Fjölmennt lið öryggissveita í Barein kæfði í gær mótmæli sjía-múslima, sem höfðu komið saman víða um land til að minnast þess að eitt ár var liðið frá því að mótmæli þeirra gegn stjórn súnní-múslíma hófust.
Stjórnvöld lofuðu umbótum eftir að hafa barið niður mótmælin síðasta vor, en staðið hefur á efndum.
Að minnsta kosti 40 manns hafa látist í átökum í landinu frá því mótmælin hófust í febrúar á síðasta ári.- gb
