Erlent

Mansal eykst í Noregi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku í gildi árið 2009. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi en þau eru að sænskri fyrirmynd.

Ný rannsókn félagsmálastofnana í Noregi gefur til kynna að frá því að lögin tóku gildi fyrir þremur árum þá hafi vændi aukist í landinu, samhliða því að vændisstarfsemi sé nú skipulagðri.

Þá er talið að aukin afskipti lögreglu af vændi hafi leitt til þess að konur leiti nú á náðir hórmangara og glæpasamtaka.

Rannsakendur halda því fram að lögin hafi beinlínis ýtt undir mansal í Noregi.

Í kjölfar rannsóknarinnar hafa dómsmálayfirvöld í Noregi boðað endurmat á löggjöfinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×