Reykvíkingar vitið þið? Eggert Teitsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Á liðnum misserum hefur verið við stjórn í Reykjavík meirihluti sem ástæða er til að fjalla um og jafnframt líta á verk hans. Ég hef í gegnum tíðina fremur lítið fylgst með borgarmálum, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík síðustu sextán árin. Það er líklega vegna þess að mér hefur fundist að þjónustan sé ásættanleg og, með örfáum undantekningum, verið sæmilega sáttur við það sem útsvarsgreiðslurnar hafa farið í. Með þessum hætti hefur þetta verið þrátt fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar hafi verið við völd á þessum árum. Áherslur hafa verið af ýmsum toga en enginn meirihluti hefur sýnt annað eins vanhæfi í sínum störfum og sá sem nú er við völd. Nokkur dæmiÍ samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar frá júní 2010 segir orðrétt undir kaflanum Lýðræði og þátttaka: „Samráð verði haft við íbúa og foreldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum, það gert markvissara og stutt við aðkomu þeirra að lykilákvörðunum.“ Þetta er gott og blessað og mjög göfugt en á árinu 2011 ákvað meirihluti borgarstjórnar gríðarlega umfangsmiklar breytingar á skólastarfi í borginni með sameiningum leikskóla, sameiningum grunnskóla og deilda innan grunnskólanna í algjörri andstöðu við vilja stórs hluta foreldra í borginni. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og góð mótrök fagaðila, foreldra og annarra hagsmunaaðila hafa breytingarnar verið keyrðar í gegn af valdníðslu og vanvirðingu við vilja íbúa borgarinnar. Faglegum og fjárhagslegum rökum hefur verið beitt eftir hentugleika en fyrst og fremst er niðurstaðan sú að íbúalýðræðið hefur verið gjaldfellt, þvert á það sem flokkarnir hafa stært sig af á liðnum árum. Á sama tíma og verulega hefur verið skorið niður í grunnþjónustu Reykjavíkur, bæði hvað varðar þjónustuna sjálfa og fjárframlög til hennar, hafa framlög til ýmissa annarra verkefna aukist verulega og ný verkefni hafa bæst við. Að sama skapi hafa skattar og þjónustugjöld borgarinnar hækkað. Niðurskurður hefur verið í sorpmálum, (bæði hverfisstöðvar og hirðing), unglingavinnu, gatna- og samgöngumálum, umhirðu opinna svæða og almennt viðhald er minna en áður var. Fjárframlög til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hafa hækkað um 9,6% frá árinu 2010 á meðan fjárframlög til menningar- og ferðamálasviðs hafa hækkað um 18,6%. Þetta sýnir kolranga forgangsröðun á erfiðum tímum og staðfestir vanhæfi núverandi meirihluta við stjórn borgarinnar. Vitað er að ytri aðstæður í þjóðfélaginu eru erfiðar og skilningur er fyrir hendi á að í mörgum þáttum rekstrar Reykjavíkurborgar þarf að draga saman. Það ætti að endurspeglast í starfsmannafjölda hjá borginni og ekki síst að birtast í fjölda stöðugilda í Ráðhúsinu sjálfu, aðhaldið ætti að byrja að ofan. En sú er ekki raunin. Á skrifstofum borgarinnar í Ráðhúsinu hefur starfsmönnum fjölgað um 7% auk þess sem yfirvinna og akstur starfsmanna þar eykst verulega milli ára skv. ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2011. Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir að núverandi meirihluti ræður engan veginn við hið mikla verkefni sem er að ná niður kostnaði í erfiðu umhverfi. Rekinn.isVið svo búið verður ekki unað – það er kominn tími til að gera eitthvað í málunum og reyna að koma rödd sinni þannig á framfæri að á hana sé hlustað. Því hefur hópur íbúa í Reykjavík opnað vefsíðuna www.rekinn.is þar sem öllum kosningabærum íbúum borgarinnar gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og skora á borgarstjóra ásamt meirihluta borgarstjórnar að segja af sér. Nokkrar ástæður hafa verið raktar hér að framan en í stuttu máli má segja að meirihluti borgarstjórnar hafi sýnt með verkum sínum að hann er vanhæfur til að takast á við það erfiða verkefni að reka höfuðborgina við núverandi aðstæður. Reykvíkingur góður – sýndu í verki vanþóknun þína á stjórn borgarinnar með því að skrá nafn þitt á vefsíðuna www.rekinn.is og komum borgarstjórnarmeirihlutanum frá völdum áður en það verður of seint! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á liðnum misserum hefur verið við stjórn í Reykjavík meirihluti sem ástæða er til að fjalla um og jafnframt líta á verk hans. Ég hef í gegnum tíðina fremur lítið fylgst með borgarmálum, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík síðustu sextán árin. Það er líklega vegna þess að mér hefur fundist að þjónustan sé ásættanleg og, með örfáum undantekningum, verið sæmilega sáttur við það sem útsvarsgreiðslurnar hafa farið í. Með þessum hætti hefur þetta verið þrátt fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar hafi verið við völd á þessum árum. Áherslur hafa verið af ýmsum toga en enginn meirihluti hefur sýnt annað eins vanhæfi í sínum störfum og sá sem nú er við völd. Nokkur dæmiÍ samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar frá júní 2010 segir orðrétt undir kaflanum Lýðræði og þátttaka: „Samráð verði haft við íbúa og foreldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum, það gert markvissara og stutt við aðkomu þeirra að lykilákvörðunum.“ Þetta er gott og blessað og mjög göfugt en á árinu 2011 ákvað meirihluti borgarstjórnar gríðarlega umfangsmiklar breytingar á skólastarfi í borginni með sameiningum leikskóla, sameiningum grunnskóla og deilda innan grunnskólanna í algjörri andstöðu við vilja stórs hluta foreldra í borginni. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og góð mótrök fagaðila, foreldra og annarra hagsmunaaðila hafa breytingarnar verið keyrðar í gegn af valdníðslu og vanvirðingu við vilja íbúa borgarinnar. Faglegum og fjárhagslegum rökum hefur verið beitt eftir hentugleika en fyrst og fremst er niðurstaðan sú að íbúalýðræðið hefur verið gjaldfellt, þvert á það sem flokkarnir hafa stært sig af á liðnum árum. Á sama tíma og verulega hefur verið skorið niður í grunnþjónustu Reykjavíkur, bæði hvað varðar þjónustuna sjálfa og fjárframlög til hennar, hafa framlög til ýmissa annarra verkefna aukist verulega og ný verkefni hafa bæst við. Að sama skapi hafa skattar og þjónustugjöld borgarinnar hækkað. Niðurskurður hefur verið í sorpmálum, (bæði hverfisstöðvar og hirðing), unglingavinnu, gatna- og samgöngumálum, umhirðu opinna svæða og almennt viðhald er minna en áður var. Fjárframlög til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hafa hækkað um 9,6% frá árinu 2010 á meðan fjárframlög til menningar- og ferðamálasviðs hafa hækkað um 18,6%. Þetta sýnir kolranga forgangsröðun á erfiðum tímum og staðfestir vanhæfi núverandi meirihluta við stjórn borgarinnar. Vitað er að ytri aðstæður í þjóðfélaginu eru erfiðar og skilningur er fyrir hendi á að í mörgum þáttum rekstrar Reykjavíkurborgar þarf að draga saman. Það ætti að endurspeglast í starfsmannafjölda hjá borginni og ekki síst að birtast í fjölda stöðugilda í Ráðhúsinu sjálfu, aðhaldið ætti að byrja að ofan. En sú er ekki raunin. Á skrifstofum borgarinnar í Ráðhúsinu hefur starfsmönnum fjölgað um 7% auk þess sem yfirvinna og akstur starfsmanna þar eykst verulega milli ára skv. ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2011. Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir að núverandi meirihluti ræður engan veginn við hið mikla verkefni sem er að ná niður kostnaði í erfiðu umhverfi. Rekinn.isVið svo búið verður ekki unað – það er kominn tími til að gera eitthvað í málunum og reyna að koma rödd sinni þannig á framfæri að á hana sé hlustað. Því hefur hópur íbúa í Reykjavík opnað vefsíðuna www.rekinn.is þar sem öllum kosningabærum íbúum borgarinnar gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og skora á borgarstjóra ásamt meirihluta borgarstjórnar að segja af sér. Nokkrar ástæður hafa verið raktar hér að framan en í stuttu máli má segja að meirihluti borgarstjórnar hafi sýnt með verkum sínum að hann er vanhæfur til að takast á við það erfiða verkefni að reka höfuðborgina við núverandi aðstæður. Reykvíkingur góður – sýndu í verki vanþóknun þína á stjórn borgarinnar með því að skrá nafn þitt á vefsíðuna www.rekinn.is og komum borgarstjórnarmeirihlutanum frá völdum áður en það verður of seint!
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar