Innlent

Brann til kaldra kola á Hellisheiði

Hellisheiði
Hellisheiði
Mikil ísing myndaðist á Hellisheiði í nótt. Minniháttar meiðsl urðu á fólki þegar bíll valt þar í nótt og brann til kaldra kola.

Bíllinn valt við Kambabrún klukkan tvö í nótt. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann rann út af veginum og valt.

Fimm manns voru í bílnum og komust þau að sjálfsdáðum út úr honum áður en eldur kom upp. Þau hlutu smávægilega áverka en nokkur voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.

Lögreglan á Selfossi vill benda ökumönnum á að enn er afar hált á Hellisheiði og því ber að hafa varann á þegar farið er yfir Hellisheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×