Önnur bókin í þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana, Eldar kvikna, er að koma út hjá Forlaginu. Hún kemur samtímis út innbundin og í kilju sem er óvenjulegt fyrirkomulag hér á landi.
Fyrsta bókin, sem hét Hungurleikarnir, hefur selst í um sex þúsund eintökum á Íslandi. Innbundna útgáfan er uppseld og kiljan hefur verið prentuð tvisvar sinnum. Þetta rímar við velgengni bókanna erlendis en þær hafa verið þýddar á yfir fimmtíu tungumál og sitja ofarlega á mörgum vinsældarlistum. Til að mynda hafa bækurnar setið í efstu sætum metsölulista Amazon síðustu mánuði og eru í fimm efstu sætum barnabóka í Bretlandi um þessari mundir. Þriðja og síðasta bókin í þríleiknum, Hermiskaði, kemur út hjá Forlaginu í haust.
Rúmlega 33 þúsund manns hafa séð kvikmyndina Hungurleikana hér á landi. Önnur myndin í þríleiknum kemur í bíó í nóvember á næsta ári.
Meiri Hungurleikar

Mest lesið






Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“
Tíska og hönnun


Vók Ofurmenni slaufað
Gagnrýni


Fleiri fréttir
