Eflum metnaðinn Ban Ki-moon skrifar 2. október 2012 06:00 Veraldarleiðtogar safnast saman um þetta leyti á hverju ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York til að ræða ástand heimsins. Í ár notaði ég tækifærið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þeirrar stefnu sem við, mannkynið, höfum tekið. Við lifum mikla umbrotatíma. Óöryggi, ójöfnuður og umburðarleysi fer í vöxt. Ríki verja tröllauknum upphæðum í banvæn vopn en minnka fjárfestingar í fólki. Of margir ráðamenn virðast snúa blinda auganu að loftslagsbreytingum. Fólk þráir atvinnu og mannsæmandi líf en í stað úrræða er því mætt með sundrung og ráðleysi. Mikilvæg skref hafa verið stigin. Sárafátækt hefur minnkað um helming frá því árið 2000. Lýðræðislegar umbreytingar eiga sér stað í arabaheiminum, Mjanmar og víðar. Hagvöxtur er hvergi meiri en í Afríku. Asía og Suður-Ameríka taka skjótum framförum. En við verðum samt að vera metnaðarfyllri. Fátækt og ójöfnuður þrífst of víða. Vistkerfi eru við þolmörk. Vísindin eru í engum vafa: við verðum að breyta um stefnu. Af þessum sökum hef ég beitt veraldarleiðtoga þrýstingi um að halda fast við áætlanir um sjálfbæra orku, menntun, næringu og heilbrigði kvenna og barna. Efnahagskreppan má ekki vera skálkaskjól til að vanrækja grundvallarþarfir. SahelSvæðisbundin spenna vekur ugg. Sahel-svæðið fær ekki nægilega mikla athygli og stuðning. Fátækt, þurrkar, öfgar og sundrung valda miklum þjáningum. Auðvelt er að nálgast vopn en erfitt að fá vinnu. Alþjóðasamfélaginu ber að einbeita sér að því að finna lausn á þessu uggvekjandi ástandi. Hættuástandið á svæðinu er áminning um að efla ber fæðuöryggi, næringarþanþol og félagslegt öryggisnet til að mæta tíðum verðsveiflum sem eru nánast orðnar hversdagslegur viðburður. Við búum yfir jarðskjálftamælum og nemum til að vara við náttúruhamförum. Við þurfum á slíkum áhöldum að halda til að nema yfirvofandi hamfarir sem bitna á hinum fátækustu og þeim sem standa höllustum fæti. SýrlandÁstandið í Sýrlandi versnar dag frá degi og hefur kallað ógæfu yfir þennan heimshluta og gæti haft afleiðingar á heimsvísu. Binda verður enda á ofbeldið og straum vopna til beggja stríðandi fylkinga og hefja umbreytingar undir forystu Sýrlendinga sjálfra. Gróf mannréttindabrot eru framin, aðallega af hálfu ríkisstjórnarinnar en einnig andstöðuhópa. Það er skylda okkar að binda enda á refsileysi við alþjóðlegum glæpum hvort heldur sem er í Sýrlandi eða annars staðar og gæða hugtakið skyldu til að vernda áþreifanlegri merkingu. BlindgataÁ sama tíma og vindar breytinga blása um Arabaheiminn og fleiri staði, er nauðsyn að brjótast út úr þeirri blindgötu sem Palestínumenn og Ísraelsmenn eru fastir í. Tveggja ríkja lausnin er eina varanlega lausnin en sú glufa gæti verið að lokast. Annars vegar er lögmæti ríkis hafnað og hins vegar eru hótanir um árás eins ríkis á annað. Ég hafna hvoru tveggja. Slíkar árásir hefðu hörmulegar afleiðingar í för með sér. Stríðstal undanfarinna vikna hefur valdið miklum áhyggjum og er áminning um nauðsyn friðsamlegra lausna og fulla virðingu fyrir Sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Það er skylda leiðtoga að láta rödd sína heyrast til að draga úr spennu í stað þess að kasta olíu á eld hvikuls hversdagsins. Hófsami meirihlutinnÞetta er því mikilvægara á tímum aukinnar spennu vegna umburðarleysis. Á undanförnum vikum hefur svívirðilegt tillitsleysi valdið réttlátri reiði annars vegar og óréttlætanlegum ofbeldisverkum hins vegar. Mál- og fundafrelsi eru grundvallarréttindi en þau má ekki misnota til að æsa til eða fremja ofbeldisverk. Ábyrgir stjórnmála- og samfélagsleiðtogar verða að grípa inn í tímanlega. Hófsami meirihlutinn má ekki vera þögli meirihlutinn. Þegar svo mikið er í veði verða Sameinuðu þjóðirnar að halda sínu striki og sinna umfangsmiklum verkefnum sínum á sviði friðar, þróunar, mannréttinda, réttarríkis og valdeflingar kvenna og ungmenna. Fólk vill ekki að Sameinuðu þjóðirnar séu einungis spegill sem sýni sundraðan heim samtímans. Það er ætlast til þess af okkur að við veitum forystu og vekjum vonir og finnum lausnir á þeim vanda sem brennur á venjulegu fólki daglega og rænir það nætursvefni. Enginn einn leiðtogi, ríki eða stofnun getur gert allt. En hvert okkar getur, hver á sinn hátt, lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Við verðum að hafa fólk í fyrirrúmi, auka metnað okkar og efla alþjóðlega samvinnu. Tíminn er okkur ekki hliðhollur en sameinuð getum við staðist prófraun dagsins og gripið þau tækifæri sem gefast á tímum stórbrotinna breytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Veraldarleiðtogar safnast saman um þetta leyti á hverju ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York til að ræða ástand heimsins. Í ár notaði ég tækifærið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þeirrar stefnu sem við, mannkynið, höfum tekið. Við lifum mikla umbrotatíma. Óöryggi, ójöfnuður og umburðarleysi fer í vöxt. Ríki verja tröllauknum upphæðum í banvæn vopn en minnka fjárfestingar í fólki. Of margir ráðamenn virðast snúa blinda auganu að loftslagsbreytingum. Fólk þráir atvinnu og mannsæmandi líf en í stað úrræða er því mætt með sundrung og ráðleysi. Mikilvæg skref hafa verið stigin. Sárafátækt hefur minnkað um helming frá því árið 2000. Lýðræðislegar umbreytingar eiga sér stað í arabaheiminum, Mjanmar og víðar. Hagvöxtur er hvergi meiri en í Afríku. Asía og Suður-Ameríka taka skjótum framförum. En við verðum samt að vera metnaðarfyllri. Fátækt og ójöfnuður þrífst of víða. Vistkerfi eru við þolmörk. Vísindin eru í engum vafa: við verðum að breyta um stefnu. Af þessum sökum hef ég beitt veraldarleiðtoga þrýstingi um að halda fast við áætlanir um sjálfbæra orku, menntun, næringu og heilbrigði kvenna og barna. Efnahagskreppan má ekki vera skálkaskjól til að vanrækja grundvallarþarfir. SahelSvæðisbundin spenna vekur ugg. Sahel-svæðið fær ekki nægilega mikla athygli og stuðning. Fátækt, þurrkar, öfgar og sundrung valda miklum þjáningum. Auðvelt er að nálgast vopn en erfitt að fá vinnu. Alþjóðasamfélaginu ber að einbeita sér að því að finna lausn á þessu uggvekjandi ástandi. Hættuástandið á svæðinu er áminning um að efla ber fæðuöryggi, næringarþanþol og félagslegt öryggisnet til að mæta tíðum verðsveiflum sem eru nánast orðnar hversdagslegur viðburður. Við búum yfir jarðskjálftamælum og nemum til að vara við náttúruhamförum. Við þurfum á slíkum áhöldum að halda til að nema yfirvofandi hamfarir sem bitna á hinum fátækustu og þeim sem standa höllustum fæti. SýrlandÁstandið í Sýrlandi versnar dag frá degi og hefur kallað ógæfu yfir þennan heimshluta og gæti haft afleiðingar á heimsvísu. Binda verður enda á ofbeldið og straum vopna til beggja stríðandi fylkinga og hefja umbreytingar undir forystu Sýrlendinga sjálfra. Gróf mannréttindabrot eru framin, aðallega af hálfu ríkisstjórnarinnar en einnig andstöðuhópa. Það er skylda okkar að binda enda á refsileysi við alþjóðlegum glæpum hvort heldur sem er í Sýrlandi eða annars staðar og gæða hugtakið skyldu til að vernda áþreifanlegri merkingu. BlindgataÁ sama tíma og vindar breytinga blása um Arabaheiminn og fleiri staði, er nauðsyn að brjótast út úr þeirri blindgötu sem Palestínumenn og Ísraelsmenn eru fastir í. Tveggja ríkja lausnin er eina varanlega lausnin en sú glufa gæti verið að lokast. Annars vegar er lögmæti ríkis hafnað og hins vegar eru hótanir um árás eins ríkis á annað. Ég hafna hvoru tveggja. Slíkar árásir hefðu hörmulegar afleiðingar í för með sér. Stríðstal undanfarinna vikna hefur valdið miklum áhyggjum og er áminning um nauðsyn friðsamlegra lausna og fulla virðingu fyrir Sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Það er skylda leiðtoga að láta rödd sína heyrast til að draga úr spennu í stað þess að kasta olíu á eld hvikuls hversdagsins. Hófsami meirihlutinnÞetta er því mikilvægara á tímum aukinnar spennu vegna umburðarleysis. Á undanförnum vikum hefur svívirðilegt tillitsleysi valdið réttlátri reiði annars vegar og óréttlætanlegum ofbeldisverkum hins vegar. Mál- og fundafrelsi eru grundvallarréttindi en þau má ekki misnota til að æsa til eða fremja ofbeldisverk. Ábyrgir stjórnmála- og samfélagsleiðtogar verða að grípa inn í tímanlega. Hófsami meirihlutinn má ekki vera þögli meirihlutinn. Þegar svo mikið er í veði verða Sameinuðu þjóðirnar að halda sínu striki og sinna umfangsmiklum verkefnum sínum á sviði friðar, þróunar, mannréttinda, réttarríkis og valdeflingar kvenna og ungmenna. Fólk vill ekki að Sameinuðu þjóðirnar séu einungis spegill sem sýni sundraðan heim samtímans. Það er ætlast til þess af okkur að við veitum forystu og vekjum vonir og finnum lausnir á þeim vanda sem brennur á venjulegu fólki daglega og rænir það nætursvefni. Enginn einn leiðtogi, ríki eða stofnun getur gert allt. En hvert okkar getur, hver á sinn hátt, lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Við verðum að hafa fólk í fyrirrúmi, auka metnað okkar og efla alþjóðlega samvinnu. Tíminn er okkur ekki hliðhollur en sameinuð getum við staðist prófraun dagsins og gripið þau tækifæri sem gefast á tímum stórbrotinna breytinga.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun