Rammáætlun um að gera ekki neitt Jónas Elíasson skrifar 13. júní 2012 06:00 Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar. Neðri-Þjórsá þurrkuð útÍ þingsályktunartillögunni voru virkjanir í Neðri-Þjórsá eini bitastæði kosturinn í nýtingarflokki. Undirbúningi þeirra er nánast lokið og álfyrirtækin bíða eftir meiri orku. Þetta eru þrjár virkjanir og er Urriðafossvirkjun þeirra stærst. Menn töldu sig hafa sátt um að halda mætti áfram með þessar virkjanir, en nú hefur komið í ljós að svokallað „náttúruverndarlið“ – sem með réttu ættu að heita andvirkjunar-sinnar– ætlar sér að stöðva þetta eftir pólitískum leiðum, hvað sem „faglegri“ umfjöllun annars líður. Skelfilegar afleiðingarAllir eru sammála um að hér vanti fyrst og fremst meiri fjárfestingar til að atvinnulífið komist á skrið og almannahagur vænkist. En í hverju á að fjárfesta? Genginu er haldið uppi með höftum svo öll nýsköpun á mjög erfitt uppdráttar og allir hefðbundnir atvinnuvegir eru í einhvers konar kreppu; í sjávarútvegi kvótakreppa, í landbúnaði markaðskreppa og í orkuiðnaði pólitísk bannkreppa. Það sem menn eru helst að vonast eftir eru framkvæmdir í mannvirkjagerð, en það eru sterk takmörk fyrir hvað Íslendingar geta lifað góðu lífi af að byggja yfir sjálfa sig. Hér þarf gjaldeyrisskapandi iðnað til að rétta af gengið, borga skuldir og auka velmegun. Ákvörðunin að banna vatnsafl keyrir landið niður í stöðnun. Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki í staðinn fyrir vatnsafl. Hvað á þessi kjánaskapur að ganga langt? Andvirkjunarstefnan á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn, baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er „umhverfisáhrif“ og svo hið enn sterkara „óafturkræf umhverfisáhrif“ sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en að botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilan atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar. Neðri-Þjórsá þurrkuð útÍ þingsályktunartillögunni voru virkjanir í Neðri-Þjórsá eini bitastæði kosturinn í nýtingarflokki. Undirbúningi þeirra er nánast lokið og álfyrirtækin bíða eftir meiri orku. Þetta eru þrjár virkjanir og er Urriðafossvirkjun þeirra stærst. Menn töldu sig hafa sátt um að halda mætti áfram með þessar virkjanir, en nú hefur komið í ljós að svokallað „náttúruverndarlið“ – sem með réttu ættu að heita andvirkjunar-sinnar– ætlar sér að stöðva þetta eftir pólitískum leiðum, hvað sem „faglegri“ umfjöllun annars líður. Skelfilegar afleiðingarAllir eru sammála um að hér vanti fyrst og fremst meiri fjárfestingar til að atvinnulífið komist á skrið og almannahagur vænkist. En í hverju á að fjárfesta? Genginu er haldið uppi með höftum svo öll nýsköpun á mjög erfitt uppdráttar og allir hefðbundnir atvinnuvegir eru í einhvers konar kreppu; í sjávarútvegi kvótakreppa, í landbúnaði markaðskreppa og í orkuiðnaði pólitísk bannkreppa. Það sem menn eru helst að vonast eftir eru framkvæmdir í mannvirkjagerð, en það eru sterk takmörk fyrir hvað Íslendingar geta lifað góðu lífi af að byggja yfir sjálfa sig. Hér þarf gjaldeyrisskapandi iðnað til að rétta af gengið, borga skuldir og auka velmegun. Ákvörðunin að banna vatnsafl keyrir landið niður í stöðnun. Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki í staðinn fyrir vatnsafl. Hvað á þessi kjánaskapur að ganga langt? Andvirkjunarstefnan á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn, baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er „umhverfisáhrif“ og svo hið enn sterkara „óafturkræf umhverfisáhrif“ sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en að botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilan atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar