Erlent

Missti aðgang að Facebook-síðu Schjetne

Norska lögreglan telur það hafa verið rétta ákvörðun að biðja um að aðgangur Schjetne yrði frystur.
Norska lögreglan telur það hafa verið rétta ákvörðun að biðja um að aðgangur Schjetne yrði frystur.
Lögreglan í Noregi komst inn á Facebook-aðgang Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt sunnudagsins.

Aðganginn fékk lögreglan í gegnum farsíma sem tilheyrði Schjetne og fannst á víðavangi.

Lögreglan hafði samband við forsvarsmenn Facebook í kjölfarið og bað um að síða stúlkunnar yrði fryst svo aðrir gætu ekki breytt henni. Við þessu varð Facebook, en við breytinguna var aðganginum læst, líka fyrir lögreglunni, samkvæmt nrk.no.

Facebook neitar nú lögreglunni um frekari aðgang að síðu stúlkunnar en hefur valið upplýsingar af henni fyrir lögregluna sem er afar ósátt. - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×