Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir í fullu fjöri Eva Einarsdóttir skrifar 21. janúar 2012 06:00 Þessa dagana fer fram skemmtilegt og metnaðarfullt alþjóðlegt íþróttamót í Reykjavík, Reykjavík International Games. Eru þessir mikilvægu leikar nú haldnir í fimmta sinn fyrir íslenskt og erlent íþróttafólk og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Um 400 erlendir keppendur og gestir eru komnir til landsins í tengslum við mótið. Upphaf Reykjavíkurleikanna má rekja til ársins 2007 þegar haldið var alþjóðlegt íþróttamót í Reykjavík fyrir ungmenni. Í kjölfarið sáu skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur og aðrir innan íþróttahreyfingarinnar, að kunnáttan og metnaðurinn væru til staðar til að standa að árlegu móti. Árangurinn hefur svo sannarlega sýnt fram á að leikarnir eru komnir til að vera. Reykjavíkurborg og Íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkur eru stolt af þessum frábæra vettvangi fyrir íþróttafólk. Borgin leggur metnað sinn í að í Reykjavík sé blómlegt íþróttalíf og fjölbreytnin skiptir þar miklu máli. Í ár er keppt í sextán ólíkum greinum á þessu fyrsta stórmóti ársins. Á meðal greina má nefna; sund, skylmingar, keilu, kraftlyftingar, samkvæmisdans og badminton. Í þremur af þessum greinum keppa fatlaðir íþróttamenn og vonandi á þátttaka þeirra bara eftir að aukast. Á leikunum keppa margir af okkar bestu íþróttamönnum og þarna taka líka sumir íþróttamenn sín fyrstu skref sem þátttakendur í alþjóðlegu móti. Í tengslum við Reykjavíkurleikana var á fimmtudaginn haldin vegleg ráðstefna um afreksíþróttir fyrir íþróttafólk, þjálfara og aðra áhugasama. Í gærkvöldi var síðan blásið til glæsilegrar opnunarhátíðar. Í kvöld verður svo hið frábæra sundlaugarpartý í Laugardalslauginni þar sem þátttakendur og allir aðrir eru hjartanlega velkomnir. Í sumum keppnisgreinum leikanna gefst kostur á að vinna sig upp á heimslistum. Í ljósi þess að að Ólympíuleikar eru haldnir í ár þá getur gott gengi á Reykjavíkurleikunum gert gæfumuninn fyrir suma. Að baki góðs árangurs keppenda eru strangar æfingar – blóð, sviti og tár eins og stundum er talað um. Vinátta og gleði eru ekki síður mikilvægur hluti leikanna. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, og öllum sem tekið hafa þátt í skipulagningu leikanna um leið og ég óska öllum þátttakendum góðs gengis. Þið lýsið upp þennan dimma tíma ársins með þátttöku ykkar og dugnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana fer fram skemmtilegt og metnaðarfullt alþjóðlegt íþróttamót í Reykjavík, Reykjavík International Games. Eru þessir mikilvægu leikar nú haldnir í fimmta sinn fyrir íslenskt og erlent íþróttafólk og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Um 400 erlendir keppendur og gestir eru komnir til landsins í tengslum við mótið. Upphaf Reykjavíkurleikanna má rekja til ársins 2007 þegar haldið var alþjóðlegt íþróttamót í Reykjavík fyrir ungmenni. Í kjölfarið sáu skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur og aðrir innan íþróttahreyfingarinnar, að kunnáttan og metnaðurinn væru til staðar til að standa að árlegu móti. Árangurinn hefur svo sannarlega sýnt fram á að leikarnir eru komnir til að vera. Reykjavíkurborg og Íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkur eru stolt af þessum frábæra vettvangi fyrir íþróttafólk. Borgin leggur metnað sinn í að í Reykjavík sé blómlegt íþróttalíf og fjölbreytnin skiptir þar miklu máli. Í ár er keppt í sextán ólíkum greinum á þessu fyrsta stórmóti ársins. Á meðal greina má nefna; sund, skylmingar, keilu, kraftlyftingar, samkvæmisdans og badminton. Í þremur af þessum greinum keppa fatlaðir íþróttamenn og vonandi á þátttaka þeirra bara eftir að aukast. Á leikunum keppa margir af okkar bestu íþróttamönnum og þarna taka líka sumir íþróttamenn sín fyrstu skref sem þátttakendur í alþjóðlegu móti. Í tengslum við Reykjavíkurleikana var á fimmtudaginn haldin vegleg ráðstefna um afreksíþróttir fyrir íþróttafólk, þjálfara og aðra áhugasama. Í gærkvöldi var síðan blásið til glæsilegrar opnunarhátíðar. Í kvöld verður svo hið frábæra sundlaugarpartý í Laugardalslauginni þar sem þátttakendur og allir aðrir eru hjartanlega velkomnir. Í sumum keppnisgreinum leikanna gefst kostur á að vinna sig upp á heimslistum. Í ljósi þess að að Ólympíuleikar eru haldnir í ár þá getur gott gengi á Reykjavíkurleikunum gert gæfumuninn fyrir suma. Að baki góðs árangurs keppenda eru strangar æfingar – blóð, sviti og tár eins og stundum er talað um. Vinátta og gleði eru ekki síður mikilvægur hluti leikanna. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, og öllum sem tekið hafa þátt í skipulagningu leikanna um leið og ég óska öllum þátttakendum góðs gengis. Þið lýsið upp þennan dimma tíma ársins með þátttöku ykkar og dugnaði.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar