Vinkonur opna verslun í anda Urban Outfitters 26. mars 2012 14:00 Kristín Ásta Matthíasdóttir og Oddný Jóna Bárðardóttir tóku þrjá daga í að pússa upp parketið á nýju búðinni sinni, Dótturfélagið, sem opnar á Laugaveginum í byrjun apríl. Fréttablaðið/stefán „Þetta hefur verið draumur hjá okkur lengi," segir Kristín Ásta Matthíasdóttir sem ásamt vinkonu sinni, Oddnýju Jónu Bárðardóttur, undirbýr opnun tískuvöruverslunarinnar Dótturfélagið. Áætluð opnun búðarinnar er í byrjun apríl en Kristín og Oddný stukku á heppilegt húsnæði á Laugaveginum þegar það losnaði í byrjun árs og hafa sjálfar staðið í ströngu við að fullkomna útlit búðarinnar. „Ég held að við getum kallað okkur iðnaðarkonur eftir þetta. Við höfum reynt að gera allt sjálfar," segir Oddný og bætir við: „við vorum tvær á 80 kílóa vél í þrjá daga að pússa allt upp. Það var lífsreynsla." Stúlkurnar stefna á að opna í byrjun apríl. Dótturfélagið verður verslun í anda búðarinnar Urban Outfitters með nýjustu götutískuna í bland við fallega húsbúnaðarvöru en þær verða með sérvalda hönnun frá Epal til sölu. „Við erum á leiðinni til London á næstu dögum til að velja fyrstu flíkurnar inn í búðina. Við ætlum að fara reglulega út og kaupa inn vörur frá London, París og Mílanó þar sem margar skemmtilegar heildsölur er að finna með nýjustu tísku," segir Kristín en þær eru sannfærðar um að búðin smellpassi inn í búðaflóru miðbæjarins. „Þetta er hvorki hönnunar- né vintage-búð heldur verslun sem býður upp á nýjustu tísku í fallegu umhverfi. Við erum samt mjög hrifnar af íslenskri hönnun og myndum gjarna vilja selja fatalínu eftir íslenskan hönnuð í framtíðinni." Nafn búðarinnar, Dótturfélagið, er sameiginleg hugmynd þeirra beggja. „Flestar konur á Íslandi eru einhvers-dóttir og föðurnöfnin tengja íslenskar konur saman í dótturfélag," segir Oddný en í búðinni verður sérstakur veggur sem þær kalla mæðgnavegginn og verður þakinn myndum af smart klæddum íslenskum mæðgum. „Við erum komnar í draumastarfið. Fáum að vinna saman innan um falleg föt í okkar eigin búð." Hægt er að fylgjast með búðinni á Facebook undir nafninu Dótturfélagið. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Þetta hefur verið draumur hjá okkur lengi," segir Kristín Ásta Matthíasdóttir sem ásamt vinkonu sinni, Oddnýju Jónu Bárðardóttur, undirbýr opnun tískuvöruverslunarinnar Dótturfélagið. Áætluð opnun búðarinnar er í byrjun apríl en Kristín og Oddný stukku á heppilegt húsnæði á Laugaveginum þegar það losnaði í byrjun árs og hafa sjálfar staðið í ströngu við að fullkomna útlit búðarinnar. „Ég held að við getum kallað okkur iðnaðarkonur eftir þetta. Við höfum reynt að gera allt sjálfar," segir Oddný og bætir við: „við vorum tvær á 80 kílóa vél í þrjá daga að pússa allt upp. Það var lífsreynsla." Stúlkurnar stefna á að opna í byrjun apríl. Dótturfélagið verður verslun í anda búðarinnar Urban Outfitters með nýjustu götutískuna í bland við fallega húsbúnaðarvöru en þær verða með sérvalda hönnun frá Epal til sölu. „Við erum á leiðinni til London á næstu dögum til að velja fyrstu flíkurnar inn í búðina. Við ætlum að fara reglulega út og kaupa inn vörur frá London, París og Mílanó þar sem margar skemmtilegar heildsölur er að finna með nýjustu tísku," segir Kristín en þær eru sannfærðar um að búðin smellpassi inn í búðaflóru miðbæjarins. „Þetta er hvorki hönnunar- né vintage-búð heldur verslun sem býður upp á nýjustu tísku í fallegu umhverfi. Við erum samt mjög hrifnar af íslenskri hönnun og myndum gjarna vilja selja fatalínu eftir íslenskan hönnuð í framtíðinni." Nafn búðarinnar, Dótturfélagið, er sameiginleg hugmynd þeirra beggja. „Flestar konur á Íslandi eru einhvers-dóttir og föðurnöfnin tengja íslenskar konur saman í dótturfélag," segir Oddný en í búðinni verður sérstakur veggur sem þær kalla mæðgnavegginn og verður þakinn myndum af smart klæddum íslenskum mæðgum. „Við erum komnar í draumastarfið. Fáum að vinna saman innan um falleg föt í okkar eigin búð." Hægt er að fylgjast með búðinni á Facebook undir nafninu Dótturfélagið. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira