Kveð besta ár lífs míns 2. janúar 2012 12:00 Vala og Eyjólfur. fréttablaðið/anton „Nú kveð ég fyrsta heila árið mitt sem kona og jafnframt það besta í lífi mínu. Árið hefur verið rússíbanareið og viðstöðulaust ævintýri frá upphafi til enda. Ég hef öðlast gífurlega lífsreynslu og líður eins og ég sé búin að upplifa allt. Þess vegna fer ég sátt inn í rólega pakkann og stjúpmóðurhlutverkið," segir Vala sem heilsar nýju ári með kærastanum Eyjólfi Svani Kristinssyni í faðmi fjölskyldunnar, öðru hvoru megin. „Þetta eru fyrstu áramótin okkar saman og óráðið hvort við verðum hjá hans fólki eða mínu. Það eina sem skiptir máli er að vera fersk saman með börnunum á nýársdag, enda hefur viðhorf mitt breyst síðan ég varð stjúpmamma og nú langar mig ekki jafn mikið á djammið og áður," segir Vala, sæl í nýju hlutverki sem stjúpmóðir fjögurra barna á aldrinum fjögurra til nítján ára. „Árið var gott sem nú er að líða. Það lifði ég sem endurfædd manneskja í eintómri lukku og núna hlotnast mér enn meiri hamingja því ég er svo ástfangin og á fallegasta mann í heimi. Ég bjóst alls ekki við að finna sanna ást svo fljótt en Eyjólfur er sálufélagi minn og sá eini rétti. Ég beinlínis roðna af því einu að tala um hann," segir Vala og hlær hamingjuhlátri, en á milli þeirra Eyjólfs er tólf ára aldursmunur. „Það vita allir hvað er sagt um eldri menn með reynslu," segir hún stríðnislega. „Þeir eru svo miklu betri í rúminu og öruggari með sig. Þeir eru alvöru karlmenn." Markverðast á ári Völu segir hún hafa verið að geta loks verið hún sjálf og líða vel í eigin skinni. „Það var merkileg upplifun að fá loks að njóta mín, sem ég svo sannarlega gerði. Að sanna fyrir sjálfri mér að ég get allt sem hugurinn girnist, án þess að hlusta á úrtölur annarra. Ég hef uppgötvað mig sem sjálfstæða og sterka konu, því nú er ég komin í rétt kynhlutverk og er með eindæmum örugg með mig. Nú er ég loksins eins og ég á að vera." Vala segir skemmtilegast við að vera orðin kona að geta farið í undirfatabúðir. „Sem strákur gat ég alltaf klætt mig í kjól en ég fór aldrei í undirfatabúðir til að kaupa mér nærbuxur og brjóstahaldara í gamla daga. Nú elska ég að vera yfirmáta kynþokkafull og bíða eftir kallinum í sexí undirfötum. Að vera kvenleikinn uppmálaður og æsandi kona," segir Vala og murrar eins og ánægð kisulóra. „Að sjálfsögðu strengi ég áramótaheit. Ásdís Rán þyngdist um þrjú kíló, en hvað er það! Vala Grand þyngdist um fimm kíló! Ég ætla því að léttast, koma mér í form og hætta að reykja," segir hún hlæjandi. „Annars hlakka ég mest til þess að vera stjúpmamma á nýárinu því það á svo vel við mig. Það liggur ekki fyrir mér að eignast börn eftir kynskiptiaðgerðina, en að fá lánaða þessa góðu og fallegu krakka er dásamlegt. Ég er góða stjúpan, dekra þau sem mest ég má, og held að það sé ekkert slæmt að eiga glamúrpíuna mig sem stjúpu," segir Vala í skýjunum með lífsins gang. „Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og óska þess að allir geti kvatt gamla árið í sátt og mætt því nýja með brosi á vör." thordis@frettabladid.is Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
„Nú kveð ég fyrsta heila árið mitt sem kona og jafnframt það besta í lífi mínu. Árið hefur verið rússíbanareið og viðstöðulaust ævintýri frá upphafi til enda. Ég hef öðlast gífurlega lífsreynslu og líður eins og ég sé búin að upplifa allt. Þess vegna fer ég sátt inn í rólega pakkann og stjúpmóðurhlutverkið," segir Vala sem heilsar nýju ári með kærastanum Eyjólfi Svani Kristinssyni í faðmi fjölskyldunnar, öðru hvoru megin. „Þetta eru fyrstu áramótin okkar saman og óráðið hvort við verðum hjá hans fólki eða mínu. Það eina sem skiptir máli er að vera fersk saman með börnunum á nýársdag, enda hefur viðhorf mitt breyst síðan ég varð stjúpmamma og nú langar mig ekki jafn mikið á djammið og áður," segir Vala, sæl í nýju hlutverki sem stjúpmóðir fjögurra barna á aldrinum fjögurra til nítján ára. „Árið var gott sem nú er að líða. Það lifði ég sem endurfædd manneskja í eintómri lukku og núna hlotnast mér enn meiri hamingja því ég er svo ástfangin og á fallegasta mann í heimi. Ég bjóst alls ekki við að finna sanna ást svo fljótt en Eyjólfur er sálufélagi minn og sá eini rétti. Ég beinlínis roðna af því einu að tala um hann," segir Vala og hlær hamingjuhlátri, en á milli þeirra Eyjólfs er tólf ára aldursmunur. „Það vita allir hvað er sagt um eldri menn með reynslu," segir hún stríðnislega. „Þeir eru svo miklu betri í rúminu og öruggari með sig. Þeir eru alvöru karlmenn." Markverðast á ári Völu segir hún hafa verið að geta loks verið hún sjálf og líða vel í eigin skinni. „Það var merkileg upplifun að fá loks að njóta mín, sem ég svo sannarlega gerði. Að sanna fyrir sjálfri mér að ég get allt sem hugurinn girnist, án þess að hlusta á úrtölur annarra. Ég hef uppgötvað mig sem sjálfstæða og sterka konu, því nú er ég komin í rétt kynhlutverk og er með eindæmum örugg með mig. Nú er ég loksins eins og ég á að vera." Vala segir skemmtilegast við að vera orðin kona að geta farið í undirfatabúðir. „Sem strákur gat ég alltaf klætt mig í kjól en ég fór aldrei í undirfatabúðir til að kaupa mér nærbuxur og brjóstahaldara í gamla daga. Nú elska ég að vera yfirmáta kynþokkafull og bíða eftir kallinum í sexí undirfötum. Að vera kvenleikinn uppmálaður og æsandi kona," segir Vala og murrar eins og ánægð kisulóra. „Að sjálfsögðu strengi ég áramótaheit. Ásdís Rán þyngdist um þrjú kíló, en hvað er það! Vala Grand þyngdist um fimm kíló! Ég ætla því að léttast, koma mér í form og hætta að reykja," segir hún hlæjandi. „Annars hlakka ég mest til þess að vera stjúpmamma á nýárinu því það á svo vel við mig. Það liggur ekki fyrir mér að eignast börn eftir kynskiptiaðgerðina, en að fá lánaða þessa góðu og fallegu krakka er dásamlegt. Ég er góða stjúpan, dekra þau sem mest ég má, og held að það sé ekkert slæmt að eiga glamúrpíuna mig sem stjúpu," segir Vala í skýjunum með lífsins gang. „Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og óska þess að allir geti kvatt gamla árið í sátt og mætt því nýja með brosi á vör." thordis@frettabladid.is
Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira