Þó má gagnrýna það að velja sér flóttamenn. Við myndum svara ótta Kristínar Völundardóttur um offramboð á flóttamönnum þannig að lega landsins gerir það að verkum að á slíku er lítil hætta og ástæðulaust að ala á einhverjum slíkum ótta. Við eigum hins vegar að vanda okkur miklu betur við möttöku flóttamanna. Sýna þeim fulla virðingu og tillitssemi. Búa vel um þá, veita þeim lögfræðiþjónustu, flýta afgreiðslutíma og afgreiða mál þeirra eins jákvætt og rétt er að bestu manna yfirsýn. Þar eigum við að taka málin úr því andrúmslofti sem lætur sig hafa það að draga börn fyrir dómstóla og dæma þau til fangelsisvistar. Nú er það rétt hjá Kristínu að umræða er lítil og stjórnmálaflokkar hafa lítt sinnt þessum málaflokki. Ekki vantar hráefnið í stefnu. Fyrir utan mannréttindasáttmála þá hafa eftirlitsstofnanir á borð við ECRI verið örlátar á ráðleggingar til Íslendinga um hvernig taka skuli af fullri reisn og virðingu á móti flóttamönnum án þess nota bene að látið sé af fullum yfirráðum yfir landamærum. Ráðamenn ættu að fara eftir þessum ráðleggingum, hækka sig þannig í sessi meðal þjóðanna og í eigin áliti. Til að byrja með gætum við hætt að draga börn fyrir dómstóla en látið félagsmnálayfirvöld alfarið um þeirra mál. Í annan stað eiga hvorki embættimenn eða blaðamenn að tala um þessi börn eða unglinga eins og hross þegar kemur að umræðu um að greina aldur skilríkjalauss fólks. Í þriðja lagi ættum við að velja flóttamönnum vistlegri stað, reyna að sjá til þess að þeim bjóðist vinna, börnum þeirra skóli og að meðferð mála sé flýtt og þau afgreidd með eins mikilli jákvæðni og hægt er að bestu manna yfirsýn. Höfum það að leiðarljósi að enginn velur sér hlutskipti flóttamanns. Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum einasta flóttamanni sem leitar hælis. Fólk hefur flúið heimaland sitt af ótta um líf sitt, flosnað upp frá fjölskyldu og vinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera að leita að betra lífi. Þeir eru auðvitað mislagnir í því og fara misgáfulegar leiðir og á því ber okkur að hafa skilning. Og Íslendingar hafa yfirhöfuð á því skilning. Við viljum gjarnan rétta öðrum hjálparhönd. Það þarf að endurspeglast í lögum, verklagi og viðmóti þeirra sem sjá um þessi mál fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu nýverið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælisleitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum. Á síðustu áratugum hafa afskaplega fáir leitað hér hælis og mjög fáir þeirra hafa fengið hæli hér sem flóttamenn. Svo rammt hefur kveðið að því síðarnefnda að haft hefur verið í flimtingum. Má segja að Íslendingar hafi hlíft sér við því að taka sinn skerf af þeim milljónum flóttamanna sem hafa flosnað upp frá heimilum sínum í leit að betra lífi eða á flótta undan morðóðum yfirvöldum heimalands síns. Við höfum óspart nýtt okkur heimild sem orðið hefur til í samstarfi Evrópuþjóða og sent flóttamenn til baka til þess lands sem þeir hafa komið fyrst til í Evrópu. Flestir flóttamanna koma frá Asíu og Afríku og við höfum nýtt okkur það úr öllu hófi reyndar að frá þessum heimsálfum er lítið um bein flug hingað. Við höfum samt bjargað mannorði okkar svolítið með því að taka við skipulögðum hópum flóttamanna sem íslensk yfirvöld velja sjálf með aðstoð Rauða krossins. Fátt nema gott er um það framtak að segja og okkur til sóma. Þó má gagnrýna það að velja sér flóttamenn. Við myndum svara ótta Kristínar Völundardóttur um offramboð á flóttamönnum þannig að lega landsins gerir það að verkum að á slíku er lítil hætta og ástæðulaust að ala á einhverjum slíkum ótta. Við eigum hins vegar að vanda okkur miklu betur við möttöku flóttamanna. Sýna þeim fulla virðingu og tillitssemi. Búa vel um þá, veita þeim lögfræðiþjónustu, flýta afgreiðslutíma og afgreiða mál þeirra eins jákvætt og rétt er að bestu manna yfirsýn. Þar eigum við að taka málin úr því andrúmslofti sem lætur sig hafa það að draga börn fyrir dómstóla og dæma þau til fangelsisvistar. Nú er það rétt hjá Kristínu að umræða er lítil og stjórnmálaflokkar hafa lítt sinnt þessum málaflokki. Ekki vantar hráefnið í stefnu. Fyrir utan mannréttindasáttmála þá hafa eftirlitsstofnanir á borð við ECRI verið örlátar á ráðleggingar til Íslendinga um hvernig taka skuli af fullri reisn og virðingu á móti flóttamönnum án þess nota bene að látið sé af fullum yfirráðum yfir landamærum. Ráðamenn ættu að fara eftir þessum ráðleggingum, hækka sig þannig í sessi meðal þjóðanna og í eigin áliti. Til að byrja með gætum við hætt að draga börn fyrir dómstóla en látið félagsmnálayfirvöld alfarið um þeirra mál. Í annan stað eiga hvorki embættimenn eða blaðamenn að tala um þessi börn eða unglinga eins og hross þegar kemur að umræðu um að greina aldur skilríkjalauss fólks. Í þriðja lagi ættum við að velja flóttamönnum vistlegri stað, reyna að sjá til þess að þeim bjóðist vinna, börnum þeirra skóli og að meðferð mála sé flýtt og þau afgreidd með eins mikilli jákvæðni og hægt er að bestu manna yfirsýn. Höfum það að leiðarljósi að enginn velur sér hlutskipti flóttamanns. Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum einasta flóttamanni sem leitar hælis. Fólk hefur flúið heimaland sitt af ótta um líf sitt, flosnað upp frá fjölskyldu og vinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera að leita að betra lífi. Þeir eru auðvitað mislagnir í því og fara misgáfulegar leiðir og á því ber okkur að hafa skilning. Og Íslendingar hafa yfirhöfuð á því skilning. Við viljum gjarnan rétta öðrum hjálparhönd. Það þarf að endurspeglast í lögum, verklagi og viðmóti þeirra sem sjá um þessi mál fyrir okkur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar