Langþreytt á sóðaskap miðbæjargesta Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 7. október 2012 18:29 Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir að fjölga þurfi almenningssalernum í miðborginni og fara betur eftir lögreglusamþykkt borgarinnar sem bannar þvaglát á almannafæri. Fréttastofa fann fjögur almenningssalerni í miðbænum í dag, en eitt þeirra var bilað. Íbúa einum í miðborginni brast þolinmæðin í nótt þegar hann varð var við það að þrír menn voru að míga á kjallaragluggann á svefnherbergi hans. Maðurinn rauk út kviknakinn með stærðarinnar frumskógarsveðju og hóf atlögu að mönnunum og rassskellti þá með flatri sveðjunni. Að því loknu sneri hann aftur inn á heimili sitt en samkvæmt sjónarvotti sem fréttastofa ræddi við í dag réðst einn af mönnunum að heimilinu og braut glugga í útidyrahurðinni. Lögregla var kölluð til og handtók hún sveðjumanninn en engum sögum fer af örlögum þeirra sem migu á hús hans en þvaglát á almannafæri eru brot á lögreglusamþykkt borgarinnar og við því liggur allt að tíu þúsund króna sekt. Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir íbúa orðna langþreytta á sóðaskap miðbæjargesta um helgar. „Við erum margbúin að kvarta yfir þessu og lögreglan virðist ekkert ráða við þetta, það þarf náttúrulega bara að sekta fólk á staðnum strax eða taka það úr umferð. Þetta tilvik núna, þegar húseigandi bregst svona við, kannski á of drastískan máta en það er náttúrulega týpískt að heyra að hann var handtekinn en ekki fólkið sem var að pissa," segir Magnús Skúlason, formaður íbúasamtaka miðborgarinnar. Samtals fann fréttastofa fjögur almenningssalerni í miðborginni en eitt þeirra var bilað, þá hafa salerni að Bankastræti núll verið lokuð um nokkurt skeið. „Það er náttúrulega alveg greinilegt að það vantar almenningssalerni hérna, það vantar ruslatunnur og þess háttar og svo vantar bara þetta að fara eftir lögreglusamþykkt borgarinnar og taka hart á þeim sem eru að haga sér á þennan hátt." Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir að fjölga þurfi almenningssalernum í miðborginni og fara betur eftir lögreglusamþykkt borgarinnar sem bannar þvaglát á almannafæri. Fréttastofa fann fjögur almenningssalerni í miðbænum í dag, en eitt þeirra var bilað. Íbúa einum í miðborginni brast þolinmæðin í nótt þegar hann varð var við það að þrír menn voru að míga á kjallaragluggann á svefnherbergi hans. Maðurinn rauk út kviknakinn með stærðarinnar frumskógarsveðju og hóf atlögu að mönnunum og rassskellti þá með flatri sveðjunni. Að því loknu sneri hann aftur inn á heimili sitt en samkvæmt sjónarvotti sem fréttastofa ræddi við í dag réðst einn af mönnunum að heimilinu og braut glugga í útidyrahurðinni. Lögregla var kölluð til og handtók hún sveðjumanninn en engum sögum fer af örlögum þeirra sem migu á hús hans en þvaglát á almannafæri eru brot á lögreglusamþykkt borgarinnar og við því liggur allt að tíu þúsund króna sekt. Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segir íbúa orðna langþreytta á sóðaskap miðbæjargesta um helgar. „Við erum margbúin að kvarta yfir þessu og lögreglan virðist ekkert ráða við þetta, það þarf náttúrulega bara að sekta fólk á staðnum strax eða taka það úr umferð. Þetta tilvik núna, þegar húseigandi bregst svona við, kannski á of drastískan máta en það er náttúrulega týpískt að heyra að hann var handtekinn en ekki fólkið sem var að pissa," segir Magnús Skúlason, formaður íbúasamtaka miðborgarinnar. Samtals fann fréttastofa fjögur almenningssalerni í miðborginni en eitt þeirra var bilað, þá hafa salerni að Bankastræti núll verið lokuð um nokkurt skeið. „Það er náttúrulega alveg greinilegt að það vantar almenningssalerni hérna, það vantar ruslatunnur og þess háttar og svo vantar bara þetta að fara eftir lögreglusamþykkt borgarinnar og taka hart á þeim sem eru að haga sér á þennan hátt."
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent