Erlent

Niðurstöðu beðið í Líbíu

Frá Líbíu í gær.
Frá Líbíu í gær. mynd/AFP
Kjörsókn í kosningunum í Líbíu í gær var 60%. Þetta voru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í rúma hálfa öld en kosið var um bráðabirgðaþing sem á að velja forsætisráðherra og ríkisstjórn.

Yfir eitt hundrað stjórnmálahreyfingar áttu frambjóðendur á lista.

Leiðtogi eins stærsta íslamistaflokksins í landinu sagði við AFP fréttastofuna í morgun að teldi að samsteypuflokkur frjálslyndra hefði fengið betri kosningu en íslamistar.

Talning atkvæða stendur enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×