Gistiheimili fyrir fatlaða fær ekki að taka við hópum vegna mistaka Karen Kjartansdóttir skrifar 23. nóvember 2012 19:11 Gistiheimili á neðstu hæð gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar fyrir fötluð ungmenni hefur ekki fengið að taka við hópum vegna mistaka borgarinnar. Eigandinn segist hafa orðið fyrir um hundrað milljón króna skaða . Borgin gæti verið skaðabótaskyld. Þorsteinn Steingrímsson keypti Heilsuverndarstöðina fyrir sex árum, gerði húsið upp á eigin kostnað, og langaði að koma því í notkun. Það hefur þó ekki gengið áfallalaust. Sé farið mjög hratt yfir sögu var stefnt að því að allt húsið yrði notað fyrir stofnanir í heilbirgðiskerfinu, hingað til hefur þó aðeins Landlæknisembættið haft þar aðsetur. Þorsteinn ákvað því að koma fyrir hótelaðstöðu sem ekki síst nýttist fötluðum sérstaklega ungu fólkið sem vill ferðast saman. Hann bókaði hópa en nokkrum dögum áður en fyrsti hópurinn átti að koma fékk hann bréf sem sagði að þótt skipulagsráð hefði á sínum tíma talið hótelstarfsemi ekki vera í andstöðu við deiluskipulag hefði verið of langt gengið. Eða eins og segir í minnisblaði frá Skipulags- og byggingarsviði:„Samkvæmt gildandi skipulagsreglugerð er heimilt að skilgreina landnotkun þrengra í deiliskipulagi en gert er í aðalskipulagi. Heimilt er að kveða á um mismunandi notkun einstakra hæða eða hluta í byggingum. Í því ljósi finnst mér vafasamband að hægt sé að breyta hluta umræddrar byggingar í hótel eða gistiheimili áður án þess að deiliskipulagi sé breytt áður." „Ég greiddi gríðarlegar skaðabætur." segir Þorsteinn. „Og þurfti að leggja á mig gríðarlega vinnu við að koma hópunum annað," bætir hann ósáttur við. „Það var ekki hægt hér á Íslandi því engin önnur hótel á Íslandi taka á móti fötluðum í hópum. Byggingarreglugerðin þannig að hvert hótel þarf bara að skaffa eitt herbergi fyrir fatlaða. Það er þó oftast þannig að þeir geta ekki notað það því baðaðstaðan nægir ekki," segir Þorsteinn. Hann segir hart að hafa orðið af öllu sumrinu, haustinu, hátíðarhöldum á borð við Airwaves og nú jólahátíðinni. Sárast þyki sér þó að hafa valdið ungmennum og fjölskyldum þeirra vonbrigðum. Embættismenn borgarinnar hafa viðurkennt að þeir hafi komist að rangri niðurstöðu þegar þeir bönnuðu Þorsteini að taka við hópunum sögðu að ef hann teldi sig hafa orðið fyrir tjóni ætti hann að snú sér til borgarlögmanns. Í bréfi frá skipulagsráði segir þetta meðal annars:„Ekkert segir í gildandi deiliskipulagi fyrir þennan reit um landnotkun á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Þar stendur einungis á þeirri lóð á teikningu deiliskipulagsins: "Heilsuverndarstöð Reykjavíkur." Samkvæmt þessum úrskurði er með þeirri merkingu í deiliskipulaginu einungis verið að tilgreina hvað fyrir er á lóðinni en segir ekkert um landnotkun á þeirri lóð. Það eina sem gildir um þá landnotkun á lóðinni er gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er þetta svæði svokallað "miðsvæði." Það er skilgreint svo í gildandi skipulagsreglugerð: "Á miðsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi s.s. verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, veitinga- og gistihúsum, menningarstofnunum og hreinlegum iðnaði." Því næst segir í bréfinu:„Samkvæmt þessu ætti rekstur gistiheimilis að geta gengið á þessum stað." Þorsteinn er því næst hvattur til að leggja inn nýja umsókn til byggingafulltrúa um leyfi til að innrétta gistiheimili. Það skilur Þorsteinn ekki því hann hafi aldrei dregið umsóknina til baka heldur fengið leyfi sem síðan var dregið til baka á röngum forsendum eins og viðurkennt hafi verið. Þorsteinn segir að hann vilji ekki sækja skaðabætur í vasa borgarbúa heldur til embættismannanna sem beri ábyrgð á mistökunum og fái greidd laun fyrir að bera ábyrgð á málum sem þessum. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Gistiheimili á neðstu hæð gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar fyrir fötluð ungmenni hefur ekki fengið að taka við hópum vegna mistaka borgarinnar. Eigandinn segist hafa orðið fyrir um hundrað milljón króna skaða . Borgin gæti verið skaðabótaskyld. Þorsteinn Steingrímsson keypti Heilsuverndarstöðina fyrir sex árum, gerði húsið upp á eigin kostnað, og langaði að koma því í notkun. Það hefur þó ekki gengið áfallalaust. Sé farið mjög hratt yfir sögu var stefnt að því að allt húsið yrði notað fyrir stofnanir í heilbirgðiskerfinu, hingað til hefur þó aðeins Landlæknisembættið haft þar aðsetur. Þorsteinn ákvað því að koma fyrir hótelaðstöðu sem ekki síst nýttist fötluðum sérstaklega ungu fólkið sem vill ferðast saman. Hann bókaði hópa en nokkrum dögum áður en fyrsti hópurinn átti að koma fékk hann bréf sem sagði að þótt skipulagsráð hefði á sínum tíma talið hótelstarfsemi ekki vera í andstöðu við deiluskipulag hefði verið of langt gengið. Eða eins og segir í minnisblaði frá Skipulags- og byggingarsviði:„Samkvæmt gildandi skipulagsreglugerð er heimilt að skilgreina landnotkun þrengra í deiliskipulagi en gert er í aðalskipulagi. Heimilt er að kveða á um mismunandi notkun einstakra hæða eða hluta í byggingum. Í því ljósi finnst mér vafasamband að hægt sé að breyta hluta umræddrar byggingar í hótel eða gistiheimili áður án þess að deiliskipulagi sé breytt áður." „Ég greiddi gríðarlegar skaðabætur." segir Þorsteinn. „Og þurfti að leggja á mig gríðarlega vinnu við að koma hópunum annað," bætir hann ósáttur við. „Það var ekki hægt hér á Íslandi því engin önnur hótel á Íslandi taka á móti fötluðum í hópum. Byggingarreglugerðin þannig að hvert hótel þarf bara að skaffa eitt herbergi fyrir fatlaða. Það er þó oftast þannig að þeir geta ekki notað það því baðaðstaðan nægir ekki," segir Þorsteinn. Hann segir hart að hafa orðið af öllu sumrinu, haustinu, hátíðarhöldum á borð við Airwaves og nú jólahátíðinni. Sárast þyki sér þó að hafa valdið ungmennum og fjölskyldum þeirra vonbrigðum. Embættismenn borgarinnar hafa viðurkennt að þeir hafi komist að rangri niðurstöðu þegar þeir bönnuðu Þorsteini að taka við hópunum sögðu að ef hann teldi sig hafa orðið fyrir tjóni ætti hann að snú sér til borgarlögmanns. Í bréfi frá skipulagsráði segir þetta meðal annars:„Ekkert segir í gildandi deiliskipulagi fyrir þennan reit um landnotkun á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Þar stendur einungis á þeirri lóð á teikningu deiliskipulagsins: "Heilsuverndarstöð Reykjavíkur." Samkvæmt þessum úrskurði er með þeirri merkingu í deiliskipulaginu einungis verið að tilgreina hvað fyrir er á lóðinni en segir ekkert um landnotkun á þeirri lóð. Það eina sem gildir um þá landnotkun á lóðinni er gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er þetta svæði svokallað "miðsvæði." Það er skilgreint svo í gildandi skipulagsreglugerð: "Á miðsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi s.s. verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, veitinga- og gistihúsum, menningarstofnunum og hreinlegum iðnaði." Því næst segir í bréfinu:„Samkvæmt þessu ætti rekstur gistiheimilis að geta gengið á þessum stað." Þorsteinn er því næst hvattur til að leggja inn nýja umsókn til byggingafulltrúa um leyfi til að innrétta gistiheimili. Það skilur Þorsteinn ekki því hann hafi aldrei dregið umsóknina til baka heldur fengið leyfi sem síðan var dregið til baka á röngum forsendum eins og viðurkennt hafi verið. Þorsteinn segir að hann vilji ekki sækja skaðabætur í vasa borgarbúa heldur til embættismannanna sem beri ábyrgð á mistökunum og fái greidd laun fyrir að bera ábyrgð á málum sem þessum.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira