Vindpokarnir verða til á Vopnafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2012 19:45 Vindpokar allra flugvalla á Íslandi eru saumaðir í þorpi á Austurlandi, og pokarnir fyrir Keflavíkurflugvöll eru hafðir mun stærri en pokar annarra valla. Þeir eru helsta tákn flugvalla, og segja flugmönnum með einföldum hætti hvaðan vindurinn blæs og gefa einnig vísbendingu um vindstyrk. Við pælum hins vegar sjaldnast í því hvaðan þeir koma, - höldum kannski að þeir séu sendnir tilsniðnir til landsins frá Alþjóðaflugmálastofnuninni. En svo er ekki. Vindpokarnir koma frá Vopnafirði. Vinnustaðurinn heitir Jónsver og var stofnaður af Sjálfsbjörgu og Félagi eldri borgara á Vopnafirði til að skapa atvinnu fyrir fólk með skerta starfsorku. Gunnhildur Ásmundsdóttir saumar alla vindpokana og í mismunandi stærðum og í viðtali í fréttum Stöðvar 2 skýrir hún frá því að stærstu pokarnir séu saumaðir fyrir Keflavíkurflugvöll. Þarna voru ellefu manns í hlutastarfi á síðasta ári, við ólík verkefni eins hnakkaviðgerðir, fata- og skóviðgerðir, sem kemur sér vel í héraði þar sem langt er að sækja margskyns viðgerðaþjónustu. Ólafur Valgeirsson, framleiðslustjóri Jónsvers, segir að þau segi ekki nei við neinu verkefni, fyrr en fullreynt sé hvort þau geti leyst það af hendi. Þarna eru líka saumuð skotveiðibelti og gert við húsgögn, hælar smíðaðir í fótlagaskó og búnir til skrýtnir inniskór til að setja utan um útiskó. Ari Hallgrímsson, starfsmaður Jónsvers, segir okkur að inniskórnir séu sérstaklega hugsaðir fyrir laxveiðimenn, svo þeir geti farið inn í veiðihús til að sækja bjórinn sinn án þess að fara úr vöðlunum. En Jónsver er ekki bara vinnustaður, heldur líka samkomustaður, en Ólafur framleiðsustjóri segir okkur að félagslegi þátturinn sé ekki síður mikilvægur, að fólk geti komið saman og unnið eitthvert gagn, og ekki spilli fyrir að fá eitthvað lítilræði fyrir vikið. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Vindpokar allra flugvalla á Íslandi eru saumaðir í þorpi á Austurlandi, og pokarnir fyrir Keflavíkurflugvöll eru hafðir mun stærri en pokar annarra valla. Þeir eru helsta tákn flugvalla, og segja flugmönnum með einföldum hætti hvaðan vindurinn blæs og gefa einnig vísbendingu um vindstyrk. Við pælum hins vegar sjaldnast í því hvaðan þeir koma, - höldum kannski að þeir séu sendnir tilsniðnir til landsins frá Alþjóðaflugmálastofnuninni. En svo er ekki. Vindpokarnir koma frá Vopnafirði. Vinnustaðurinn heitir Jónsver og var stofnaður af Sjálfsbjörgu og Félagi eldri borgara á Vopnafirði til að skapa atvinnu fyrir fólk með skerta starfsorku. Gunnhildur Ásmundsdóttir saumar alla vindpokana og í mismunandi stærðum og í viðtali í fréttum Stöðvar 2 skýrir hún frá því að stærstu pokarnir séu saumaðir fyrir Keflavíkurflugvöll. Þarna voru ellefu manns í hlutastarfi á síðasta ári, við ólík verkefni eins hnakkaviðgerðir, fata- og skóviðgerðir, sem kemur sér vel í héraði þar sem langt er að sækja margskyns viðgerðaþjónustu. Ólafur Valgeirsson, framleiðslustjóri Jónsvers, segir að þau segi ekki nei við neinu verkefni, fyrr en fullreynt sé hvort þau geti leyst það af hendi. Þarna eru líka saumuð skotveiðibelti og gert við húsgögn, hælar smíðaðir í fótlagaskó og búnir til skrýtnir inniskór til að setja utan um útiskó. Ari Hallgrímsson, starfsmaður Jónsvers, segir okkur að inniskórnir séu sérstaklega hugsaðir fyrir laxveiðimenn, svo þeir geti farið inn í veiðihús til að sækja bjórinn sinn án þess að fara úr vöðlunum. En Jónsver er ekki bara vinnustaður, heldur líka samkomustaður, en Ólafur framleiðsustjóri segir okkur að félagslegi þátturinn sé ekki síður mikilvægur, að fólk geti komið saman og unnið eitthvert gagn, og ekki spilli fyrir að fá eitthvað lítilræði fyrir vikið.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira