Krónan og Björn Bjarnason Össur Skarphéðinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar