Lífið

Engin börn með Jolie

Billy Bob Thornton er sagður ekki hafa viljað eignast börn með Jolie.
Billy Bob Thornton er sagður ekki hafa viljað eignast börn með Jolie.
Leikarahjónin fyrrverandi Billy Bob Thornton og Angelina Jolie ákváðu að skilja vegna þess að Thornton vildi ekki eignast börn með Jolie.

Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans, Melissa deBin-Parish. Hún var gift Thornton á árunum 1978 til 1980 og segir að lítill áhugi hans á börnum hafi fært þau í sundur.

„Ég veit að hann vildi ekki hafa börn í kringum sig á þeim tíma. Skoðið bara hvað gerðist. Hún ættleiddi Maddox og hann hvarf á braut,“ sagði hún. Thornton og Jolie hittust árið 1999 og giftust eftir tveggja mánaða samband. Þremur mánuðum eftir að Jolie ættleiddi Maddox skildu þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.