Syndir Geirs og drengskapur þingmanna Markús Möller skrifar 19. janúar 2012 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um hætta við að láta Geir Haarde bera syndir bankahrunsins – einan. Einhverjir þingmenn VG hafa snúist eða horfið af þingi og aðrir séð sig um hönd. Heyrast þá ekki hljóð úr Samfylkingunni að það væri stílbrot ef þessi fyrsta beiting landsdómslaganna yrði slegin af á Alþingi, og það sé auk þess betra fyrir sakborninginn að ganga sín svipugöng og verja sig en liggja ævilangt undir ámæli. Vegna þess fyrra hafa þó margir bent á að landsdómslögin séu úrelt og helst fallin til að eitra andrúmsloftið í stjórnmálum, en skynsamlegra að meðhöndla brot í embætti í hinu almenna réttarkerfi. Stílhyggja af ofangreindu tagi er líka merkileg í þingflokki sem afgreiddi bankahrunið með því að fría sinn bankamálaráðherra (sem má ganga laus – fyrir mér) en ákæra forsætisráðherrann, sem var þó á þönum allt árið 2008 að reyna að bjarga. Íslenska ríkisstjórnin var á þessum tíma ekki fjölskipað stjórnvald, heldur bar hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki. Hið seinna, þroskun með hirtingu, hljómar eins og kynningarmyndband fyrir Abu Ghraib: Kannski þeir vatnsbrettuðu hafi bara fengið einstök tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Samfylkingunni til upplýsingar kvað það þó vera almenn afstaða fólks að vilja ekki láta berja sig, jafnvel þótt höggin séu greidd í uppbyggilegum tilgangi. Ég veit ekki til að refsingar hafi nema tvenns konar tilgang ef grannt er skoðað, forvarnir og bætur. Bótagildi þess að senda mann í steininn fyrir að hafa lagt sig allan fram en mistekist, er ekkert. Forvarnargildið er þegar orðið kappnóg, embættismissir og stjórnmálaferill í rúst. Þá stendur eftir hvort þingheimur getur ekki leyft sér að sýna drengskap og þjösnast ekki frekar á manni sem vann af öllu afli og gerði sitt besta þótt hann biði ósigur, manni sem ég veit ekki til að hafi lagt illt til nokkurrar manneskju. Ef slíkur drengskapur er af skornum skammti á Alþingi þá er varla við því að búast að þrautagöngu íslenskrar þjóðar ljúki í bráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um hætta við að láta Geir Haarde bera syndir bankahrunsins – einan. Einhverjir þingmenn VG hafa snúist eða horfið af þingi og aðrir séð sig um hönd. Heyrast þá ekki hljóð úr Samfylkingunni að það væri stílbrot ef þessi fyrsta beiting landsdómslaganna yrði slegin af á Alþingi, og það sé auk þess betra fyrir sakborninginn að ganga sín svipugöng og verja sig en liggja ævilangt undir ámæli. Vegna þess fyrra hafa þó margir bent á að landsdómslögin séu úrelt og helst fallin til að eitra andrúmsloftið í stjórnmálum, en skynsamlegra að meðhöndla brot í embætti í hinu almenna réttarkerfi. Stílhyggja af ofangreindu tagi er líka merkileg í þingflokki sem afgreiddi bankahrunið með því að fría sinn bankamálaráðherra (sem má ganga laus – fyrir mér) en ákæra forsætisráðherrann, sem var þó á þönum allt árið 2008 að reyna að bjarga. Íslenska ríkisstjórnin var á þessum tíma ekki fjölskipað stjórnvald, heldur bar hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki. Hið seinna, þroskun með hirtingu, hljómar eins og kynningarmyndband fyrir Abu Ghraib: Kannski þeir vatnsbrettuðu hafi bara fengið einstök tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Samfylkingunni til upplýsingar kvað það þó vera almenn afstaða fólks að vilja ekki láta berja sig, jafnvel þótt höggin séu greidd í uppbyggilegum tilgangi. Ég veit ekki til að refsingar hafi nema tvenns konar tilgang ef grannt er skoðað, forvarnir og bætur. Bótagildi þess að senda mann í steininn fyrir að hafa lagt sig allan fram en mistekist, er ekkert. Forvarnargildið er þegar orðið kappnóg, embættismissir og stjórnmálaferill í rúst. Þá stendur eftir hvort þingheimur getur ekki leyft sér að sýna drengskap og þjösnast ekki frekar á manni sem vann af öllu afli og gerði sitt besta þótt hann biði ósigur, manni sem ég veit ekki til að hafi lagt illt til nokkurrar manneskju. Ef slíkur drengskapur er af skornum skammti á Alþingi þá er varla við því að búast að þrautagöngu íslenskrar þjóðar ljúki í bráð.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar