Innlent

Eldur laus í stórum haug hjá Sorpu í Álfsnesi

Eldur kviknaði í stórum haug af trjágreinum á ruslahaugunum í Álfsnesi laust fyrir klukkan sjö í morgun og var slökkviliðið kallað á vettvang.

Þá var þar mikill eldur sem sást langt að, en nú er verið að kæfa eldinn, meðal annars með því að stórar vinnuvélar eru að moka jarðvegi yfir hann.

Engin mannvirki eru í hættu og verður eldurinn væntanlega út dauður innan stundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×