Erlent

Fundu drukkinn Norðmann við gegnumlýsingu

mynd/AFP
Flugmálayfirvöld á Ítalíu sæta nú gagnrýni eftir að norskur ferðamaður sofnaði á farangursfæribandi Fiumicino flughafnarinnar í Róm.

Maðurinn, sem er þrjátíu og sex ára gamall og er sagður hafa verið í annarlegu ástandi, lagðist til hvílu á færibandinu eftir að farangur hans hafði verið skráður inn.

Maðurinn ferðaðist rúmlega 50 metra á færibandinu. Flugvallarstarfsmenn létu lögreglu vita eftir að Norðmaðurinn birtist á gegnumlýsingarvél.

Margir halda því fram að öryggisgæslu sé ábótavant á Fiumicino flugvellinum. Stjórnendur flugvallarins þvertaka þó fyrir þetta og benda á að þó svo að Norðmaðurinn hefði farið nokkra hringi á færibandinu þá hefði hann ekki getað stefnt öryggi flugfarþega í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×