Brennandi Alicia Keys 29. nóvember 2012 00:00 Bandaríska söngkonan geysivinsæla Alicia Keys hefur sent frá sér fína fimmtu breiðskífu, Girl On Fire. Hún segist hafa breyst og líði eins og allt sé nýtt. „Það er langt um liðið og ég er ekki sú sem ég var áður," segir í upphafslínum fyrsta lagsins á Girl On Fire, nýútkominni breiðskífu söngkonunnar Aliciu Keys. Platan er sú fimmta í röðinni frá Keys, sem vakti fyrst athygli aðeins tvítug að aldri árið 2001 með frumburðinum Songs in A Minor. Sú plata seldist í bílförmum, hefur selst í alls um tólf milljónum eintökum í dag, vann til fimm Grammy-verðlauna og skartaði meðal annars metsölulaginu Fallin' sem lifað hefur góðu lífi síðustu tæpu tólf árin. Í kjölfar útkomu Songs in A Minor fylgdu þrjár breiðskífur, The Diary of Alicia Keys frá 2003, As I Am frá 2007 og The Element of Freedom frá 2009. Allar nutu þær fáheyrðra vinsælda og héldu söngkonunni í fremstu röð poppsöngkvenna á heimsvísu, þótt þeirri síðastnefndu hafi raunar mistekist að komast á topp vinsældalista í Bandaríkjunum eins og fyrirrennurum hennar. Hún náði þó öðru sætinu í heimalandi Keys og efsta sætinu í Bretlandi, en hagir söngkonunnar breyttust heilmikið eftir útgáfu The Element of Freedom og hefur hún haft tiltölulega hljótt um sig í undanfara útgáfu nýju plötunnar, Girl on Fire, að minnsta kosti sé miðað við árin á undan þegar hún þeyttist linnulítið heimshorna á milli og skammtaði sjálfri sér lítinn sem engan frítíma. Undantekningin var þátttaka hennar í risasmellinum Empire State of Mind ásamt Jay-Z, einu allra vinsælasta lagi ársins 2009 og raunar síðari ára í heiminum. Ástæðuna fyrir hlédrægninni má að stórum hluta rekja til þess að í kringum útkomu The Element of Freedom árið 2009 tilkynnti Keys um trúlofun sína og upptökustjórans Swizz Beatz. Parið gekk í það heilaga í Suður-Afríku meðan á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stóð í landinu sumarið 2010 og fyrsta barn söngkonunnar, sonurinn Egypt, leit dagsins ljós nokkrum mánuðum síðar. Ferðalögum hefur því farið fækkandi hjá hjónum og barni, en þess í stað hefur Keys haldið sér í æfingu með því að leikstýra uppfærslu á Broadway og stuttmynd, hanna strigaskólínu fyrir Reebok, komið fram sem gestasöngvari hjá ýmsum listamönnum og tekist á hendur einstaka tónleika. Girl On Fire, sem einkennist að miklu leyti af lögum í rólegri kantinum og píanóleik Keys sjálfrar, var tekin upp í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Jamaíku (sem útskýrir hugsanlega reggí-áhrifin sem sveima yfir nokkrum laganna), með aðstoð nafntogaðra upptökustjóra á borð við Dr. Dre og Babyface. „Þessi plata er trúrri því sem ég er og sögunni sem ég er að reyna að segja en áður…Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lýsa því hvernig mér líður og hvernig heiminum líður. Heimurinn er nýr! Mér líður eins og allt sé nýtt," segir Keys um plötuna, sem er vissulega ný. Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Bandaríska söngkonan geysivinsæla Alicia Keys hefur sent frá sér fína fimmtu breiðskífu, Girl On Fire. Hún segist hafa breyst og líði eins og allt sé nýtt. „Það er langt um liðið og ég er ekki sú sem ég var áður," segir í upphafslínum fyrsta lagsins á Girl On Fire, nýútkominni breiðskífu söngkonunnar Aliciu Keys. Platan er sú fimmta í röðinni frá Keys, sem vakti fyrst athygli aðeins tvítug að aldri árið 2001 með frumburðinum Songs in A Minor. Sú plata seldist í bílförmum, hefur selst í alls um tólf milljónum eintökum í dag, vann til fimm Grammy-verðlauna og skartaði meðal annars metsölulaginu Fallin' sem lifað hefur góðu lífi síðustu tæpu tólf árin. Í kjölfar útkomu Songs in A Minor fylgdu þrjár breiðskífur, The Diary of Alicia Keys frá 2003, As I Am frá 2007 og The Element of Freedom frá 2009. Allar nutu þær fáheyrðra vinsælda og héldu söngkonunni í fremstu röð poppsöngkvenna á heimsvísu, þótt þeirri síðastnefndu hafi raunar mistekist að komast á topp vinsældalista í Bandaríkjunum eins og fyrirrennurum hennar. Hún náði þó öðru sætinu í heimalandi Keys og efsta sætinu í Bretlandi, en hagir söngkonunnar breyttust heilmikið eftir útgáfu The Element of Freedom og hefur hún haft tiltölulega hljótt um sig í undanfara útgáfu nýju plötunnar, Girl on Fire, að minnsta kosti sé miðað við árin á undan þegar hún þeyttist linnulítið heimshorna á milli og skammtaði sjálfri sér lítinn sem engan frítíma. Undantekningin var þátttaka hennar í risasmellinum Empire State of Mind ásamt Jay-Z, einu allra vinsælasta lagi ársins 2009 og raunar síðari ára í heiminum. Ástæðuna fyrir hlédrægninni má að stórum hluta rekja til þess að í kringum útkomu The Element of Freedom árið 2009 tilkynnti Keys um trúlofun sína og upptökustjórans Swizz Beatz. Parið gekk í það heilaga í Suður-Afríku meðan á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stóð í landinu sumarið 2010 og fyrsta barn söngkonunnar, sonurinn Egypt, leit dagsins ljós nokkrum mánuðum síðar. Ferðalögum hefur því farið fækkandi hjá hjónum og barni, en þess í stað hefur Keys haldið sér í æfingu með því að leikstýra uppfærslu á Broadway og stuttmynd, hanna strigaskólínu fyrir Reebok, komið fram sem gestasöngvari hjá ýmsum listamönnum og tekist á hendur einstaka tónleika. Girl On Fire, sem einkennist að miklu leyti af lögum í rólegri kantinum og píanóleik Keys sjálfrar, var tekin upp í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Jamaíku (sem útskýrir hugsanlega reggí-áhrifin sem sveima yfir nokkrum laganna), með aðstoð nafntogaðra upptökustjóra á borð við Dr. Dre og Babyface. „Þessi plata er trúrri því sem ég er og sögunni sem ég er að reyna að segja en áður…Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lýsa því hvernig mér líður og hvernig heiminum líður. Heimurinn er nýr! Mér líður eins og allt sé nýtt," segir Keys um plötuna, sem er vissulega ný.
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira