Íslendingar gera þetta mögulegt 10. október 2012 10:47 Marianne Nganda man ekki hvernig hún fékk örið sem hún hefur undir hægra auganu. Hún veit hins vegar hvernig það gerðist. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne var í fullum gangi þegar frændi hennar flúði með hana inn í frumskóginn undan árás skæruliða. "Pabbi dó þegar ég var enn ófædd. Þegar ég var þriggja ára fór mamma inn í bæ til að útvega mat og þar var hún tekin föst og myrt," segir Marianne. "Frændi minn tók mig þá að sér. Hann bar mig á bakinu á flóttanum, en ég datt og skar mig." Marianne er stödd í menntaathvarfi Rauða krossins í Moyamba í Síerra Leóne þar sem hún hefur verið síðan í júní. Hún stendur við saumavélina og brosir sínu blíðasta. "Frændi minn vildi mjög gjarnan að ég færi í skóla en hann hafði ekki efni á því. Ég hef því aldrei farið í skóla fyrr. Vinkona mín lét mig vita af athvarfi Rauða krossins eftir að hún útskrifaðist héðan," segir Marianne, sem er átján ára. Hún á þriggja ára dreng sem er með frændfólki í höfuðborginni Freetown. Í Moyamba-athvarfinu eru 150 ungmenni á aldrinum 14-18 ára, fimmtíu drengir og eitt hundrað stúlkur. Þær eru samtals með 111 börn. Þau yngstu fara í leikskóla við athvarfið en eldri börnin eru með ættingjum eða fólki í nálægum þorpum. Krakkarnir í Moyamba eiga að baki erfiða æsku. Sum voru á götunni, önnur hjá fjarskyldum ættingjum og enn önnur unnu þrælavinnu í námum. Árið sem þau fá að vera í menntaathvarfi Rauða krossins er tækifæri þeirra til að komast út úr vítahring erfiðisvinnu og vonleysis. "Eftir að ég útskrifast ætla ég að fara aftur í þorpið mitt og láta aðra vita af athvarfinu og hvetja þá til að sækja um," segir Marianne. "Það vantar alveg klæðskera í þorpið. Ég ætla að koma upp eigin klæðskeraverkstæði. Nú á ég örlítinn sjóð sem ég get notað til að koma verkstæðinu á laggirnar." Við upphaf námsins fékk Marianne, líkt og hinir krakkarnir, áhaldabox frá Rauða krossinum. Í því var meðal annars forláta saumavél og ýmis önnur tól sem tengjast klæðskurði. Marianne segir að námið hafi þegar breytt lífi sínu til hins betra. Hún hugsar til þeirra sem ekki hafa enn notið þess að nema við athvarfið. "Það má alls ekki loka athvarfinu! Það skiptir miklu máli, það er svo mikilvægt fyrir alla sem þurfa að fá tækifæri í lífinu. Athvarfið ætti að vera hér til eilífðar segir Marianne. "Hér hef ég lært mikið. Ég get stafað nafnið mitt og talað óhrædd við fólk. Mér líður vel, ég er hamingjusöm og ég finn fyrir gleði. Á hverjum degi biðjum við fyrir þeim sem gefa peninga til að þetta sé mögulegt. Það er virkilega gleðilegt að hitta fólk frá Rauða krossinum á Íslandi því við vitum að Íslendingar gera þetta allt mögulegt." Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Marianne Nganda man ekki hvernig hún fékk örið sem hún hefur undir hægra auganu. Hún veit hins vegar hvernig það gerðist. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne var í fullum gangi þegar frændi hennar flúði með hana inn í frumskóginn undan árás skæruliða. "Pabbi dó þegar ég var enn ófædd. Þegar ég var þriggja ára fór mamma inn í bæ til að útvega mat og þar var hún tekin föst og myrt," segir Marianne. "Frændi minn tók mig þá að sér. Hann bar mig á bakinu á flóttanum, en ég datt og skar mig." Marianne er stödd í menntaathvarfi Rauða krossins í Moyamba í Síerra Leóne þar sem hún hefur verið síðan í júní. Hún stendur við saumavélina og brosir sínu blíðasta. "Frændi minn vildi mjög gjarnan að ég færi í skóla en hann hafði ekki efni á því. Ég hef því aldrei farið í skóla fyrr. Vinkona mín lét mig vita af athvarfi Rauða krossins eftir að hún útskrifaðist héðan," segir Marianne, sem er átján ára. Hún á þriggja ára dreng sem er með frændfólki í höfuðborginni Freetown. Í Moyamba-athvarfinu eru 150 ungmenni á aldrinum 14-18 ára, fimmtíu drengir og eitt hundrað stúlkur. Þær eru samtals með 111 börn. Þau yngstu fara í leikskóla við athvarfið en eldri börnin eru með ættingjum eða fólki í nálægum þorpum. Krakkarnir í Moyamba eiga að baki erfiða æsku. Sum voru á götunni, önnur hjá fjarskyldum ættingjum og enn önnur unnu þrælavinnu í námum. Árið sem þau fá að vera í menntaathvarfi Rauða krossins er tækifæri þeirra til að komast út úr vítahring erfiðisvinnu og vonleysis. "Eftir að ég útskrifast ætla ég að fara aftur í þorpið mitt og láta aðra vita af athvarfinu og hvetja þá til að sækja um," segir Marianne. "Það vantar alveg klæðskera í þorpið. Ég ætla að koma upp eigin klæðskeraverkstæði. Nú á ég örlítinn sjóð sem ég get notað til að koma verkstæðinu á laggirnar." Við upphaf námsins fékk Marianne, líkt og hinir krakkarnir, áhaldabox frá Rauða krossinum. Í því var meðal annars forláta saumavél og ýmis önnur tól sem tengjast klæðskurði. Marianne segir að námið hafi þegar breytt lífi sínu til hins betra. Hún hugsar til þeirra sem ekki hafa enn notið þess að nema við athvarfið. "Það má alls ekki loka athvarfinu! Það skiptir miklu máli, það er svo mikilvægt fyrir alla sem þurfa að fá tækifæri í lífinu. Athvarfið ætti að vera hér til eilífðar segir Marianne. "Hér hef ég lært mikið. Ég get stafað nafnið mitt og talað óhrædd við fólk. Mér líður vel, ég er hamingjusöm og ég finn fyrir gleði. Á hverjum degi biðjum við fyrir þeim sem gefa peninga til að þetta sé mögulegt. Það er virkilega gleðilegt að hitta fólk frá Rauða krossinum á Íslandi því við vitum að Íslendingar gera þetta allt mögulegt."
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira