Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í áttunda skiptið í sumar, helgina 26.-29. júlí. Fram koma Mugison, Valgeir Guðjónsson, Fjallabræður og Contalgen Funeral.
Bræðslan hefur í gegnum árin skipað sér sess sem ómissandi hlekkur í tónlistarlífi landans. Tónleikarnir fara fram að kvöldi 28. júlí í gamalli síldarbræðslu sem heimamenn breyta í tónleikahöll einu sinni á ári.
Forsala á Bræðsluna hefst 10. maí á Midi.is en síðustu ár hefur selst upp á Bræðsluna í forsölu enda aðeins 800 aðgöngumiðar í boði.
Áttunda Bræðslan
