Við biðjum Skálholti griða Hjalti Hugason og Sigrún Óskarsdóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Sagan segir að Gissur Ísleifsson hafi um aldamótin 1100 gefið Skálholtsland með því skilyrði að þar væri biskupsstóll meðan kristni væri játuð í landinu. Sú skipan hélst allt til Hruns 18. aldar en þá var biskupsstóllinn fluttur til Reykjavíkur. Biskupinn sjálfur keypti Skálholt á brunaútsölu. Þar með voru skilmálar Gissurar rofnir. Í byrjun sjöunda áratugar liðinnar aldar gaf þjóðin þjóðkirkjunni staðinn. Reikna má með að þessari rausnarlegu gjöf hafi fylgt sambærilegar óskir og hjá Gissuri biskupi forðum: að Skálholt með allri sinni sögu og helgu hefð væri fyrst og síðast vettvangur kirkjustarfs. Í kjölfarið rættust draumar ýmissa hugsjónamanna í kirkjunni. Prestssetur var endurreist. Dómkirkja reis og var búin frábærum listaverkum Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Stofnaður var lýðháskóli að norrænni fyrirmynd sem nú er ráðstefnusetur. Það varð mörgum gleðiefni að aftur sæti biskup Skálholt þegar embætti vígslubiskupanna voru flutt á hin fornu biskupssetur. Við hönnun Skálholtsstaðar var leitast við að raska náttúrunni sem minnst. Það er erfitt að lýsa því með hlutlægum hætti en mörg þeirra sem staðurinn er kær vitna um helgi hans.Blikur á lofti Saga Skálholts hefur verið mögnuð. Þetta mikla mennta-, menningar- og helgisetur hefur einnig verið vettvangur dramatískra atburða. Á 15. öld var biskupi þar drekkt í Brúará sem þar rennur hjá. Á 16. öld var síðasti kaþólski biskup Norðurlanda hálshöggvinn. Á 17. öld var Ragnheiði Brynjólfsdóttur gert að sverja eið – tákn feðraveldis, tortryggni og harðýðgi. Nú eru enn blikur á lofti og ástæða til að óttast að hin harmræna fortíð varpi enn skugga á Skálholt. Þorláksbúðarmálið sérkennilega er hugsanlega aðeins upphafið að því sem koma skal. Á kirkjuþingi sl. haust kynnti athafnamaður „viðskiptahugmynd“ sem gekk út á að reisa „miðaldadómkirkju“ í Skálholti. Hugmyndin var ekki rædd á þinginu sem er æðsta stjórnarstofnun þjóðkirkjunnar. Þrátt fyrir það hefur kirkjuráð ákveðið að ganga til samstarfs um hugmyndina með þeirri áhættu sem því fylgir. Áhætta kirkjunnar er ekki fjárhagsleg. Hún er menningarleg. – Ef hugmyndin gengur eftir er augljós hætta á að þessi kirkja yfirskyggi allt annað sem gert er á staðnum. Hér skal ekki efast um að miðaldakirkjurnar í Skálholti hafi verið merkileg arkítektónísk verk. Þær voru séríslensk útgáfa af stafkirkjum sem við þekkjum best frá Noregi. Þær voru vissulega einstakar en þó þarf að hafa í huga að þær voru merki þess að Íslendingar voru að dragast aftur úr. Á blómaskeiði timburkirkna í Skálholti voru dómkirkjur í öðrum löndum byggðar úr steini. Hér skorti miðstjórnarafl sem lagt gat á fólk þá kvaðavinnu sem bygging steinkirkju krafðist. Timburkirkjurnar í Skálholti eru því þrátt fyrir allt fyrirboði um þá hnignun sem náði hámarki á 18. öld.Kirkjuráð komi til sjálfs sín Þráfaldlega kemur til hagsmunaárekstra milli tveggja hópa sem í Skálholt koma. Flest sem þangað leita vegna þess kirkjulega starfs sem þar fer fram óska næðis og kyrrðar. Ferðamennirnir leita „upplifunar“, veitinga, minjagripa og salerna en eru síðan á bak og burt. Hugmyndin um „miðaldakirkjuna“ gengur fyrst og fremst út á að auka aðdráttarafl Skálholts fyrir ferðamenn og þá kosti sem Gullni hringurinn hefur upp á að bjóða enda er um „viðskiptahugmynd“ að ræða. Hún er hins vegar léttvæg út frá menningarsögulegu sjónarmiði og óviðkomandi kirkjulegu starfi. – Og þó! Hugsanlega hefur kirkjuráð eygt þann möguleika að rísi bygging af því tagi sem um ræðir í Skálholti muni rekstraraðilar hennar reyna að ná sem mestu fé af ferðamönnum – eða jákvæðar orðað: veita sem besta þjónustu. Það mundi létta álagi af þeim vanbúnu stofnunum sem þar eru nú. Þetta er vissulega hugmynd út af fyrir sig. Skelfing er þó farið yfir mikið fljót eftir vatni. Í Skálholti þarf aðeins að rísa einföld og látlaus upplýsinga- og þjónustumiðstöð. Það væri verðugt samstarfsverkefni fyrir kirkjuráð og ferðamálafrömuði. Hitt virðist fráleitt að reisa þurfi 600 fermetra „miðaldakirkju“ til að leysa salernisvanda! Nú verður kirkjuráð að taka skýra afstöðu. Vill það standa vörð um að áfram gefist þeim sem leita kyrrðar og uppbyggingar í Skálholti tækifæri til þess? Eða vill það einbeita sér að þeim sem eiga þar skamma viðdvöl í leit að „upplifun“? Það virðist hafa verið veðjað á síðari hópinn. Samræmist það þeim skilmálum sem alltaf hafa fylgt eignarhaldi kirkjunnar á Skálholti? – Þarf kirkjuráð ekki að ganga í sig og endurskoða afstöðu sína? Mikið er nú rætt um kirkju á krossgötum. Traustið fer þverrandi og upp hafa komið mál sem hafa reynst kirkjunni erfið. Trúverðugleiki Þjóðkirkjunnar hefur beðið hnekki. Það er kallað eftir breytingum. Kirkjunni ber að koma gleðiboðskap á framfæri. Ýmsir hafa sagt að skortur á gleði hafi leikið kirkjuna grátt. Þá hefur verið talað um kjarkleysi til að taka á málum. Ásamt gleðinni er kjarkur undirstaða boðskaparins sem kirkjunni er trúað fyrir. Kirkja sem vill eiga samhljóm með þjóðinni skilur að það er ekki kallað eftir „miðaldakirkju“ í Skálholti. Það er kallað eftir gleði, kjarki, virðingu og næmni fyrir nýjum þörfum í breyttu samfélagi. – Hver eru viðbrögð kirkjustjórnarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sagan segir að Gissur Ísleifsson hafi um aldamótin 1100 gefið Skálholtsland með því skilyrði að þar væri biskupsstóll meðan kristni væri játuð í landinu. Sú skipan hélst allt til Hruns 18. aldar en þá var biskupsstóllinn fluttur til Reykjavíkur. Biskupinn sjálfur keypti Skálholt á brunaútsölu. Þar með voru skilmálar Gissurar rofnir. Í byrjun sjöunda áratugar liðinnar aldar gaf þjóðin þjóðkirkjunni staðinn. Reikna má með að þessari rausnarlegu gjöf hafi fylgt sambærilegar óskir og hjá Gissuri biskupi forðum: að Skálholt með allri sinni sögu og helgu hefð væri fyrst og síðast vettvangur kirkjustarfs. Í kjölfarið rættust draumar ýmissa hugsjónamanna í kirkjunni. Prestssetur var endurreist. Dómkirkja reis og var búin frábærum listaverkum Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Stofnaður var lýðháskóli að norrænni fyrirmynd sem nú er ráðstefnusetur. Það varð mörgum gleðiefni að aftur sæti biskup Skálholt þegar embætti vígslubiskupanna voru flutt á hin fornu biskupssetur. Við hönnun Skálholtsstaðar var leitast við að raska náttúrunni sem minnst. Það er erfitt að lýsa því með hlutlægum hætti en mörg þeirra sem staðurinn er kær vitna um helgi hans.Blikur á lofti Saga Skálholts hefur verið mögnuð. Þetta mikla mennta-, menningar- og helgisetur hefur einnig verið vettvangur dramatískra atburða. Á 15. öld var biskupi þar drekkt í Brúará sem þar rennur hjá. Á 16. öld var síðasti kaþólski biskup Norðurlanda hálshöggvinn. Á 17. öld var Ragnheiði Brynjólfsdóttur gert að sverja eið – tákn feðraveldis, tortryggni og harðýðgi. Nú eru enn blikur á lofti og ástæða til að óttast að hin harmræna fortíð varpi enn skugga á Skálholt. Þorláksbúðarmálið sérkennilega er hugsanlega aðeins upphafið að því sem koma skal. Á kirkjuþingi sl. haust kynnti athafnamaður „viðskiptahugmynd“ sem gekk út á að reisa „miðaldadómkirkju“ í Skálholti. Hugmyndin var ekki rædd á þinginu sem er æðsta stjórnarstofnun þjóðkirkjunnar. Þrátt fyrir það hefur kirkjuráð ákveðið að ganga til samstarfs um hugmyndina með þeirri áhættu sem því fylgir. Áhætta kirkjunnar er ekki fjárhagsleg. Hún er menningarleg. – Ef hugmyndin gengur eftir er augljós hætta á að þessi kirkja yfirskyggi allt annað sem gert er á staðnum. Hér skal ekki efast um að miðaldakirkjurnar í Skálholti hafi verið merkileg arkítektónísk verk. Þær voru séríslensk útgáfa af stafkirkjum sem við þekkjum best frá Noregi. Þær voru vissulega einstakar en þó þarf að hafa í huga að þær voru merki þess að Íslendingar voru að dragast aftur úr. Á blómaskeiði timburkirkna í Skálholti voru dómkirkjur í öðrum löndum byggðar úr steini. Hér skorti miðstjórnarafl sem lagt gat á fólk þá kvaðavinnu sem bygging steinkirkju krafðist. Timburkirkjurnar í Skálholti eru því þrátt fyrir allt fyrirboði um þá hnignun sem náði hámarki á 18. öld.Kirkjuráð komi til sjálfs sín Þráfaldlega kemur til hagsmunaárekstra milli tveggja hópa sem í Skálholt koma. Flest sem þangað leita vegna þess kirkjulega starfs sem þar fer fram óska næðis og kyrrðar. Ferðamennirnir leita „upplifunar“, veitinga, minjagripa og salerna en eru síðan á bak og burt. Hugmyndin um „miðaldakirkjuna“ gengur fyrst og fremst út á að auka aðdráttarafl Skálholts fyrir ferðamenn og þá kosti sem Gullni hringurinn hefur upp á að bjóða enda er um „viðskiptahugmynd“ að ræða. Hún er hins vegar léttvæg út frá menningarsögulegu sjónarmiði og óviðkomandi kirkjulegu starfi. – Og þó! Hugsanlega hefur kirkjuráð eygt þann möguleika að rísi bygging af því tagi sem um ræðir í Skálholti muni rekstraraðilar hennar reyna að ná sem mestu fé af ferðamönnum – eða jákvæðar orðað: veita sem besta þjónustu. Það mundi létta álagi af þeim vanbúnu stofnunum sem þar eru nú. Þetta er vissulega hugmynd út af fyrir sig. Skelfing er þó farið yfir mikið fljót eftir vatni. Í Skálholti þarf aðeins að rísa einföld og látlaus upplýsinga- og þjónustumiðstöð. Það væri verðugt samstarfsverkefni fyrir kirkjuráð og ferðamálafrömuði. Hitt virðist fráleitt að reisa þurfi 600 fermetra „miðaldakirkju“ til að leysa salernisvanda! Nú verður kirkjuráð að taka skýra afstöðu. Vill það standa vörð um að áfram gefist þeim sem leita kyrrðar og uppbyggingar í Skálholti tækifæri til þess? Eða vill það einbeita sér að þeim sem eiga þar skamma viðdvöl í leit að „upplifun“? Það virðist hafa verið veðjað á síðari hópinn. Samræmist það þeim skilmálum sem alltaf hafa fylgt eignarhaldi kirkjunnar á Skálholti? – Þarf kirkjuráð ekki að ganga í sig og endurskoða afstöðu sína? Mikið er nú rætt um kirkju á krossgötum. Traustið fer þverrandi og upp hafa komið mál sem hafa reynst kirkjunni erfið. Trúverðugleiki Þjóðkirkjunnar hefur beðið hnekki. Það er kallað eftir breytingum. Kirkjunni ber að koma gleðiboðskap á framfæri. Ýmsir hafa sagt að skortur á gleði hafi leikið kirkjuna grátt. Þá hefur verið talað um kjarkleysi til að taka á málum. Ásamt gleðinni er kjarkur undirstaða boðskaparins sem kirkjunni er trúað fyrir. Kirkja sem vill eiga samhljóm með þjóðinni skilur að það er ekki kallað eftir „miðaldakirkju“ í Skálholti. Það er kallað eftir gleði, kjarki, virðingu og næmni fyrir nýjum þörfum í breyttu samfélagi. – Hver eru viðbrögð kirkjustjórnarinnar?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar