Brennandi Alicia Keys 29. nóvember 2012 00:00 Bandaríska söngkonan geysivinsæla Alicia Keys hefur sent frá sér fína fimmtu breiðskífu, Girl On Fire. Hún segist hafa breyst og líði eins og allt sé nýtt. „Það er langt um liðið og ég er ekki sú sem ég var áður," segir í upphafslínum fyrsta lagsins á Girl On Fire, nýútkominni breiðskífu söngkonunnar Aliciu Keys. Platan er sú fimmta í röðinni frá Keys, sem vakti fyrst athygli aðeins tvítug að aldri árið 2001 með frumburðinum Songs in A Minor. Sú plata seldist í bílförmum, hefur selst í alls um tólf milljónum eintökum í dag, vann til fimm Grammy-verðlauna og skartaði meðal annars metsölulaginu Fallin' sem lifað hefur góðu lífi síðustu tæpu tólf árin. Í kjölfar útkomu Songs in A Minor fylgdu þrjár breiðskífur, The Diary of Alicia Keys frá 2003, As I Am frá 2007 og The Element of Freedom frá 2009. Allar nutu þær fáheyrðra vinsælda og héldu söngkonunni í fremstu röð poppsöngkvenna á heimsvísu, þótt þeirri síðastnefndu hafi raunar mistekist að komast á topp vinsældalista í Bandaríkjunum eins og fyrirrennurum hennar. Hún náði þó öðru sætinu í heimalandi Keys og efsta sætinu í Bretlandi, en hagir söngkonunnar breyttust heilmikið eftir útgáfu The Element of Freedom og hefur hún haft tiltölulega hljótt um sig í undanfara útgáfu nýju plötunnar, Girl on Fire, að minnsta kosti sé miðað við árin á undan þegar hún þeyttist linnulítið heimshorna á milli og skammtaði sjálfri sér lítinn sem engan frítíma. Undantekningin var þátttaka hennar í risasmellinum Empire State of Mind ásamt Jay-Z, einu allra vinsælasta lagi ársins 2009 og raunar síðari ára í heiminum. Ástæðuna fyrir hlédrægninni má að stórum hluta rekja til þess að í kringum útkomu The Element of Freedom árið 2009 tilkynnti Keys um trúlofun sína og upptökustjórans Swizz Beatz. Parið gekk í það heilaga í Suður-Afríku meðan á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stóð í landinu sumarið 2010 og fyrsta barn söngkonunnar, sonurinn Egypt, leit dagsins ljós nokkrum mánuðum síðar. Ferðalögum hefur því farið fækkandi hjá hjónum og barni, en þess í stað hefur Keys haldið sér í æfingu með því að leikstýra uppfærslu á Broadway og stuttmynd, hanna strigaskólínu fyrir Reebok, komið fram sem gestasöngvari hjá ýmsum listamönnum og tekist á hendur einstaka tónleika. Girl On Fire, sem einkennist að miklu leyti af lögum í rólegri kantinum og píanóleik Keys sjálfrar, var tekin upp í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Jamaíku (sem útskýrir hugsanlega reggí-áhrifin sem sveima yfir nokkrum laganna), með aðstoð nafntogaðra upptökustjóra á borð við Dr. Dre og Babyface. „Þessi plata er trúrri því sem ég er og sögunni sem ég er að reyna að segja en áður…Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lýsa því hvernig mér líður og hvernig heiminum líður. Heimurinn er nýr! Mér líður eins og allt sé nýtt," segir Keys um plötuna, sem er vissulega ný. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Bandaríska söngkonan geysivinsæla Alicia Keys hefur sent frá sér fína fimmtu breiðskífu, Girl On Fire. Hún segist hafa breyst og líði eins og allt sé nýtt. „Það er langt um liðið og ég er ekki sú sem ég var áður," segir í upphafslínum fyrsta lagsins á Girl On Fire, nýútkominni breiðskífu söngkonunnar Aliciu Keys. Platan er sú fimmta í röðinni frá Keys, sem vakti fyrst athygli aðeins tvítug að aldri árið 2001 með frumburðinum Songs in A Minor. Sú plata seldist í bílförmum, hefur selst í alls um tólf milljónum eintökum í dag, vann til fimm Grammy-verðlauna og skartaði meðal annars metsölulaginu Fallin' sem lifað hefur góðu lífi síðustu tæpu tólf árin. Í kjölfar útkomu Songs in A Minor fylgdu þrjár breiðskífur, The Diary of Alicia Keys frá 2003, As I Am frá 2007 og The Element of Freedom frá 2009. Allar nutu þær fáheyrðra vinsælda og héldu söngkonunni í fremstu röð poppsöngkvenna á heimsvísu, þótt þeirri síðastnefndu hafi raunar mistekist að komast á topp vinsældalista í Bandaríkjunum eins og fyrirrennurum hennar. Hún náði þó öðru sætinu í heimalandi Keys og efsta sætinu í Bretlandi, en hagir söngkonunnar breyttust heilmikið eftir útgáfu The Element of Freedom og hefur hún haft tiltölulega hljótt um sig í undanfara útgáfu nýju plötunnar, Girl on Fire, að minnsta kosti sé miðað við árin á undan þegar hún þeyttist linnulítið heimshorna á milli og skammtaði sjálfri sér lítinn sem engan frítíma. Undantekningin var þátttaka hennar í risasmellinum Empire State of Mind ásamt Jay-Z, einu allra vinsælasta lagi ársins 2009 og raunar síðari ára í heiminum. Ástæðuna fyrir hlédrægninni má að stórum hluta rekja til þess að í kringum útkomu The Element of Freedom árið 2009 tilkynnti Keys um trúlofun sína og upptökustjórans Swizz Beatz. Parið gekk í það heilaga í Suður-Afríku meðan á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu stóð í landinu sumarið 2010 og fyrsta barn söngkonunnar, sonurinn Egypt, leit dagsins ljós nokkrum mánuðum síðar. Ferðalögum hefur því farið fækkandi hjá hjónum og barni, en þess í stað hefur Keys haldið sér í æfingu með því að leikstýra uppfærslu á Broadway og stuttmynd, hanna strigaskólínu fyrir Reebok, komið fram sem gestasöngvari hjá ýmsum listamönnum og tekist á hendur einstaka tónleika. Girl On Fire, sem einkennist að miklu leyti af lögum í rólegri kantinum og píanóleik Keys sjálfrar, var tekin upp í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Jamaíku (sem útskýrir hugsanlega reggí-áhrifin sem sveima yfir nokkrum laganna), með aðstoð nafntogaðra upptökustjóra á borð við Dr. Dre og Babyface. „Þessi plata er trúrri því sem ég er og sögunni sem ég er að reyna að segja en áður…Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lýsa því hvernig mér líður og hvernig heiminum líður. Heimurinn er nýr! Mér líður eins og allt sé nýtt," segir Keys um plötuna, sem er vissulega ný.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið