Val um skólastefnu – já takk! Sigurbjörg A. Eiðsdóttir skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Tilefni þessarar greinar er að vekja athygli foreldra 6 ára barna, sem nú eru að innrita börn sín í skóla, á valkost í menntun hér í Reykjavík. Waldorfskólinn Sólstafir sem hóf starfsemi sína fyrir rúmum áratug flutti síðastliðið haust að Sóltúni 6, 105 Reykjavík og er nú miðsvæðis í borginni. Waldorfstefnan er heildræn skólastefna sem byggir á 100 ára grunni. Upphafsmaður hennar var Austurríkismaðurinn Rudolf Steiner og eru waldorfskólar starfræktir víða um heim og fjölgar stöðugt. Skólinn í Sóltúni er sjálfstætt starfandi almennur grunnskóli og nemendurnir sem sækja hann eru á aldrinum 6-16 ára og koma af öllu höfuðborgarsvæðinu. Starfið er blómlegt, bekkjarhópar litlir og aðferðafræðin sem nýtt er við kennslu miðar að því að laða fram ánægða og skapandi nemendur með frumkvæði og sjálfstæða hugsun.Sjálfstæð vinnubrögð nemenda Starfshættir skólans eru áhugaverðir og nokkuð frábrugðnir því sem almennt gerist. Námsgreinar eru kenndar í 3-4 vikna blokkum og nemendur taka ekki próf heldur fer fram símat á vinnu þeirra og gefinn er vitnisburður að vori. Erlend tungumál eru kennd frá fyrsta bekk og allir nemendur læra að spila á hljóðfæri á yngra og miðstigi skólans. Námsgreinar eru kenndar í ferli þar sem kennarinn leggur inn námsefni á frjóan og lifandi hátt og nemendur vinna úr því frá eigin brjósti. Hefðbundnar skólabækur eru lítið notaðar í skólanum fyrr en á unglingastigi og nemendur vinna sínar eigin vinnubækur frá grunni í hverri námsgrein. Þessi vinnubrögð gera nemendum kleift að opna sína eigin skapandi krafta á allan mögulegan hátt í náminu og eflir sjálfstæða og frumlega hugarstarfsemi. Nemendum skólans sem komnir eru í framhaldsnám hér á landi hefur gengið vel í sínu námi og er eftir þeim tekið fyrir lítinn námsleiða, sjálfstæð vinnubrögð og góðan félagsþroska.Góð samskipti Eitt af því sem einkennir skólastarfið er sú venja að bekkjarkennari fylgi sínum hóp upp allan grunnskólann, allt frá fyrsta bekk upp í áttunda sem bekkjarkennari og síðustu tvö árin sem umsjónarkennari hópsins. Þessi hefð stuðlar að sterkum tengslum kennara og nemenda og gerir kennaranum mögulegt að aðlaga námsefnið að hópnum og að hverjum einstaklingi, þar sem hann öðlast með tímanum mikla innsýn í námsframvindu hvers og eins. Þetta skapar nemendum aukið öryggi í skólaumhverfinu og byggir upp gagnkvæma virðingu og traust.Útikennsla og umhverfissjónarmið Á skólalóðinni í Sóltúni er þegar kominn vísir að útikennslustofu þar sem vettvangsferðir og útikennsla eru stór hluti af skólastarfinu. Eigin rannsóknarvinna nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra. Skólastefnan fylgir einnig heildrænu umhverfissjónarmiði og er boðið upp á lífrænt fæði í skólanum í hádeginu og allt hráefni í skólanum er eins vistvænt og kostur er. Handverk er mikilvæg námsgrein Mikil áhersla er lögð á handverkskennslu í Waldorfskólanum. Nemendur vinna í handverki sex kennslustundir á viku og er það oft tengt þvert á aðrar námsgreinar eins og sögu og landafræði. Ýmis ferli við handverk eru tekin alveg frá grunni, til dæmis ullarvinnsla, frá flóka yfir í spunnið band sem síðan er handlitað og prjónað úr því að lokum. Eldri nemendur fá að spreyta sig í koparsmíði og steinhöggi og stein- og torfhleðslu. Skólinn leggur áherslu á að viðhalda og miðla íslenskri handverkshefð til nemenda. Í handverkinu er nemendum leiðbeint í gegnum þá áskorun að vinna frá hugmynd yfir í efni. Handverkskennslunni er ætlað það mikilvæga hlutverk, auk þess að æfa færni, að styðja þá ferla í innra lífi nemandans sem leiða að gagnrýnni hugsun. Waldorfskólinn Sólstafir er öflugur grunnskóli með nýjar áherslur í skólastarfi sem byggja á sterkum grunni og er foreldrum boðið að koma og kynna sér skólann, frá kl. 17.00 til 18.00 á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar. Allir foreldrar og umsjónarmenn 6 ára barna eru sérstaklega velkomnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er að vekja athygli foreldra 6 ára barna, sem nú eru að innrita börn sín í skóla, á valkost í menntun hér í Reykjavík. Waldorfskólinn Sólstafir sem hóf starfsemi sína fyrir rúmum áratug flutti síðastliðið haust að Sóltúni 6, 105 Reykjavík og er nú miðsvæðis í borginni. Waldorfstefnan er heildræn skólastefna sem byggir á 100 ára grunni. Upphafsmaður hennar var Austurríkismaðurinn Rudolf Steiner og eru waldorfskólar starfræktir víða um heim og fjölgar stöðugt. Skólinn í Sóltúni er sjálfstætt starfandi almennur grunnskóli og nemendurnir sem sækja hann eru á aldrinum 6-16 ára og koma af öllu höfuðborgarsvæðinu. Starfið er blómlegt, bekkjarhópar litlir og aðferðafræðin sem nýtt er við kennslu miðar að því að laða fram ánægða og skapandi nemendur með frumkvæði og sjálfstæða hugsun.Sjálfstæð vinnubrögð nemenda Starfshættir skólans eru áhugaverðir og nokkuð frábrugðnir því sem almennt gerist. Námsgreinar eru kenndar í 3-4 vikna blokkum og nemendur taka ekki próf heldur fer fram símat á vinnu þeirra og gefinn er vitnisburður að vori. Erlend tungumál eru kennd frá fyrsta bekk og allir nemendur læra að spila á hljóðfæri á yngra og miðstigi skólans. Námsgreinar eru kenndar í ferli þar sem kennarinn leggur inn námsefni á frjóan og lifandi hátt og nemendur vinna úr því frá eigin brjósti. Hefðbundnar skólabækur eru lítið notaðar í skólanum fyrr en á unglingastigi og nemendur vinna sínar eigin vinnubækur frá grunni í hverri námsgrein. Þessi vinnubrögð gera nemendum kleift að opna sína eigin skapandi krafta á allan mögulegan hátt í náminu og eflir sjálfstæða og frumlega hugarstarfsemi. Nemendum skólans sem komnir eru í framhaldsnám hér á landi hefur gengið vel í sínu námi og er eftir þeim tekið fyrir lítinn námsleiða, sjálfstæð vinnubrögð og góðan félagsþroska.Góð samskipti Eitt af því sem einkennir skólastarfið er sú venja að bekkjarkennari fylgi sínum hóp upp allan grunnskólann, allt frá fyrsta bekk upp í áttunda sem bekkjarkennari og síðustu tvö árin sem umsjónarkennari hópsins. Þessi hefð stuðlar að sterkum tengslum kennara og nemenda og gerir kennaranum mögulegt að aðlaga námsefnið að hópnum og að hverjum einstaklingi, þar sem hann öðlast með tímanum mikla innsýn í námsframvindu hvers og eins. Þetta skapar nemendum aukið öryggi í skólaumhverfinu og byggir upp gagnkvæma virðingu og traust.Útikennsla og umhverfissjónarmið Á skólalóðinni í Sóltúni er þegar kominn vísir að útikennslustofu þar sem vettvangsferðir og útikennsla eru stór hluti af skólastarfinu. Eigin rannsóknarvinna nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra. Skólastefnan fylgir einnig heildrænu umhverfissjónarmiði og er boðið upp á lífrænt fæði í skólanum í hádeginu og allt hráefni í skólanum er eins vistvænt og kostur er. Handverk er mikilvæg námsgrein Mikil áhersla er lögð á handverkskennslu í Waldorfskólanum. Nemendur vinna í handverki sex kennslustundir á viku og er það oft tengt þvert á aðrar námsgreinar eins og sögu og landafræði. Ýmis ferli við handverk eru tekin alveg frá grunni, til dæmis ullarvinnsla, frá flóka yfir í spunnið band sem síðan er handlitað og prjónað úr því að lokum. Eldri nemendur fá að spreyta sig í koparsmíði og steinhöggi og stein- og torfhleðslu. Skólinn leggur áherslu á að viðhalda og miðla íslenskri handverkshefð til nemenda. Í handverkinu er nemendum leiðbeint í gegnum þá áskorun að vinna frá hugmynd yfir í efni. Handverkskennslunni er ætlað það mikilvæga hlutverk, auk þess að æfa færni, að styðja þá ferla í innra lífi nemandans sem leiða að gagnrýnni hugsun. Waldorfskólinn Sólstafir er öflugur grunnskóli með nýjar áherslur í skólastarfi sem byggja á sterkum grunni og er foreldrum boðið að koma og kynna sér skólann, frá kl. 17.00 til 18.00 á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar. Allir foreldrar og umsjónarmenn 6 ára barna eru sérstaklega velkomnir.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun