Þú ert stunginn, það er vont og þú færð engan pening Þórður Kristjánsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Á hverjum degi láta um 70 manneskjur það yfir sig ganga að víkja í eina klukkustund frá daglegu amstri til þess að láta stinga sig í handlegginn bláókunnugu fólki til hagsbóta. Í staðinn fá þau ekki neitt nema kaffibolla, kökusneið og plástur á bágtið frá hlýlegum hjúkrunarfræðingi. Þetta fólk er blóðgjafar. Blóð er bráðnauðsynlegt í nútímalæknisfræði. Úr því eru unnir blóðhlutar sem gefnir eru sjúkum og slösuðum, allt frá fyrirburum upp í elstu borgara. Blóð og blóðhlutar eru afar sérstök lækningartæki að því leyti að ekkert getur komið í þeirra stað. Hvorki getum við sótt efni í náttúruna til að leysa þau af hólmi né framleitt í verksmiðjum lyf sem komið geta í stað þeirra. Við getum klofið sameindir, klónað kindur og grætt í menn líffæri sem vaxið hafa á tilraunastofum en við getum ekki búið til blóð í tilraunaglasi. Þess vegna eru blóðgjafar afar mikilvægt fólk. Við Íslendingar erum svo heppnir að búa við heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og við höfum rekið blóðbanka í nærri 60 ár. Allan þann tíma hefur verið stefnt að því að eiga alltaf til nægar birgðir blóðs til að sinna þörfum heilbrigðiskerfisins og skjólstæðinga þess. Aldrei hefur komið til þess að birgðir bankans hafi þrotið og heilsu fólks þar með verið stefnt í hættu. Það er að þakka blóðgjafahópnum og vilja blóðgjafanna til þess að bregðast fljótt við þegar til þeirra er leitað. Langflestir Íslendingar eiga sér einhvern nákominn sem lent hefur á sjúkrahúsi vegna slyss eða sjúkdóms og hefur þar þurft á blóðgjöf að halda. Blóðgjöfin er þá oft forsenda bata eða flýtir honum verulega svo útskrift getur orðið fyrr en ella. Því miður leiða of fáir hugann að því hvaðan þetta blóð er komið. Að sjálfsögðu eru menn þakklátir fyrir að blóðið var til staðar og ástvinur náði bata. Hins vegar er það ekki tilviljun að blóðhlutar voru til reiðu þegar á þurfti að halda, þeir voru til komnir vegna þess að einhverjir höfðu lagt leið sína í Blóðbankann og gefið blóð. Til þess að geta verið viss um að alltaf sé til nægilegt blóð fyrir ástvini okkar og okkur sjálf, verðum við að skoða hug okkar um það hvort við ætlum að eftirláta öðrum að sjá til þess eða hvort við ætlum sjálf að gefa öðrum til handa. Það geta ekki allir gerst blóðgjafar, sumir vegna lyfjatöku eða annarra heilsufarástæðna, aðrir vegna aldurs eða líkamsburða. Hins vegar getum við langflest, bæði konur og karlar, gefið blóð. Blóðgjöf er ekki sársaukalaus – það þykir engum gott að láta stinga sig. Hins vegar er sá verkur smávægilegur í samanburði við þær þjáningar sem blóðhlutarnir geta linað. Það fylgir því líka ákveðin vellíðan að gefa blóð. Fullvissan um það að maður geri öðrum gott til er góð tilfinning. Auk þess hefur blóðgjöf í för með sér ákveðið reglubundið eftirlit með heilsu blóðgjafans. Ég hvet alla til þess að skoða það hvort þeir geti gerst blóðgjafar. Látum ekki tilviljun ráða því hvort blóð er til staðar þegar á þarf að halda. Látum ekki sinnuleysi ráða afstöðu okkar til þess hvort við gefum blóð eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á hverjum degi láta um 70 manneskjur það yfir sig ganga að víkja í eina klukkustund frá daglegu amstri til þess að láta stinga sig í handlegginn bláókunnugu fólki til hagsbóta. Í staðinn fá þau ekki neitt nema kaffibolla, kökusneið og plástur á bágtið frá hlýlegum hjúkrunarfræðingi. Þetta fólk er blóðgjafar. Blóð er bráðnauðsynlegt í nútímalæknisfræði. Úr því eru unnir blóðhlutar sem gefnir eru sjúkum og slösuðum, allt frá fyrirburum upp í elstu borgara. Blóð og blóðhlutar eru afar sérstök lækningartæki að því leyti að ekkert getur komið í þeirra stað. Hvorki getum við sótt efni í náttúruna til að leysa þau af hólmi né framleitt í verksmiðjum lyf sem komið geta í stað þeirra. Við getum klofið sameindir, klónað kindur og grætt í menn líffæri sem vaxið hafa á tilraunastofum en við getum ekki búið til blóð í tilraunaglasi. Þess vegna eru blóðgjafar afar mikilvægt fólk. Við Íslendingar erum svo heppnir að búa við heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og við höfum rekið blóðbanka í nærri 60 ár. Allan þann tíma hefur verið stefnt að því að eiga alltaf til nægar birgðir blóðs til að sinna þörfum heilbrigðiskerfisins og skjólstæðinga þess. Aldrei hefur komið til þess að birgðir bankans hafi þrotið og heilsu fólks þar með verið stefnt í hættu. Það er að þakka blóðgjafahópnum og vilja blóðgjafanna til þess að bregðast fljótt við þegar til þeirra er leitað. Langflestir Íslendingar eiga sér einhvern nákominn sem lent hefur á sjúkrahúsi vegna slyss eða sjúkdóms og hefur þar þurft á blóðgjöf að halda. Blóðgjöfin er þá oft forsenda bata eða flýtir honum verulega svo útskrift getur orðið fyrr en ella. Því miður leiða of fáir hugann að því hvaðan þetta blóð er komið. Að sjálfsögðu eru menn þakklátir fyrir að blóðið var til staðar og ástvinur náði bata. Hins vegar er það ekki tilviljun að blóðhlutar voru til reiðu þegar á þurfti að halda, þeir voru til komnir vegna þess að einhverjir höfðu lagt leið sína í Blóðbankann og gefið blóð. Til þess að geta verið viss um að alltaf sé til nægilegt blóð fyrir ástvini okkar og okkur sjálf, verðum við að skoða hug okkar um það hvort við ætlum að eftirláta öðrum að sjá til þess eða hvort við ætlum sjálf að gefa öðrum til handa. Það geta ekki allir gerst blóðgjafar, sumir vegna lyfjatöku eða annarra heilsufarástæðna, aðrir vegna aldurs eða líkamsburða. Hins vegar getum við langflest, bæði konur og karlar, gefið blóð. Blóðgjöf er ekki sársaukalaus – það þykir engum gott að láta stinga sig. Hins vegar er sá verkur smávægilegur í samanburði við þær þjáningar sem blóðhlutarnir geta linað. Það fylgir því líka ákveðin vellíðan að gefa blóð. Fullvissan um það að maður geri öðrum gott til er góð tilfinning. Auk þess hefur blóðgjöf í för með sér ákveðið reglubundið eftirlit með heilsu blóðgjafans. Ég hvet alla til þess að skoða það hvort þeir geti gerst blóðgjafar. Látum ekki tilviljun ráða því hvort blóð er til staðar þegar á þarf að halda. Látum ekki sinnuleysi ráða afstöðu okkar til þess hvort við gefum blóð eða ekki.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar