Íslendingar gera þetta mögulegt 10. október 2012 10:47 Marianne Nganda man ekki hvernig hún fékk örið sem hún hefur undir hægra auganu. Hún veit hins vegar hvernig það gerðist. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne var í fullum gangi þegar frændi hennar flúði með hana inn í frumskóginn undan árás skæruliða. "Pabbi dó þegar ég var enn ófædd. Þegar ég var þriggja ára fór mamma inn í bæ til að útvega mat og þar var hún tekin föst og myrt," segir Marianne. "Frændi minn tók mig þá að sér. Hann bar mig á bakinu á flóttanum, en ég datt og skar mig." Marianne er stödd í menntaathvarfi Rauða krossins í Moyamba í Síerra Leóne þar sem hún hefur verið síðan í júní. Hún stendur við saumavélina og brosir sínu blíðasta. "Frændi minn vildi mjög gjarnan að ég færi í skóla en hann hafði ekki efni á því. Ég hef því aldrei farið í skóla fyrr. Vinkona mín lét mig vita af athvarfi Rauða krossins eftir að hún útskrifaðist héðan," segir Marianne, sem er átján ára. Hún á þriggja ára dreng sem er með frændfólki í höfuðborginni Freetown. Í Moyamba-athvarfinu eru 150 ungmenni á aldrinum 14-18 ára, fimmtíu drengir og eitt hundrað stúlkur. Þær eru samtals með 111 börn. Þau yngstu fara í leikskóla við athvarfið en eldri börnin eru með ættingjum eða fólki í nálægum þorpum. Krakkarnir í Moyamba eiga að baki erfiða æsku. Sum voru á götunni, önnur hjá fjarskyldum ættingjum og enn önnur unnu þrælavinnu í námum. Árið sem þau fá að vera í menntaathvarfi Rauða krossins er tækifæri þeirra til að komast út úr vítahring erfiðisvinnu og vonleysis. "Eftir að ég útskrifast ætla ég að fara aftur í þorpið mitt og láta aðra vita af athvarfinu og hvetja þá til að sækja um," segir Marianne. "Það vantar alveg klæðskera í þorpið. Ég ætla að koma upp eigin klæðskeraverkstæði. Nú á ég örlítinn sjóð sem ég get notað til að koma verkstæðinu á laggirnar." Við upphaf námsins fékk Marianne, líkt og hinir krakkarnir, áhaldabox frá Rauða krossinum. Í því var meðal annars forláta saumavél og ýmis önnur tól sem tengjast klæðskurði. Marianne segir að námið hafi þegar breytt lífi sínu til hins betra. Hún hugsar til þeirra sem ekki hafa enn notið þess að nema við athvarfið. "Það má alls ekki loka athvarfinu! Það skiptir miklu máli, það er svo mikilvægt fyrir alla sem þurfa að fá tækifæri í lífinu. Athvarfið ætti að vera hér til eilífðar segir Marianne. "Hér hef ég lært mikið. Ég get stafað nafnið mitt og talað óhrædd við fólk. Mér líður vel, ég er hamingjusöm og ég finn fyrir gleði. Á hverjum degi biðjum við fyrir þeim sem gefa peninga til að þetta sé mögulegt. Það er virkilega gleðilegt að hitta fólk frá Rauða krossinum á Íslandi því við vitum að Íslendingar gera þetta allt mögulegt." Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Sjá meira
Marianne Nganda man ekki hvernig hún fékk örið sem hún hefur undir hægra auganu. Hún veit hins vegar hvernig það gerðist. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne var í fullum gangi þegar frændi hennar flúði með hana inn í frumskóginn undan árás skæruliða. "Pabbi dó þegar ég var enn ófædd. Þegar ég var þriggja ára fór mamma inn í bæ til að útvega mat og þar var hún tekin föst og myrt," segir Marianne. "Frændi minn tók mig þá að sér. Hann bar mig á bakinu á flóttanum, en ég datt og skar mig." Marianne er stödd í menntaathvarfi Rauða krossins í Moyamba í Síerra Leóne þar sem hún hefur verið síðan í júní. Hún stendur við saumavélina og brosir sínu blíðasta. "Frændi minn vildi mjög gjarnan að ég færi í skóla en hann hafði ekki efni á því. Ég hef því aldrei farið í skóla fyrr. Vinkona mín lét mig vita af athvarfi Rauða krossins eftir að hún útskrifaðist héðan," segir Marianne, sem er átján ára. Hún á þriggja ára dreng sem er með frændfólki í höfuðborginni Freetown. Í Moyamba-athvarfinu eru 150 ungmenni á aldrinum 14-18 ára, fimmtíu drengir og eitt hundrað stúlkur. Þær eru samtals með 111 börn. Þau yngstu fara í leikskóla við athvarfið en eldri börnin eru með ættingjum eða fólki í nálægum þorpum. Krakkarnir í Moyamba eiga að baki erfiða æsku. Sum voru á götunni, önnur hjá fjarskyldum ættingjum og enn önnur unnu þrælavinnu í námum. Árið sem þau fá að vera í menntaathvarfi Rauða krossins er tækifæri þeirra til að komast út úr vítahring erfiðisvinnu og vonleysis. "Eftir að ég útskrifast ætla ég að fara aftur í þorpið mitt og láta aðra vita af athvarfinu og hvetja þá til að sækja um," segir Marianne. "Það vantar alveg klæðskera í þorpið. Ég ætla að koma upp eigin klæðskeraverkstæði. Nú á ég örlítinn sjóð sem ég get notað til að koma verkstæðinu á laggirnar." Við upphaf námsins fékk Marianne, líkt og hinir krakkarnir, áhaldabox frá Rauða krossinum. Í því var meðal annars forláta saumavél og ýmis önnur tól sem tengjast klæðskurði. Marianne segir að námið hafi þegar breytt lífi sínu til hins betra. Hún hugsar til þeirra sem ekki hafa enn notið þess að nema við athvarfið. "Það má alls ekki loka athvarfinu! Það skiptir miklu máli, það er svo mikilvægt fyrir alla sem þurfa að fá tækifæri í lífinu. Athvarfið ætti að vera hér til eilífðar segir Marianne. "Hér hef ég lært mikið. Ég get stafað nafnið mitt og talað óhrædd við fólk. Mér líður vel, ég er hamingjusöm og ég finn fyrir gleði. Á hverjum degi biðjum við fyrir þeim sem gefa peninga til að þetta sé mögulegt. Það er virkilega gleðilegt að hitta fólk frá Rauða krossinum á Íslandi því við vitum að Íslendingar gera þetta allt mögulegt."
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið