Erlent

Leyndardómar Curiosity opinberaðir

Nafn JPL er ritað á dekk Curiosity í morsmerkjakerfi.
Nafn JPL er ritað á dekk Curiosity í morsmerkjakerfi. mynd/JPB
Verkfræðingar NASA hafa svipt hulunni af leyndardómum vitjeppans Curiosity sem nú dólar sér í auðninni á Mars. Nú hefur komið í ljós að Curiosty fékk vasapening með í för.

Frá því að farið lenti á rauðu plánetunni hafa vísindamenn Geimferðastofnunar Bandaríkjanna haldið nær daglega blaðamannafundi þar sem nýjustu upplýsingar frá Cursioty eru birtar.

Sólúr Curiosity.mynd/NASA
En þessar upplýsingar eru ekki alfarið af vísindalegum toga. Nú hefur verið opinberað að verkfræðingar Jet Propulsion Lab (JPL) smiðjunnar stöfuðu nafn hennar í morsstafrófi á dekk Curisioty. Undirskrift verkfræðinganna verður þannig geymd á yfirborði Mars um ókomin ár. Kóðinn er skrifaður svona: .--- .--. .-..

Það er þó ekki aðeins undirskrift JPL sem nú reikar um Mars því nöfn rúmlega milljón geimvísindaáhugamanna eru geymd á sérstökum tölvukubbi í Curiosity.

Lukkupeningurinn.mynd/JPL
Vitjeppinn státar einnig af forláta sólúri en hann nota vísindamennirnir til að fylgjast með stöðu sólar á Mars. En á sólúrinu eru einnig margskonar skilaboð. „Til Mars, til að kanna," stendur þar skrifað. Þá er nafn rauðu plánetunnar einnig á skífunni og það á sextán tungumálum.

Þá hefur einnig verið opinberað að lukkupeningur er með í för en hann er fastur á annarri hlið farsins. Hann er notaður til að stilla myndavélar Curiosty.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×