Innlent

Már ósáttur við launakjörin - Seðlabankinn vill frávísun

Lögmenn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Seðlabankans tókust á í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna frávísunarkröfu bankans í máli sem Már hefur höfðað gegn vinnuveitenda sínum vegna launamála. Munnlegur málflutningur stendur nú yfir.

Már er ósáttur við að laun hans skyldu lækkuð þegar Kjararáð hóf að ákvarða laun seðlabankastjóra, stuttu eftir að hann réðst til bankans. Við þá ákvörðun lækkaði Már töluvert í launum frá því sem um hafði verið samið.

Andri Árnason er lögmaður Más í málinu og fyrir hönd Seðlabankans er Karl Karlsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×