Leigjendur og ungt fólk berskjaldaðra fyrir eldsvoðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. nóvember 2012 09:15 Slökkviliðið að störfum og margmenni fylgist með. Mynd/ Anton Brink. Leigjendur og fólk á aldrinum 25-34 ára er berskjaldaðra fyrir eldsvoðum en aðrir. Ný rannsókn Capacent Gallup á eldvörnum á íslenskum heimilum sýnir að eldvarnir eru miklu lakari hjá fólki á þessum aldri en öðrum aldurshópum. Þá kemur fram sláandi munur á eldvörnum hjá leigjendum í samanburði við þá sem búa í eigin húsnæði. Þannig eru 63 prósent heimila í leiguhúsnæði með engan eða aðeins einn reykskynjara. Samsvarandi hlutfall er 26 prósent hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Unga fólkið er einmitt líklegra en þeir eldri til að búa í leiguhúsnæði. Capacent gerði könnunina í október síðastliðnum fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið (EB). Þegar spurt var um fjölda uppsettra reykskynjara kom í ljós að enn er enginn reykskynjari á sex prósent heimila og aðeins einn á 25,1 prósent heimila. Ástandið er hins vegar miklu verra hjá aldurshópnum 25-34 ára. Þar eru 11 prósent án reykskynjara og önnur 38 prósent aðeins með einn. Og sem fyrr segir er ástandið enn verra í leiguhúsnæði. Stór hluti þeirra sem segja engan uppsettan reykskynjara vera á heimilinu eiga reykskynjara sem á eftir að setja upp. Athygli vekur einnig að Reykjavík kemur illa út úr samanburði við önnur landssvæði. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri LSS, segir að innan EB hafi verið rætt um hugsanlegar leiðir til að auka eldvarnir á umræddum heimilum. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Leigjendur og fólk á aldrinum 25-34 ára er berskjaldaðra fyrir eldsvoðum en aðrir. Ný rannsókn Capacent Gallup á eldvörnum á íslenskum heimilum sýnir að eldvarnir eru miklu lakari hjá fólki á þessum aldri en öðrum aldurshópum. Þá kemur fram sláandi munur á eldvörnum hjá leigjendum í samanburði við þá sem búa í eigin húsnæði. Þannig eru 63 prósent heimila í leiguhúsnæði með engan eða aðeins einn reykskynjara. Samsvarandi hlutfall er 26 prósent hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Unga fólkið er einmitt líklegra en þeir eldri til að búa í leiguhúsnæði. Capacent gerði könnunina í október síðastliðnum fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið (EB). Þegar spurt var um fjölda uppsettra reykskynjara kom í ljós að enn er enginn reykskynjari á sex prósent heimila og aðeins einn á 25,1 prósent heimila. Ástandið er hins vegar miklu verra hjá aldurshópnum 25-34 ára. Þar eru 11 prósent án reykskynjara og önnur 38 prósent aðeins með einn. Og sem fyrr segir er ástandið enn verra í leiguhúsnæði. Stór hluti þeirra sem segja engan uppsettan reykskynjara vera á heimilinu eiga reykskynjara sem á eftir að setja upp. Athygli vekur einnig að Reykjavík kemur illa út úr samanburði við önnur landssvæði. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri LSS, segir að innan EB hafi verið rætt um hugsanlegar leiðir til að auka eldvarnir á umræddum heimilum.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira