Vísitölufjölskyldan er gjaldþrota! Karl Sigfússon skrifar 19. janúar 2012 06:00 VARÚÐ! Í þessum pistli er að finna staðreyndir um fjárhagsstöðu íslenskra heimila sem valdið geta óhug og vanlíðan. Pistlahöfundur ráðleggur viðkvæmum frá því að lesa lengra. Vissuð þið að í lok árs 2010 voru um 40% íslenskra heimila með neikvæða eignastöðu? Þetta merkir að um 60.000 íslenskar fjölskyldur skulda meira en þær eiga! Til samanburðar má nefna að í lok árs 2007 voru það „aðeins" um 25.000 fjölskyldur sem voru í þessari erfiðu stöðu. Vandinn hefur því meira en tvöfaldast á aðeins þremur árum. Til að setja þetta í nærtækara samhengi skuldar næstum því annar hver Íslendingur meira en hann á – getur það undir einhverjum kringumstæðum talist eðlilegt eða ásættanlegt? Þessar skelfilegu tölur koma fram í greininni „Niðurstöður álagningar 2011" eftir Pál Kolbeins sem birt var í októberhefti Tíundar sem gefið er út af Ríkisskattstjóra. Greinin er í raun samantekt á niðurstöðum álagningar 2011 sem byggir á skattframtölum landsmanna fyrir árið 2010. (Sjá nánar www.tiund.is) Í samantekt Páls opinberast, svo ekki verður um villst, að fjárhagur fjölda íslenskra heimila er í rúst. Eignastaðan hríðversnar milli ára, kaupmáttur minnkar og tekjur byggja í síauknum mæli á bótum frá hinu opinbera og úttekt einstaklinga á séreignarsparnaði. Frá árinu 2008 hefur hlutfall greiðslna frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum og atvinnuleysisbótasjóði hækkað úr því að vera 13% af heildartekjum landsmanna í það að vera 21% árið 2010 – það er ógnvænleg þróun á aðeins þremur árum! Það sjá það allir, sem vilja sjá, að staða fjölmargra íslenskra heimila er vonlaus. Ef ekki verður ráðist tafarlaust í róttækar aðgerðir til að leiðrétta skuldastöðuna mun hlutfall eignalausra heimila hækka enn frekar – núverandi aðgerðir stjórnvalda breyta litlu sem engu þar um. Einn stærsti einstaki orsakavaldurinn á eignabruna heimilanna eru verðtryggð fasteignalán. Þá staðreynd er ekki hægt að hrekja. Með smá heimildarvinnu og einföldum útreikningum má finna út að verðtryggingarákvæði fasteignalána hefur hækkað skuldir einstaklinga um upphæð að stærðargráðunni 250 milljarðar frá árinu 2008 til dagsins í dag – ég endurtek 250 milljarðar. Og hvert fóru þessir milljarðar svo – jú, að stærstum hluta til lífeyrissjóðanna okkar sem eiga með beinum eða óbeinum hætti langstærstan hluta verðtryggðra fasteignalána landsmanna. Það eru sem sagt okkar eigin lífeyrissjóðir sem eru að soga máttinn úr fjölskyldum landsins gegnum verðtryggingarákvæði fasteignalána. Ég get fullyrt að langflestir landsmenn eru orðnir verulega þreyttir á að horfa upp á okkar lýðræðislega kjörnu stjórnmálamenn eyða tíma sínum og orku í innanhússþras og rifrildi um ráðherrastóla í stað þess að vinna að raunverulegum aðgerðum sem leiðrétta óverðskuldaða stöðu venjulegra íslenskra heimila. Ég er orðinn verulega pirraður – hvað með ykkur hin? Eruð þið sátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
VARÚÐ! Í þessum pistli er að finna staðreyndir um fjárhagsstöðu íslenskra heimila sem valdið geta óhug og vanlíðan. Pistlahöfundur ráðleggur viðkvæmum frá því að lesa lengra. Vissuð þið að í lok árs 2010 voru um 40% íslenskra heimila með neikvæða eignastöðu? Þetta merkir að um 60.000 íslenskar fjölskyldur skulda meira en þær eiga! Til samanburðar má nefna að í lok árs 2007 voru það „aðeins" um 25.000 fjölskyldur sem voru í þessari erfiðu stöðu. Vandinn hefur því meira en tvöfaldast á aðeins þremur árum. Til að setja þetta í nærtækara samhengi skuldar næstum því annar hver Íslendingur meira en hann á – getur það undir einhverjum kringumstæðum talist eðlilegt eða ásættanlegt? Þessar skelfilegu tölur koma fram í greininni „Niðurstöður álagningar 2011" eftir Pál Kolbeins sem birt var í októberhefti Tíundar sem gefið er út af Ríkisskattstjóra. Greinin er í raun samantekt á niðurstöðum álagningar 2011 sem byggir á skattframtölum landsmanna fyrir árið 2010. (Sjá nánar www.tiund.is) Í samantekt Páls opinberast, svo ekki verður um villst, að fjárhagur fjölda íslenskra heimila er í rúst. Eignastaðan hríðversnar milli ára, kaupmáttur minnkar og tekjur byggja í síauknum mæli á bótum frá hinu opinbera og úttekt einstaklinga á séreignarsparnaði. Frá árinu 2008 hefur hlutfall greiðslna frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum og atvinnuleysisbótasjóði hækkað úr því að vera 13% af heildartekjum landsmanna í það að vera 21% árið 2010 – það er ógnvænleg þróun á aðeins þremur árum! Það sjá það allir, sem vilja sjá, að staða fjölmargra íslenskra heimila er vonlaus. Ef ekki verður ráðist tafarlaust í róttækar aðgerðir til að leiðrétta skuldastöðuna mun hlutfall eignalausra heimila hækka enn frekar – núverandi aðgerðir stjórnvalda breyta litlu sem engu þar um. Einn stærsti einstaki orsakavaldurinn á eignabruna heimilanna eru verðtryggð fasteignalán. Þá staðreynd er ekki hægt að hrekja. Með smá heimildarvinnu og einföldum útreikningum má finna út að verðtryggingarákvæði fasteignalána hefur hækkað skuldir einstaklinga um upphæð að stærðargráðunni 250 milljarðar frá árinu 2008 til dagsins í dag – ég endurtek 250 milljarðar. Og hvert fóru þessir milljarðar svo – jú, að stærstum hluta til lífeyrissjóðanna okkar sem eiga með beinum eða óbeinum hætti langstærstan hluta verðtryggðra fasteignalána landsmanna. Það eru sem sagt okkar eigin lífeyrissjóðir sem eru að soga máttinn úr fjölskyldum landsins gegnum verðtryggingarákvæði fasteignalána. Ég get fullyrt að langflestir landsmenn eru orðnir verulega þreyttir á að horfa upp á okkar lýðræðislega kjörnu stjórnmálamenn eyða tíma sínum og orku í innanhússþras og rifrildi um ráðherrastóla í stað þess að vinna að raunverulegum aðgerðum sem leiðrétta óverðskuldaða stöðu venjulegra íslenskra heimila. Ég er orðinn verulega pirraður – hvað með ykkur hin? Eruð þið sátt?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar