Innlent

Stuðningshópur fyrir unga krabbameinssjúklinga

BBI skrifar
Erna Hauksdóttir, forstöðumaður Ljóssins.
Erna Hauksdóttir, forstöðumaður Ljóssins. Mynd/GVA
Kynningarfundur fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein verður haldinn í kvöld klukkan átta. Hópurinn kom saman síðaliðinn vetur og veitti mörgum stuðning að sögn Ernu Magnúsdóttur, forstöðumanns suðningsmiðstöðvarinnar Ljóssins.

Fundurin fer fram í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43 í dag. Hann er haldinn til að vekja athygli þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára á starfseminni. „Við erum viss um að það er ungt fólk úti í þjóðfélaginu sem veit ekki af okkur og því viljum við halda kynningarfund," segir Erna.

Hópastarfið er samvinnuverkefni á milli Ljóssins endurhæfingar-og stuðningsmiðstöðvar, Krafts félag ungra krabbameinsgreindra og SKB, félag krabbameinssjúkra barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×