Lífið

McCarthy í handritaskrifum

Comac McCarthy skrifaði sjálfur kvikmyndahandritið að nýjustu bók sinni The Counsellor.
Comac McCarthy skrifaði sjálfur kvikmyndahandritið að nýjustu bók sinni The Counsellor.
Rithöfundurinn Cormac McCarthy ætti að vera flestum kunnur, en hann skrifaði skáldsögurnar á bak við myndirnar No Country for Old Men og The Road.

Hingað til hefur hann látið sérhæfða menn um kvikmyndaaðlögunina að bókum sínum en ákvað nú að láta reyna á eigin getu, McCarthy kom ritstjórum sínum á óvart með kvikmyndahandritinu þegar þeir voru að bíða eftir að fá nýju bókina hans, The Counsellor, í hendurnar.

Handritið hefur þegar verið selt, en framleiðendurnir Nick Wechsler, Steve Schwartz og Paula Mae Schwartz náðu að festa kaup á því áður en byrjað var að keppast um það. Sagan fjallar um virðulegan lögfræðing sem telur sig geta grætt á heimi fíkniefna án þess þó að dragast inn í hann. Sagan er sögð vera sú besta og truflaðasta sem rithöfundurinn hefur sent frá sér hingað til, og á sama tíma uppfull af húmor. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.