Erlent

Þetta er útsýnið á Mars

Myndin er samsett úr 871 ljósmyndum.
Myndin er samsett úr 871 ljósmyndum. mynd/NASA
Rannsóknarvélmennið Opportunity hefur nú ferðast um sléttur Mars í 3 þúsund daga. Sendiförin átti upphaflega að taka 90 daga en litla vélmennið heldur þó ótrautt áfram.

Opportunity hefur sent gríðarlegt magn upplýsinga til jarðar. En nýleg mynd sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur sett saman birtir yfirborð rauðu plánetunnar í áður óséðu ljósi.

Aldrei hefur jafn nákvæm mynd af yfirborði plánetunnar verið opinberuð.

Þessi ótrúlega ljósmynd er samsett úr 871 ljósmyndum sem Opportunity tók fyrr á þessu ári, þegar vetur hafði nýlega gengið í garð á Mars.

Hægt er að nálgast ljósmyndina í fullri stærð hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×