Eins og forystumenn Samfylkingar "hafi ekki aðgang að internetinu" Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2012 13:34 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu með evru mætti gera ráð fyrir að ábyrgðir íslenska ríkisins vegna björgunarsjóðs evrunnar væru um 115 milljarðar króna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann byggir þetta á útreikningum sem hann hefur tekið saman. Þetta jafngildir rúmlega 362 þúsund krónum á hvern einstakling eða rúmlega 1,4 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í útreikningum sem Guðlaugur Þór tók saman með aðstoð upplýsingaþjónstu Alþingis, en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Guðlaugur Þór segir einnig að Ísland þyrfti að borga um níu til ellefu milljarða króna á ári í sameiginleg fjárlög Evrópusambandsins. Þessi fjárhæð er fundin út með samanburði við Möltu, sem er ESB-ríki, þar sem íbúafjöldi er svipaður og hér, en Malta greiðir 1 prósent þjóðartekna sinn í fjárlög ESB, eða um 55 milljónir evra.Heppin að vera ekki með evru „Það er enginn vafi á því að við erum mjög heppin að vera ekki í Evrópska myntbandalaginu núna og ég furða mig mikið á þessari umræðu sem hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Sérstaklega furða ég mig á ummælum ýmissa forystumanna Samfylkingarinnar en það er hreinlega eins og þessir aðilar hafi ekki aðgang að internetinu. Alls staðar er umræðan þannig að það er augljóst að um mjög stóran vanda er að ræða. Meðal annars því menn fóru í þetta myntsamstarf án þess það væru efnahagslegar forsendur fyrir því, en voru fyrst og fremst að gera þetta til að auka samrunann í álfunni og vilja núna taka á þessum vanda með enn meiri samruna og miðstýringu," segir Guðlaugur Þór. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir flokkinn í vikulegum pistli í Fréttablaðinu í dag og segir að „Sjálfstæðisflokkurinn (þurfi) að sýna skýrari áætlun um hvernig ná á Íslandi út úr pólitískri blindgötu stjórnarflokkanna í efnahagsmálum og (koma með) trúverðugri hugmyndir um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma." Þurfið þið sjálfstæðismenn ekki að koma með einhverja stefnu í peningamálum? Eða er það stefna flokksins að það sé best að vera með krónuna áfram? „Það er alveg ljóst að eitt af stóru málunum er breytt peningastefna, en ég vil vekja athygli á því að efnhagstillögur Sjálfstæðisflokksins hafa ekki fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Ef umræðan mun snúast um að flokkarnir muni takast á um mismunandi hugmyndir, þá er það vel. Það er alveg ljóst að sú peningastefna sem nú er í gangi, hún gengur ekki upp. Það er líka ljóst að það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að segja að evran og ESB sé lausn á okkar vanda og eitthvað himnaríki á jörðu. Því fer víðs fjarri og menn verða að ræða þessi mál út frá staðreyndum," segir Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki kynnt breytta stefnu í peningamálum og hefur því ekki lagt áherslu á annað en að íslenska krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu með evru mætti gera ráð fyrir að ábyrgðir íslenska ríkisins vegna björgunarsjóðs evrunnar væru um 115 milljarðar króna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann byggir þetta á útreikningum sem hann hefur tekið saman. Þetta jafngildir rúmlega 362 þúsund krónum á hvern einstakling eða rúmlega 1,4 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í útreikningum sem Guðlaugur Þór tók saman með aðstoð upplýsingaþjónstu Alþingis, en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Guðlaugur Þór segir einnig að Ísland þyrfti að borga um níu til ellefu milljarða króna á ári í sameiginleg fjárlög Evrópusambandsins. Þessi fjárhæð er fundin út með samanburði við Möltu, sem er ESB-ríki, þar sem íbúafjöldi er svipaður og hér, en Malta greiðir 1 prósent þjóðartekna sinn í fjárlög ESB, eða um 55 milljónir evra.Heppin að vera ekki með evru „Það er enginn vafi á því að við erum mjög heppin að vera ekki í Evrópska myntbandalaginu núna og ég furða mig mikið á þessari umræðu sem hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Sérstaklega furða ég mig á ummælum ýmissa forystumanna Samfylkingarinnar en það er hreinlega eins og þessir aðilar hafi ekki aðgang að internetinu. Alls staðar er umræðan þannig að það er augljóst að um mjög stóran vanda er að ræða. Meðal annars því menn fóru í þetta myntsamstarf án þess það væru efnahagslegar forsendur fyrir því, en voru fyrst og fremst að gera þetta til að auka samrunann í álfunni og vilja núna taka á þessum vanda með enn meiri samruna og miðstýringu," segir Guðlaugur Þór. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir flokkinn í vikulegum pistli í Fréttablaðinu í dag og segir að „Sjálfstæðisflokkurinn (þurfi) að sýna skýrari áætlun um hvernig ná á Íslandi út úr pólitískri blindgötu stjórnarflokkanna í efnahagsmálum og (koma með) trúverðugri hugmyndir um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma." Þurfið þið sjálfstæðismenn ekki að koma með einhverja stefnu í peningamálum? Eða er það stefna flokksins að það sé best að vera með krónuna áfram? „Það er alveg ljóst að eitt af stóru málunum er breytt peningastefna, en ég vil vekja athygli á því að efnhagstillögur Sjálfstæðisflokksins hafa ekki fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Ef umræðan mun snúast um að flokkarnir muni takast á um mismunandi hugmyndir, þá er það vel. Það er alveg ljóst að sú peningastefna sem nú er í gangi, hún gengur ekki upp. Það er líka ljóst að það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að segja að evran og ESB sé lausn á okkar vanda og eitthvað himnaríki á jörðu. Því fer víðs fjarri og menn verða að ræða þessi mál út frá staðreyndum," segir Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki kynnt breytta stefnu í peningamálum og hefur því ekki lagt áherslu á annað en að íslenska krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent