Erlent

Breti vann 28 milljarða króna

Euromillions.
Euromillions. mynd/AFP
Heppinn Breti vann 148 milljónir punda í Euromillions happdrættinu í gær. Vinningsupphæðin nemur tæpum 28 milljörðum íslenskra króna.

Gert er ráð fyrir að vinningshafinn muni vitja auðæfa sinna þegar bankar opna eftir helgi.

Ekki er vitað hver átti lukkumiðann en vinningshafar hafa um það að ráða hvort að greint verði frá nafni þeirra. Vinningurinn er sá næst stærsti í sögu Bretlands.

Í júlí á síðasta ári unnu skötuhjúin Colin og Chris Weir rúma þrjátíu milljarða króna í happdrættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×