Innlent

Óvissa með seinni ferðir Herjólfs í dag

MYND/Arnþór
Vegna ölduspár fyrir seinni partinn í dag og kvöldið er óvissa með tvær síðustu ferðir dagsins hjá Herjólfi í dag. Samkvæmt áætlun á Herjólfur að sigla frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 og 20:30 og frá Landeyjahöfn 19:00 og 21:30.

Í tilkynningu segir að nánar verði greint frá þessu strax eftir kl. 12 þegar ný ölduspá liggur fyrir.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir fylgjast með á vefsíðu eða facebook síðu Herjólfs sem og á síðu 415 í textavarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×