Erlent

Clinton ræðir framtíð Sýrlands

mynd/AP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í Tyrklandi til að ræða við þarlend stjórnvöld um harðnandi átök í Sýrlandi og vaxandi straum flóttamanna.

Búist er við því að hún greini einnig frá vaxandi stuðning við flóttamenn frá Sýrlandi. Þá verður rætt um framtíðarleiðtoga Sýrlands en vonir Bandaríkjamanna standa til þess að lýðræðisumbætur verði í landinu með brotthvarfi Assands úr valdastóli.

Bandarísk stjórnvöld hafa hins vegar verið treg við að styrkja stjórnarandstöðuna í Sýrlandi gegn forsetanum vegna þess hve margbrotin hún er og af ótta við að fjöldi Al-Kaídaliða séu meðal þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×