Lífið

Brjáluð út í pabba

Söngkonan Adele er bálreið út í föður sinn.
Söngkonan Adele er bálreið út í föður sinn.
Adele ætlar að hrækja í andlitið á föður sínum hitti hún hann einhvern tímann aftur.

Í viðtali við bandarísku útgáfuna af Vogue segist hún ekkert vilja með föður sinn Mark Evans hafa. Hann samþykkti að fara í viðtal hjá götublaðinu The Sun í fyrra gegn hárri greiðslu þar sem hann ræddi um áfengisfíkn sína og skilnaðinn við móður söngkonunnar.

„Í raun og veru var ég á þessum tíma tilbúin til að hitta hann á nýjan leik,“ sagði hún. „Hann klúðraði því. Hann mun aldrei heyra í mér aftur. Ekkert kemur mér í meira uppnám en að pabba mínum hafi verið mútað af blöðunum. Hann birtist allt í einu eftir tíu ár og segir: „Kannski eru karlavandræði hennar tilkomin vegna mín“. Hvernig dirfist hann að tjá sig um líf mitt? Ef ég hitti hann aftur mun ég hrækja í andlitið á honum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.