Val um skólastefnu – já takk! Sigurbjörg A. Eiðsdóttir skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Tilefni þessarar greinar er að vekja athygli foreldra 6 ára barna, sem nú eru að innrita börn sín í skóla, á valkost í menntun hér í Reykjavík. Waldorfskólinn Sólstafir sem hóf starfsemi sína fyrir rúmum áratug flutti síðastliðið haust að Sóltúni 6, 105 Reykjavík og er nú miðsvæðis í borginni. Waldorfstefnan er heildræn skólastefna sem byggir á 100 ára grunni. Upphafsmaður hennar var Austurríkismaðurinn Rudolf Steiner og eru waldorfskólar starfræktir víða um heim og fjölgar stöðugt. Skólinn í Sóltúni er sjálfstætt starfandi almennur grunnskóli og nemendurnir sem sækja hann eru á aldrinum 6-16 ára og koma af öllu höfuðborgarsvæðinu. Starfið er blómlegt, bekkjarhópar litlir og aðferðafræðin sem nýtt er við kennslu miðar að því að laða fram ánægða og skapandi nemendur með frumkvæði og sjálfstæða hugsun.Sjálfstæð vinnubrögð nemenda Starfshættir skólans eru áhugaverðir og nokkuð frábrugðnir því sem almennt gerist. Námsgreinar eru kenndar í 3-4 vikna blokkum og nemendur taka ekki próf heldur fer fram símat á vinnu þeirra og gefinn er vitnisburður að vori. Erlend tungumál eru kennd frá fyrsta bekk og allir nemendur læra að spila á hljóðfæri á yngra og miðstigi skólans. Námsgreinar eru kenndar í ferli þar sem kennarinn leggur inn námsefni á frjóan og lifandi hátt og nemendur vinna úr því frá eigin brjósti. Hefðbundnar skólabækur eru lítið notaðar í skólanum fyrr en á unglingastigi og nemendur vinna sínar eigin vinnubækur frá grunni í hverri námsgrein. Þessi vinnubrögð gera nemendum kleift að opna sína eigin skapandi krafta á allan mögulegan hátt í náminu og eflir sjálfstæða og frumlega hugarstarfsemi. Nemendum skólans sem komnir eru í framhaldsnám hér á landi hefur gengið vel í sínu námi og er eftir þeim tekið fyrir lítinn námsleiða, sjálfstæð vinnubrögð og góðan félagsþroska.Góð samskipti Eitt af því sem einkennir skólastarfið er sú venja að bekkjarkennari fylgi sínum hóp upp allan grunnskólann, allt frá fyrsta bekk upp í áttunda sem bekkjarkennari og síðustu tvö árin sem umsjónarkennari hópsins. Þessi hefð stuðlar að sterkum tengslum kennara og nemenda og gerir kennaranum mögulegt að aðlaga námsefnið að hópnum og að hverjum einstaklingi, þar sem hann öðlast með tímanum mikla innsýn í námsframvindu hvers og eins. Þetta skapar nemendum aukið öryggi í skólaumhverfinu og byggir upp gagnkvæma virðingu og traust.Útikennsla og umhverfissjónarmið Á skólalóðinni í Sóltúni er þegar kominn vísir að útikennslustofu þar sem vettvangsferðir og útikennsla eru stór hluti af skólastarfinu. Eigin rannsóknarvinna nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra. Skólastefnan fylgir einnig heildrænu umhverfissjónarmiði og er boðið upp á lífrænt fæði í skólanum í hádeginu og allt hráefni í skólanum er eins vistvænt og kostur er. Handverk er mikilvæg námsgrein Mikil áhersla er lögð á handverkskennslu í Waldorfskólanum. Nemendur vinna í handverki sex kennslustundir á viku og er það oft tengt þvert á aðrar námsgreinar eins og sögu og landafræði. Ýmis ferli við handverk eru tekin alveg frá grunni, til dæmis ullarvinnsla, frá flóka yfir í spunnið band sem síðan er handlitað og prjónað úr því að lokum. Eldri nemendur fá að spreyta sig í koparsmíði og steinhöggi og stein- og torfhleðslu. Skólinn leggur áherslu á að viðhalda og miðla íslenskri handverkshefð til nemenda. Í handverkinu er nemendum leiðbeint í gegnum þá áskorun að vinna frá hugmynd yfir í efni. Handverkskennslunni er ætlað það mikilvæga hlutverk, auk þess að æfa færni, að styðja þá ferla í innra lífi nemandans sem leiða að gagnrýnni hugsun. Waldorfskólinn Sólstafir er öflugur grunnskóli með nýjar áherslur í skólastarfi sem byggja á sterkum grunni og er foreldrum boðið að koma og kynna sér skólann, frá kl. 17.00 til 18.00 á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar. Allir foreldrar og umsjónarmenn 6 ára barna eru sérstaklega velkomnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er að vekja athygli foreldra 6 ára barna, sem nú eru að innrita börn sín í skóla, á valkost í menntun hér í Reykjavík. Waldorfskólinn Sólstafir sem hóf starfsemi sína fyrir rúmum áratug flutti síðastliðið haust að Sóltúni 6, 105 Reykjavík og er nú miðsvæðis í borginni. Waldorfstefnan er heildræn skólastefna sem byggir á 100 ára grunni. Upphafsmaður hennar var Austurríkismaðurinn Rudolf Steiner og eru waldorfskólar starfræktir víða um heim og fjölgar stöðugt. Skólinn í Sóltúni er sjálfstætt starfandi almennur grunnskóli og nemendurnir sem sækja hann eru á aldrinum 6-16 ára og koma af öllu höfuðborgarsvæðinu. Starfið er blómlegt, bekkjarhópar litlir og aðferðafræðin sem nýtt er við kennslu miðar að því að laða fram ánægða og skapandi nemendur með frumkvæði og sjálfstæða hugsun.Sjálfstæð vinnubrögð nemenda Starfshættir skólans eru áhugaverðir og nokkuð frábrugðnir því sem almennt gerist. Námsgreinar eru kenndar í 3-4 vikna blokkum og nemendur taka ekki próf heldur fer fram símat á vinnu þeirra og gefinn er vitnisburður að vori. Erlend tungumál eru kennd frá fyrsta bekk og allir nemendur læra að spila á hljóðfæri á yngra og miðstigi skólans. Námsgreinar eru kenndar í ferli þar sem kennarinn leggur inn námsefni á frjóan og lifandi hátt og nemendur vinna úr því frá eigin brjósti. Hefðbundnar skólabækur eru lítið notaðar í skólanum fyrr en á unglingastigi og nemendur vinna sínar eigin vinnubækur frá grunni í hverri námsgrein. Þessi vinnubrögð gera nemendum kleift að opna sína eigin skapandi krafta á allan mögulegan hátt í náminu og eflir sjálfstæða og frumlega hugarstarfsemi. Nemendum skólans sem komnir eru í framhaldsnám hér á landi hefur gengið vel í sínu námi og er eftir þeim tekið fyrir lítinn námsleiða, sjálfstæð vinnubrögð og góðan félagsþroska.Góð samskipti Eitt af því sem einkennir skólastarfið er sú venja að bekkjarkennari fylgi sínum hóp upp allan grunnskólann, allt frá fyrsta bekk upp í áttunda sem bekkjarkennari og síðustu tvö árin sem umsjónarkennari hópsins. Þessi hefð stuðlar að sterkum tengslum kennara og nemenda og gerir kennaranum mögulegt að aðlaga námsefnið að hópnum og að hverjum einstaklingi, þar sem hann öðlast með tímanum mikla innsýn í námsframvindu hvers og eins. Þetta skapar nemendum aukið öryggi í skólaumhverfinu og byggir upp gagnkvæma virðingu og traust.Útikennsla og umhverfissjónarmið Á skólalóðinni í Sóltúni er þegar kominn vísir að útikennslustofu þar sem vettvangsferðir og útikennsla eru stór hluti af skólastarfinu. Eigin rannsóknarvinna nemenda er mikilvægur hluti náms þeirra. Skólastefnan fylgir einnig heildrænu umhverfissjónarmiði og er boðið upp á lífrænt fæði í skólanum í hádeginu og allt hráefni í skólanum er eins vistvænt og kostur er. Handverk er mikilvæg námsgrein Mikil áhersla er lögð á handverkskennslu í Waldorfskólanum. Nemendur vinna í handverki sex kennslustundir á viku og er það oft tengt þvert á aðrar námsgreinar eins og sögu og landafræði. Ýmis ferli við handverk eru tekin alveg frá grunni, til dæmis ullarvinnsla, frá flóka yfir í spunnið band sem síðan er handlitað og prjónað úr því að lokum. Eldri nemendur fá að spreyta sig í koparsmíði og steinhöggi og stein- og torfhleðslu. Skólinn leggur áherslu á að viðhalda og miðla íslenskri handverkshefð til nemenda. Í handverkinu er nemendum leiðbeint í gegnum þá áskorun að vinna frá hugmynd yfir í efni. Handverkskennslunni er ætlað það mikilvæga hlutverk, auk þess að æfa færni, að styðja þá ferla í innra lífi nemandans sem leiða að gagnrýnni hugsun. Waldorfskólinn Sólstafir er öflugur grunnskóli með nýjar áherslur í skólastarfi sem byggja á sterkum grunni og er foreldrum boðið að koma og kynna sér skólann, frá kl. 17.00 til 18.00 á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar. Allir foreldrar og umsjónarmenn 6 ára barna eru sérstaklega velkomnir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar